Erfitt fyrstu dagana í Laxá í Kjós Karl Lúðvíksson skrifar 18. júní 2019 10:00 Fyrstu laxinn úr Laxá í Kjós veiddist í Klingenberg. Mynd: Hreggnasi FB Laxá í Kjós opnaði fyrir veiði á laugardaginn í því sem mætti kalla einhverjar erfiðustu aðstæður opnunar í henni fyrr og síðar. Þeir sem hafa veitt í Kjósinni í háa herrans tíð muna ekki eftir öðru eins ástandi við Laxá en hún er afskaplega vatnslítil og erfið viðureignar fyrir veiðimenn sem standa við hana og freista þess að setja í lax. Þrátt fyrir erfið skilyrði við opnun náðist að setja í fyrsta lax sumarsins sem kom á land úr Klingenberg á svarta Frances en það var 84 sm grálúsugur nýgengin lax. Það virðist nokkuð af laxi vera að ganga þrátt fyrir vatnsleysið og það hafa sést laxar á stangli upp um alla á og eins í Bugðu. Laxá þarf engu að síður, eins og allar ár á suður og vesturlandi, sárlega á rigningu að halda en því miður er ekkert útlit fyrir neina úrkomu næstu vikuna í það minnsta og verri fréttir eru þær að um og eftir næstu helgi er spáð annari hitabylgju á vesturlandi svo það er ekki líklegt að vatnsstaðan í ánum batni í þessum mánuði. Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Veiðistaðir sem detta inn og út Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Bleikjan í Brúará komin í tökustuð Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði
Laxá í Kjós opnaði fyrir veiði á laugardaginn í því sem mætti kalla einhverjar erfiðustu aðstæður opnunar í henni fyrr og síðar. Þeir sem hafa veitt í Kjósinni í háa herrans tíð muna ekki eftir öðru eins ástandi við Laxá en hún er afskaplega vatnslítil og erfið viðureignar fyrir veiðimenn sem standa við hana og freista þess að setja í lax. Þrátt fyrir erfið skilyrði við opnun náðist að setja í fyrsta lax sumarsins sem kom á land úr Klingenberg á svarta Frances en það var 84 sm grálúsugur nýgengin lax. Það virðist nokkuð af laxi vera að ganga þrátt fyrir vatnsleysið og það hafa sést laxar á stangli upp um alla á og eins í Bugðu. Laxá þarf engu að síður, eins og allar ár á suður og vesturlandi, sárlega á rigningu að halda en því miður er ekkert útlit fyrir neina úrkomu næstu vikuna í það minnsta og verri fréttir eru þær að um og eftir næstu helgi er spáð annari hitabylgju á vesturlandi svo það er ekki líklegt að vatnsstaðan í ánum batni í þessum mánuði.
Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Veiðistaðir sem detta inn og út Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Bleikjan í Brúará komin í tökustuð Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði