Ellefu ára stúlkur neituðu að taka við bikarnum og skildu medalíurnar eftir á gólfinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. maí 2019 13:53 vísir/getty Ótrúleg uppákoma varð eftir úrslitaleik í minnibolta stúlkna 11 ára á Akureyri um síðustu helgi. Þá neitaði Íslandsmeistaralið ÍR að taka við Íslandsmeistarabikarnum og liðið skildi gullmedalíurnar eftir á gólfinu er þær löbbuðu út. Er búið var að afhenda medalíurnar var skrúfað niður í tónlistinni í húsinu. Þá fór leikmaður ÍR með yfirlýsingu sem snéri að því að liðið neitaði að taka við verðlaunum frá KKÍ þar sem þær fengju ekki að spila við stráka í vetur. Félagið hafði óskað eftir því en fékk ekki í gegn. Að því búnu tóku þær medalíurnar af sér og gengu af pallinum. Svo herma heimildir Vísis.Mikill hiti í fólki Heimildir Vísis herma einnig að allt hafi í kjölfarið orðið brjálað og þá sérstaklega í foreldrahópi ÍR-liðsins þar sem ekki voru allir sammála um þennan gjörning liðsins. Mikill hiti var í fólki og einhverjir foreldrar hafa dregið barn sitt úr liðinu eftir þessa uppákomu. Það ku hafa komið til snarpra orðaskipta á milli einhverra foreldra og þjálfara liðsins. Sérstaklega var móðir stúlkunnar sem var látin fara með yfirlýsinguna reið enda var sá gjörningur algjörlega í óþökk móðurinnar. „Við lítum þetta atvik mjög alvarlegum augum en við munum gefa stjórn körfuknattleiksdeildar ÍR tækifæri á að útskýra þetta mál áður en við tökum það lengra,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, en hann býst við viðbrögðum frá ÍR í dag. „Við lítum þetta sérstaklega alvarlegum augum út af börnunum. Hvað sé verið að gera þeim með þessu því þau eiga svo sannarlega skilið að fá sín verðlaun.“Hræðilegt að þetta hafi gerst Guðmundur Óli Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍR, segir að deildin muni funda um þetta mál síðar í dag. „Okkur finnst þetta miður og mjög alvarlegt mál,“ segir Guðmundur Óli og bætir við að það séu skiptar skoðanir innan foreldrahópsins með þetta mál. Einhverjir séu óánægðir. „Ég get staðfest að það hafa einhver börn verið dregin úr flokknum vegna þessarar uppákomu sem var hræðileg. Okkur finnst hræðilegt að þetta hafi gerst. Þetta mál mun fá mjög alvarlega umræðu hjá okkur.“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Ótrúleg uppákoma varð eftir úrslitaleik í minnibolta stúlkna 11 ára á Akureyri um síðustu helgi. Þá neitaði Íslandsmeistaralið ÍR að taka við Íslandsmeistarabikarnum og liðið skildi gullmedalíurnar eftir á gólfinu er þær löbbuðu út. Er búið var að afhenda medalíurnar var skrúfað niður í tónlistinni í húsinu. Þá fór leikmaður ÍR með yfirlýsingu sem snéri að því að liðið neitaði að taka við verðlaunum frá KKÍ þar sem þær fengju ekki að spila við stráka í vetur. Félagið hafði óskað eftir því en fékk ekki í gegn. Að því búnu tóku þær medalíurnar af sér og gengu af pallinum. Svo herma heimildir Vísis.Mikill hiti í fólki Heimildir Vísis herma einnig að allt hafi í kjölfarið orðið brjálað og þá sérstaklega í foreldrahópi ÍR-liðsins þar sem ekki voru allir sammála um þennan gjörning liðsins. Mikill hiti var í fólki og einhverjir foreldrar hafa dregið barn sitt úr liðinu eftir þessa uppákomu. Það ku hafa komið til snarpra orðaskipta á milli einhverra foreldra og þjálfara liðsins. Sérstaklega var móðir stúlkunnar sem var látin fara með yfirlýsinguna reið enda var sá gjörningur algjörlega í óþökk móðurinnar. „Við lítum þetta atvik mjög alvarlegum augum en við munum gefa stjórn körfuknattleiksdeildar ÍR tækifæri á að útskýra þetta mál áður en við tökum það lengra,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, en hann býst við viðbrögðum frá ÍR í dag. „Við lítum þetta sérstaklega alvarlegum augum út af börnunum. Hvað sé verið að gera þeim með þessu því þau eiga svo sannarlega skilið að fá sín verðlaun.“Hræðilegt að þetta hafi gerst Guðmundur Óli Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍR, segir að deildin muni funda um þetta mál síðar í dag. „Okkur finnst þetta miður og mjög alvarlegt mál,“ segir Guðmundur Óli og bætir við að það séu skiptar skoðanir innan foreldrahópsins með þetta mál. Einhverjir séu óánægðir. „Ég get staðfest að það hafa einhver börn verið dregin úr flokknum vegna þessarar uppákomu sem var hræðileg. Okkur finnst hræðilegt að þetta hafi gerst. Þetta mál mun fá mjög alvarlega umræðu hjá okkur.“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn