Vatnsflaska óvart í lokaþætti Game of Thrones Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. maí 2019 11:15 Glöggir aðdáendur Game of Thrones komu auga á vatnsflösku í lokaþættinum. Vísir/ap Komið er að leiðarlokum hinnar geysivinsælu þáttaraðar Game of Thrones eftir átta farsæl ár á skjánum. Lokaþátturinn, sem er númer 73. í röðinni, var sýndur á bandarísku sjónvarpsstöðinni HBO og Stöð 2 klukkan eitt í nótt. Í þessari frétt verður ekki farið ofan í saumana á atburðarásinni en greining Samúels Karls Ólasonar, blaðamanns Vísis, á lokaþættinum mun birtast í kvöld. Kaffibolli frá Starbucks-keðjunni sást fyrir slysni í einu atriðinu í fjórða þætti Game of Thrones og olli þetta miklu fjaðrafoki á samfélagsmiðlum. Hið sama var uppi á teningnum í lokaþættinum í gær því glöggir aðdáendur þáttanna tóku eftir því að vatnsflaska sást gægjast fyrir aftan vinstri fótlegg Samwells Tarly í King‘s Landing, höfuðborg Westeros.a water bottle in King’s Landing!! #got#gameofthronespic.twitter.com/mwGQlsLwnh — Beth (@bethisloco) May 20, 2019 Variety hafði eftir Hauke Richter, listrænum stjórnanda þáttanna, að það væri alls ekki óalgengt að hlutir gleymdust á setti og sæjust í þáttunum jafnvel eftir alla eftirvinnslu. Óhætt er að segja að mikil spenna hafði byggst upp fyrir lokaþáttinn en blásið var til Game of Thrones áhorfsveislna víða um heim. Þættirnir í nýjustu seríunni slógu hvert áhorfsmetið á fætur öðru og hefur enginn sjónvarpsþáttur hlotið jafn mörg Emmy-verðlaun. Þó eru alls ekki allir sáttir við lokaseríuna og rúm milljón áhorfenda hafa skrifað undir ákall um að lokaserían yrði endurgerð „með hæfari handritshöfundum“. Er það mat margra að handritið að síðustu seríunni hefði verið skrifað í of miklum flýti. Rithöfundurinn Stephen King kom handritshöfundum þáttanna til varnar. „Það hefur verið heilmikil neikvæðni gagnvart lokaþáttaröðinni en ég held að skýringin sé einfaldlega sú að fólk hafi yfir höfuð ekki viljað nein endalok.“ Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones: Heitt í kolunum í Westeros Hér er fjallað um fimmta þátt áttundu þáttaraðar Game of Thrones. 14. maí 2019 08:45 Bjóða fólki að veðja á lokaþátt Game of Thrones Veðmálaþjónustan Betsson hefur ákveðið að bjóða notendum sínum upp á þann möguleika að veðja á lokaþátt Game of Thrones. 19. maí 2019 19:07 Leikstjórnandi Packers grillaður í Game of Thrones | Myndband Stórstjarnan Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, var á meðal fjölda aukaleikara í nýjasta þætti Game of Thrones. Þar fékk hann makleg málagjöld. 14. maí 2019 22:00 Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira
Komið er að leiðarlokum hinnar geysivinsælu þáttaraðar Game of Thrones eftir átta farsæl ár á skjánum. Lokaþátturinn, sem er númer 73. í röðinni, var sýndur á bandarísku sjónvarpsstöðinni HBO og Stöð 2 klukkan eitt í nótt. Í þessari frétt verður ekki farið ofan í saumana á atburðarásinni en greining Samúels Karls Ólasonar, blaðamanns Vísis, á lokaþættinum mun birtast í kvöld. Kaffibolli frá Starbucks-keðjunni sást fyrir slysni í einu atriðinu í fjórða þætti Game of Thrones og olli þetta miklu fjaðrafoki á samfélagsmiðlum. Hið sama var uppi á teningnum í lokaþættinum í gær því glöggir aðdáendur þáttanna tóku eftir því að vatnsflaska sást gægjast fyrir aftan vinstri fótlegg Samwells Tarly í King‘s Landing, höfuðborg Westeros.a water bottle in King’s Landing!! #got#gameofthronespic.twitter.com/mwGQlsLwnh — Beth (@bethisloco) May 20, 2019 Variety hafði eftir Hauke Richter, listrænum stjórnanda þáttanna, að það væri alls ekki óalgengt að hlutir gleymdust á setti og sæjust í þáttunum jafnvel eftir alla eftirvinnslu. Óhætt er að segja að mikil spenna hafði byggst upp fyrir lokaþáttinn en blásið var til Game of Thrones áhorfsveislna víða um heim. Þættirnir í nýjustu seríunni slógu hvert áhorfsmetið á fætur öðru og hefur enginn sjónvarpsþáttur hlotið jafn mörg Emmy-verðlaun. Þó eru alls ekki allir sáttir við lokaseríuna og rúm milljón áhorfenda hafa skrifað undir ákall um að lokaserían yrði endurgerð „með hæfari handritshöfundum“. Er það mat margra að handritið að síðustu seríunni hefði verið skrifað í of miklum flýti. Rithöfundurinn Stephen King kom handritshöfundum þáttanna til varnar. „Það hefur verið heilmikil neikvæðni gagnvart lokaþáttaröðinni en ég held að skýringin sé einfaldlega sú að fólk hafi yfir höfuð ekki viljað nein endalok.“
Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones: Heitt í kolunum í Westeros Hér er fjallað um fimmta þátt áttundu þáttaraðar Game of Thrones. 14. maí 2019 08:45 Bjóða fólki að veðja á lokaþátt Game of Thrones Veðmálaþjónustan Betsson hefur ákveðið að bjóða notendum sínum upp á þann möguleika að veðja á lokaþátt Game of Thrones. 19. maí 2019 19:07 Leikstjórnandi Packers grillaður í Game of Thrones | Myndband Stórstjarnan Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, var á meðal fjölda aukaleikara í nýjasta þætti Game of Thrones. Þar fékk hann makleg málagjöld. 14. maí 2019 22:00 Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira
Game of Thrones: Heitt í kolunum í Westeros Hér er fjallað um fimmta þátt áttundu þáttaraðar Game of Thrones. 14. maí 2019 08:45
Bjóða fólki að veðja á lokaþátt Game of Thrones Veðmálaþjónustan Betsson hefur ákveðið að bjóða notendum sínum upp á þann möguleika að veðja á lokaþátt Game of Thrones. 19. maí 2019 19:07
Leikstjórnandi Packers grillaður í Game of Thrones | Myndband Stórstjarnan Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, var á meðal fjölda aukaleikara í nýjasta þætti Game of Thrones. Þar fékk hann makleg málagjöld. 14. maí 2019 22:00