Vika í árshátíð SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 11. maí 2019 11:00 Árshátið SVFR fer fram eftir viku. Mynd: SVFR Nú er bara rétt rúm vika í árshátíð SVFR 2019 og fer hver að verða síðastur í að næla sér í miða. Það eru meira en 10 ár SVFR hélt síðast árshátíð en þessar veislur voru um tíma þeir glæsilegustu í bænum og fjölmenntu veiðimenn á þær á hverju ári. Það eru því líklega margir sem fagna því að það sé nú blásið í hátið á nýjan leik. Samhliða árshátíðinni verður 80 ára afmæli félagsins verður á föstudeginum 17. maí en þann dag verður afmælishátíð í Elliðaárdalnum. Laugardaginn 18. maí verður sjálf árshátíð félagsins. Salurinn opnar klukkan 19:00 og borðhald hefst klukkan 20:00 og dansiball með Ingó og Veðurguðunum hefst svo klukkan 22:30.Eins og einhverjir hafa bent á þá er þetta Eurovision kvöld, en örvæntið ekki, það verður sýnt beint frá keppninni í hliðarsal Súlnasals, og því er hægt að fylgjast með framvindu keppninnar þegar líður á kvöldið. Eins ber að nefna að það er engin skylda að mæta kjól eða smóking, bara snyrtilegur klæðnaður eins og hefðbundinni árshátíð. Hægt er að kaupa miða á árshátíðina beint í vefsölu SVFR, en einnig er hægt að koma á skrifstofu félagsins og kaupa miða. Mest lesið Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Vika eftir af laxveiðinni Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Laxá í Kjós fer vel af stað Veiði Nýtt nám í veiðileiðsögn Veiði Göngur gefa góða von fyrir næsta sumar í Krossá Veiði Átta maríulaxar í einu holli Veiði
Nú er bara rétt rúm vika í árshátíð SVFR 2019 og fer hver að verða síðastur í að næla sér í miða. Það eru meira en 10 ár SVFR hélt síðast árshátíð en þessar veislur voru um tíma þeir glæsilegustu í bænum og fjölmenntu veiðimenn á þær á hverju ári. Það eru því líklega margir sem fagna því að það sé nú blásið í hátið á nýjan leik. Samhliða árshátíðinni verður 80 ára afmæli félagsins verður á föstudeginum 17. maí en þann dag verður afmælishátíð í Elliðaárdalnum. Laugardaginn 18. maí verður sjálf árshátíð félagsins. Salurinn opnar klukkan 19:00 og borðhald hefst klukkan 20:00 og dansiball með Ingó og Veðurguðunum hefst svo klukkan 22:30.Eins og einhverjir hafa bent á þá er þetta Eurovision kvöld, en örvæntið ekki, það verður sýnt beint frá keppninni í hliðarsal Súlnasals, og því er hægt að fylgjast með framvindu keppninnar þegar líður á kvöldið. Eins ber að nefna að það er engin skylda að mæta kjól eða smóking, bara snyrtilegur klæðnaður eins og hefðbundinni árshátíð. Hægt er að kaupa miða á árshátíðina beint í vefsölu SVFR, en einnig er hægt að koma á skrifstofu félagsins og kaupa miða.
Mest lesið Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Vika eftir af laxveiðinni Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Laxá í Kjós fer vel af stað Veiði Nýtt nám í veiðileiðsögn Veiði Göngur gefa góða von fyrir næsta sumar í Krossá Veiði Átta maríulaxar í einu holli Veiði