Reiða fólkið Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 1. júní 2019 09:00 Það er þetta með tjáningarfrelsið og lýðræðið. Við erum öll sammála um að lýðræðið hvílir meðal annars á þeirri stoð að allir geti tjáð opinberlega skoðanir sínar óttalaust. Um leið og þrengist um tjáningarfrelsið þá þrengist um lýðræðið og þá þrengist um okkur öll – þröngt fyrir dyrum, sagði Einar Þveræingur fyrir langa löngu. Það er nefnilega ekki nóg að öllum sé frjálst að segja skoðun sína. Ef andrúmsloftið í samfélaginu verður þannig að fólk leggur ekki í að tjá sig vegna þess að viðbrögðin verða svo ofsafengin þá erum við í vanda stödd. Umræðan um þriðja orkupakkann er að þróast í þessa átt. Stuðningsmönnum er brigslað um landráð og þjónkun við ESB og andstæðingarnir sitja undir skömmum um að þeir séu einangrunarsinnar og lýðskrumarar. Þetta er uppskrift að vandamáli. Gott dæmi um í hvað stefnir er að á dögunum tjáði formaður VR sig um þriðja orkupakkann. Og viðbrögðin létu ekki á sér standa, hópur fólks virtist missa vitið. Um þessa skæðadrífu sem á honum dundi sagði Ragnar VR-formaður: „Ég hef verið úthrópaður kvenhatari, krafinn um afsögn úr embætti formanns VR og þaðan af verra fyrir vikið. Einnig er fullyrt að ég sé genginn í Miðflokkinn.“ Maðurinn var að tala um orkumál og þá dynur þetta á honum! Ég hef ekki skoðun á þriðja orkupakkanum, treysti þinginu til að klára málið, til þess voru þau kosin. En hvað á þetta að þýða? Getum við ekki þolað hvert öðru ólíkar skoðanir, er bara frelsi til að hafa „réttar“ skoðanir og hvers virði er það frelsi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun
Það er þetta með tjáningarfrelsið og lýðræðið. Við erum öll sammála um að lýðræðið hvílir meðal annars á þeirri stoð að allir geti tjáð opinberlega skoðanir sínar óttalaust. Um leið og þrengist um tjáningarfrelsið þá þrengist um lýðræðið og þá þrengist um okkur öll – þröngt fyrir dyrum, sagði Einar Þveræingur fyrir langa löngu. Það er nefnilega ekki nóg að öllum sé frjálst að segja skoðun sína. Ef andrúmsloftið í samfélaginu verður þannig að fólk leggur ekki í að tjá sig vegna þess að viðbrögðin verða svo ofsafengin þá erum við í vanda stödd. Umræðan um þriðja orkupakkann er að þróast í þessa átt. Stuðningsmönnum er brigslað um landráð og þjónkun við ESB og andstæðingarnir sitja undir skömmum um að þeir séu einangrunarsinnar og lýðskrumarar. Þetta er uppskrift að vandamáli. Gott dæmi um í hvað stefnir er að á dögunum tjáði formaður VR sig um þriðja orkupakkann. Og viðbrögðin létu ekki á sér standa, hópur fólks virtist missa vitið. Um þessa skæðadrífu sem á honum dundi sagði Ragnar VR-formaður: „Ég hef verið úthrópaður kvenhatari, krafinn um afsögn úr embætti formanns VR og þaðan af verra fyrir vikið. Einnig er fullyrt að ég sé genginn í Miðflokkinn.“ Maðurinn var að tala um orkumál og þá dynur þetta á honum! Ég hef ekki skoðun á þriðja orkupakkanum, treysti þinginu til að klára málið, til þess voru þau kosin. En hvað á þetta að þýða? Getum við ekki þolað hvert öðru ólíkar skoðanir, er bara frelsi til að hafa „réttar“ skoðanir og hvers virði er það frelsi?
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun