Game Pass kemur á Windows Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. maí 2019 08:30 Game Pass hefur hingað til verið á Xbox. Nordicphotos/Getty Microsoft tilkynnti í gær um að Xbox Game Pass, áskriftarþjónusta fyrirtækisins fyrir tölvuleiki, sé væntanlegt á Windows-tölvur. Þjónustan hefur hingað til eingöngu verið aðgengileg á Xbox One leikjatölvum. Með áskrift að þjónustunni mun Windows-notendum standa til boða að hlaða niður og spila meira en hundrað leiki frá framleiðendum á borð við Bethesda, Devolver Digital og SEGA. Þá verða leikir frá framleiðendum í eigu Microsoft hluti af þjónustunni um leið og þeir koma á markað, líkt og hefur verið á Xbox. Ekki liggur fyrir hvort það þurfi að greiða sitt hvort áskriftargjaldið fyrir Xbox- og Windowsútgáfu þjónustunnar. Þá sagði Microsoft ekkert í tilkynningu sinni um verð, hvenær þjónustan kemur á markað. Engin dæmi voru gefin um leiki. Tilkynningin ætti ekki að koma á óvart. Satya Nadella forstjóri sagði í síðasta mánuði að það væri lykilatriði fyrir vöxt Xbox að yfirfæra þjónustuna líka á Windows-tölvur. Microsoft Tækni Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Cecilie tekur við af Auði Menning Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fleiri fréttir Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Microsoft tilkynnti í gær um að Xbox Game Pass, áskriftarþjónusta fyrirtækisins fyrir tölvuleiki, sé væntanlegt á Windows-tölvur. Þjónustan hefur hingað til eingöngu verið aðgengileg á Xbox One leikjatölvum. Með áskrift að þjónustunni mun Windows-notendum standa til boða að hlaða niður og spila meira en hundrað leiki frá framleiðendum á borð við Bethesda, Devolver Digital og SEGA. Þá verða leikir frá framleiðendum í eigu Microsoft hluti af þjónustunni um leið og þeir koma á markað, líkt og hefur verið á Xbox. Ekki liggur fyrir hvort það þurfi að greiða sitt hvort áskriftargjaldið fyrir Xbox- og Windowsútgáfu þjónustunnar. Þá sagði Microsoft ekkert í tilkynningu sinni um verð, hvenær þjónustan kemur á markað. Engin dæmi voru gefin um leiki. Tilkynningin ætti ekki að koma á óvart. Satya Nadella forstjóri sagði í síðasta mánuði að það væri lykilatriði fyrir vöxt Xbox að yfirfæra þjónustuna líka á Windows-tölvur.
Microsoft Tækni Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Cecilie tekur við af Auði Menning Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fleiri fréttir Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira