Eurovision spá Google bendir til verðlaunasætis hjá Hatara Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 17. maí 2019 17:21 Hatari á sviði í Ísrael á þriðjudaginn. Nordicphotos/AFP Franska söngkonan Bilal Hassani með lagið Roi mun standa uppi sem sigurvegari í Eurovision þetta árið sé miðað við áhuga á söngkonunni á Google. Hatari með lagið Hatrið mun sigra hafnar í öðru sæti, Sergey Lazarev frá Rússlandi með Scream í því þriðja og Hollendingurinn fljúgandi Duncan Laurence í fjórða sæti. En er eitthvað að marka leit á Google þegar kemur að úrslitum í Eurovision? Um þetta fjallar Maarten Lambrechts fyrir Google News Initiative. Eins og alþjóð veit ráðast úrslitin af niðurstöðu dómnefndar sem gildir til helmings á móti atkvæðum fólks í símakosningu. Ef fólk greiddi atkvæði í hverju landi fyrir sig í samræmi við hve oft hefur verið leitað að framlögum landanna á Google yrði niðurstaðan eftirfarandi.Frakkar tróna á toppnum hjá Google og Ísrael á botninum.Athygli vekur að á sama tíma og veðbankar telja 47% líkur á hollenskum sigri, langmestar líkur, hafnar hann aðeins í fjórða sæti miðað við Google leit. Malta, Danmörk og gestgjafarnir frá Ísrael hafa í neðstu sætum með núll stig byggt á leitarvélanotkun.Hér má skoða á gagnvirku korti hver stigafjöldin yrði frá öðrum löndum sé miðað við Google leit. Ísland fengi tólf stig frá Bretum, Finnum, Noregi, Danmörku, Hollandi, Póllandi og Ítalíu.Gulu löndin gefa Íslandi tólf stig sé miðað við Google leit. Danir, Norðmenn og Finnar eru spenntir fyrir Hatara ásamt Bretum, Ítölum, Hollendingum og Pólverjum.Árið 2017 reyndist leit á Google hafa gott forspárgildi fyrir úrslitin í Eurovision. Mest var leitað að Salvador Sobral sem stóð uppi sem sigurvegari. Í fyrra var Fuego Eleni Foureira frá Kýpur spáð sigri samkvæmt Google en hafnaði í öðru sæti. Líta þarf yfir stærra tímabil til að átta sig á hvort um hundaheppni hafi verið að ræða eða hvort Google hafi eitthvað til síns máls. Google News Initiative tók því saman gögn úr síðustu fimmtán keppnum og bar saman Google leit við niðurstöðu í keppninni til að skoða hvort einhver fylgni væri þar á milli. Í ljós kom að sterk fylgni var á milli leitar á Google og símakosningarinnar. Mest var leitað að Rússum yfir þetta tímabil á meðan Búlgarir fengu flest atkvæði í símakosningu miðað við leit. Á grafinu hér að neðan má sjá fylgnina. Í tilfelli Íslands höfum við fengið aðeins fleiri stig en reikna hefði mátt með miðað við leit á Google.Mest hefur verið leitað að framlagi Rússa undanfarin ár en Búlgarir fengið flest stig að meðaltali.Kafað er enn dýpra í fræðin og fylgni skoðuð á hverju ári fyrir sig. Þá kemur í ljós að árin 2007,2008 og 2014-2017 var sterk fylgni á milli en öllu minni önnur ár. Níu ár af fimmtán fengu framlögin sem mest var leitað að flest stigin. Átta af þessum níu árum unnu framlögin með flest atkvæði í símakosningu, þ.e. niðurstaða dómnefnda breytti ekki niðurstöðunni. Við þetta má bæta að horft hefur verið á atriði Íslands frá því á þriðjudaginn rúmlega 1,2 milljón sinnum undanfarna þrjá sólarhringa sem er sannarlega í efri kantinum hjá framlögum í Eurovision. Fæstar þjóðir hafa fengið yfir milljón áhorf.Hatari er í áttunda sæti veðbanka sem stendur. Eurovision Google Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Sjá meira
Franska söngkonan Bilal Hassani með lagið Roi mun standa uppi sem sigurvegari í Eurovision þetta árið sé miðað við áhuga á söngkonunni á Google. Hatari með lagið Hatrið mun sigra hafnar í öðru sæti, Sergey Lazarev frá Rússlandi með Scream í því þriðja og Hollendingurinn fljúgandi Duncan Laurence í fjórða sæti. En er eitthvað að marka leit á Google þegar kemur að úrslitum í Eurovision? Um þetta fjallar Maarten Lambrechts fyrir Google News Initiative. Eins og alþjóð veit ráðast úrslitin af niðurstöðu dómnefndar sem gildir til helmings á móti atkvæðum fólks í símakosningu. Ef fólk greiddi atkvæði í hverju landi fyrir sig í samræmi við hve oft hefur verið leitað að framlögum landanna á Google yrði niðurstaðan eftirfarandi.Frakkar tróna á toppnum hjá Google og Ísrael á botninum.Athygli vekur að á sama tíma og veðbankar telja 47% líkur á hollenskum sigri, langmestar líkur, hafnar hann aðeins í fjórða sæti miðað við Google leit. Malta, Danmörk og gestgjafarnir frá Ísrael hafa í neðstu sætum með núll stig byggt á leitarvélanotkun.Hér má skoða á gagnvirku korti hver stigafjöldin yrði frá öðrum löndum sé miðað við Google leit. Ísland fengi tólf stig frá Bretum, Finnum, Noregi, Danmörku, Hollandi, Póllandi og Ítalíu.Gulu löndin gefa Íslandi tólf stig sé miðað við Google leit. Danir, Norðmenn og Finnar eru spenntir fyrir Hatara ásamt Bretum, Ítölum, Hollendingum og Pólverjum.Árið 2017 reyndist leit á Google hafa gott forspárgildi fyrir úrslitin í Eurovision. Mest var leitað að Salvador Sobral sem stóð uppi sem sigurvegari. Í fyrra var Fuego Eleni Foureira frá Kýpur spáð sigri samkvæmt Google en hafnaði í öðru sæti. Líta þarf yfir stærra tímabil til að átta sig á hvort um hundaheppni hafi verið að ræða eða hvort Google hafi eitthvað til síns máls. Google News Initiative tók því saman gögn úr síðustu fimmtán keppnum og bar saman Google leit við niðurstöðu í keppninni til að skoða hvort einhver fylgni væri þar á milli. Í ljós kom að sterk fylgni var á milli leitar á Google og símakosningarinnar. Mest var leitað að Rússum yfir þetta tímabil á meðan Búlgarir fengu flest atkvæði í símakosningu miðað við leit. Á grafinu hér að neðan má sjá fylgnina. Í tilfelli Íslands höfum við fengið aðeins fleiri stig en reikna hefði mátt með miðað við leit á Google.Mest hefur verið leitað að framlagi Rússa undanfarin ár en Búlgarir fengið flest stig að meðaltali.Kafað er enn dýpra í fræðin og fylgni skoðuð á hverju ári fyrir sig. Þá kemur í ljós að árin 2007,2008 og 2014-2017 var sterk fylgni á milli en öllu minni önnur ár. Níu ár af fimmtán fengu framlögin sem mest var leitað að flest stigin. Átta af þessum níu árum unnu framlögin með flest atkvæði í símakosningu, þ.e. niðurstaða dómnefnda breytti ekki niðurstöðunni. Við þetta má bæta að horft hefur verið á atriði Íslands frá því á þriðjudaginn rúmlega 1,2 milljón sinnum undanfarna þrjá sólarhringa sem er sannarlega í efri kantinum hjá framlögum í Eurovision. Fæstar þjóðir hafa fengið yfir milljón áhorf.Hatari er í áttunda sæti veðbanka sem stendur.
Eurovision Google Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Sjá meira