Woods kærður vegna andláts starfsmanns hans Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. maí 2019 06:00 Tiger vann Masters mótið í síðasta mánuði vísir/getty Undirbúningur Tiger Woods fyrir PGA meistaramótið fékk ekki að ganga eins og best var á kosið því hann var kærður í vikunni vegna andláts starfsmanns veitingastaðar í eigu Woods. Nicholas Immesberger var barþjónn á The Woods Jupiter veitingastaðnum í Flórída, veitingastað í eigu kylfingsins. Hann lést í bílslysi í desember síðastliðnum og var áfengismagn í blóði hans þrefalt leyfilegt magn. Fjölskylda Immesberger hefur kært Woods og kærustu hans Erica Herman, sem er framkvæmdarstjóri veitingastaðarins, fyrir að færa starfsmanni þeirra áfenga drykki og leyfa honum síðan að keyra heim. Woods er sagður hafa sjálfur borið áfengi í Immesberger, en þó mun hann ekki hafa verið á staðnum þetta kvöld samkvæmt frétt Sky Sports. Lögfræðingar fjölskyldu Immesberger segja Woods og Herman hafa átt að gera meira til þess að hindra Immesberger frá því að setjast undir stýri. Þá er Woods einnig sakaður um að eyðileggja sönnunargögn, myndband sem sýndi Immesberger við drykkju í þrjá tíma áður en slysið átti sér stað. Fjölskylda Immeseberger vill fá yfir 15 þúsund dollara í sárabætur, sem og allan tilfallandi kostnað við lögsóknina. Woods er að undirbúa sig fyrir annað risamót ársins, PGA meistaramótið, og var hann spurður út í málið á blaðamannafundi fyrir mótið í gær. „Við erum öll mjög sorgmædd yfir því að Nick hafi fallið frá. Þetta var hræðilegt kvöld með hræðilegan endi og við finnum til með fjölskyldu hans,“ hafði Woods að segja um málið. Bandaríkin Golf Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Undirbúningur Tiger Woods fyrir PGA meistaramótið fékk ekki að ganga eins og best var á kosið því hann var kærður í vikunni vegna andláts starfsmanns veitingastaðar í eigu Woods. Nicholas Immesberger var barþjónn á The Woods Jupiter veitingastaðnum í Flórída, veitingastað í eigu kylfingsins. Hann lést í bílslysi í desember síðastliðnum og var áfengismagn í blóði hans þrefalt leyfilegt magn. Fjölskylda Immesberger hefur kært Woods og kærustu hans Erica Herman, sem er framkvæmdarstjóri veitingastaðarins, fyrir að færa starfsmanni þeirra áfenga drykki og leyfa honum síðan að keyra heim. Woods er sagður hafa sjálfur borið áfengi í Immesberger, en þó mun hann ekki hafa verið á staðnum þetta kvöld samkvæmt frétt Sky Sports. Lögfræðingar fjölskyldu Immesberger segja Woods og Herman hafa átt að gera meira til þess að hindra Immesberger frá því að setjast undir stýri. Þá er Woods einnig sakaður um að eyðileggja sönnunargögn, myndband sem sýndi Immesberger við drykkju í þrjá tíma áður en slysið átti sér stað. Fjölskylda Immeseberger vill fá yfir 15 þúsund dollara í sárabætur, sem og allan tilfallandi kostnað við lögsóknina. Woods er að undirbúa sig fyrir annað risamót ársins, PGA meistaramótið, og var hann spurður út í málið á blaðamannafundi fyrir mótið í gær. „Við erum öll mjög sorgmædd yfir því að Nick hafi fallið frá. Þetta var hræðilegt kvöld með hræðilegan endi og við finnum til með fjölskyldu hans,“ hafði Woods að segja um málið.
Bandaríkin Golf Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira