Laxinn er mættur í Sogið Karl Lúðvíksson skrifar 13. júní 2019 10:43 Laxinn er mættur í Sogið Þeir sem veiða í Soginu þurfa aldeilis ekki að hafa áhyggjur af vatnsleysi og nú hafa fyrstu fregnir borist frá bökkum Sogsins um að laxinn sé mættur. Það hafa sést nokkrir laxar við Ásgarð á lofti, silfraðir og spikaðir eins og þeir eru nýkomnir úr sjó. Það eru góðar fréttir fyrir þá sem ætla sér að kíkja í Sogið í sumar og sá fjöldi sem leggur leið sína þangað á líklega eftir að vaxa nokkuð. Ástæðan er einföld. Það er nóg af vatni í Soginu og auk þess að vera prýðilegasta laxveiðiá er bleikjuveiðin í ánni á uppleið. Svæðin sem njóta mestra vinsælda eru Ásgarður og Bíldsfell. Lax-Á selur leyfin í Ásgarð og SVFR í Bíldsfell og það sem meira er það eru lausar stangir í bæði svæðin. Besti tíminn er lok júlí og ágúst en haustveiðin á báðum svæðum er líka oft ævintýralega góð. Verðin á leyfunum eru alls ekki há og miðað við hvað veiðivonin er góð og aðstaðan á þessum tveimur svæðum vel úr garði gerð verða þetta að teljast með ódýrari prime time veiðileyfum sem hægt er að fá. Mest lesið Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Kavíar er nýja flugan sem þú þarft að prófa Veiði
Þeir sem veiða í Soginu þurfa aldeilis ekki að hafa áhyggjur af vatnsleysi og nú hafa fyrstu fregnir borist frá bökkum Sogsins um að laxinn sé mættur. Það hafa sést nokkrir laxar við Ásgarð á lofti, silfraðir og spikaðir eins og þeir eru nýkomnir úr sjó. Það eru góðar fréttir fyrir þá sem ætla sér að kíkja í Sogið í sumar og sá fjöldi sem leggur leið sína þangað á líklega eftir að vaxa nokkuð. Ástæðan er einföld. Það er nóg af vatni í Soginu og auk þess að vera prýðilegasta laxveiðiá er bleikjuveiðin í ánni á uppleið. Svæðin sem njóta mestra vinsælda eru Ásgarður og Bíldsfell. Lax-Á selur leyfin í Ásgarð og SVFR í Bíldsfell og það sem meira er það eru lausar stangir í bæði svæðin. Besti tíminn er lok júlí og ágúst en haustveiðin á báðum svæðum er líka oft ævintýralega góð. Verðin á leyfunum eru alls ekki há og miðað við hvað veiðivonin er góð og aðstaðan á þessum tveimur svæðum vel úr garði gerð verða þetta að teljast með ódýrari prime time veiðileyfum sem hægt er að fá.
Mest lesið Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Kavíar er nýja flugan sem þú þarft að prófa Veiði