Laxinn er mættur í Sogið Karl Lúðvíksson skrifar 13. júní 2019 10:43 Laxinn er mættur í Sogið Þeir sem veiða í Soginu þurfa aldeilis ekki að hafa áhyggjur af vatnsleysi og nú hafa fyrstu fregnir borist frá bökkum Sogsins um að laxinn sé mættur. Það hafa sést nokkrir laxar við Ásgarð á lofti, silfraðir og spikaðir eins og þeir eru nýkomnir úr sjó. Það eru góðar fréttir fyrir þá sem ætla sér að kíkja í Sogið í sumar og sá fjöldi sem leggur leið sína þangað á líklega eftir að vaxa nokkuð. Ástæðan er einföld. Það er nóg af vatni í Soginu og auk þess að vera prýðilegasta laxveiðiá er bleikjuveiðin í ánni á uppleið. Svæðin sem njóta mestra vinsælda eru Ásgarður og Bíldsfell. Lax-Á selur leyfin í Ásgarð og SVFR í Bíldsfell og það sem meira er það eru lausar stangir í bæði svæðin. Besti tíminn er lok júlí og ágúst en haustveiðin á báðum svæðum er líka oft ævintýralega góð. Verðin á leyfunum eru alls ekki há og miðað við hvað veiðivonin er góð og aðstaðan á þessum tveimur svæðum vel úr garði gerð verða þetta að teljast með ódýrari prime time veiðileyfum sem hægt er að fá. Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði 105 sm lax úr Víðidalsá Veiði
Þeir sem veiða í Soginu þurfa aldeilis ekki að hafa áhyggjur af vatnsleysi og nú hafa fyrstu fregnir borist frá bökkum Sogsins um að laxinn sé mættur. Það hafa sést nokkrir laxar við Ásgarð á lofti, silfraðir og spikaðir eins og þeir eru nýkomnir úr sjó. Það eru góðar fréttir fyrir þá sem ætla sér að kíkja í Sogið í sumar og sá fjöldi sem leggur leið sína þangað á líklega eftir að vaxa nokkuð. Ástæðan er einföld. Það er nóg af vatni í Soginu og auk þess að vera prýðilegasta laxveiðiá er bleikjuveiðin í ánni á uppleið. Svæðin sem njóta mestra vinsælda eru Ásgarður og Bíldsfell. Lax-Á selur leyfin í Ásgarð og SVFR í Bíldsfell og það sem meira er það eru lausar stangir í bæði svæðin. Besti tíminn er lok júlí og ágúst en haustveiðin á báðum svæðum er líka oft ævintýralega góð. Verðin á leyfunum eru alls ekki há og miðað við hvað veiðivonin er góð og aðstaðan á þessum tveimur svæðum vel úr garði gerð verða þetta að teljast með ódýrari prime time veiðileyfum sem hægt er að fá.
Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði 105 sm lax úr Víðidalsá Veiði