Eurovision spá Google bendir til verðlaunasætis hjá Hatara Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 17. maí 2019 17:21 Hatari á sviði í Ísrael á þriðjudaginn. Nordicphotos/AFP Franska söngkonan Bilal Hassani með lagið Roi mun standa uppi sem sigurvegari í Eurovision þetta árið sé miðað við áhuga á söngkonunni á Google. Hatari með lagið Hatrið mun sigra hafnar í öðru sæti, Sergey Lazarev frá Rússlandi með Scream í því þriðja og Hollendingurinn fljúgandi Duncan Laurence í fjórða sæti. En er eitthvað að marka leit á Google þegar kemur að úrslitum í Eurovision? Um þetta fjallar Maarten Lambrechts fyrir Google News Initiative. Eins og alþjóð veit ráðast úrslitin af niðurstöðu dómnefndar sem gildir til helmings á móti atkvæðum fólks í símakosningu. Ef fólk greiddi atkvæði í hverju landi fyrir sig í samræmi við hve oft hefur verið leitað að framlögum landanna á Google yrði niðurstaðan eftirfarandi.Frakkar tróna á toppnum hjá Google og Ísrael á botninum.Athygli vekur að á sama tíma og veðbankar telja 47% líkur á hollenskum sigri, langmestar líkur, hafnar hann aðeins í fjórða sæti miðað við Google leit. Malta, Danmörk og gestgjafarnir frá Ísrael hafa í neðstu sætum með núll stig byggt á leitarvélanotkun.Hér má skoða á gagnvirku korti hver stigafjöldin yrði frá öðrum löndum sé miðað við Google leit. Ísland fengi tólf stig frá Bretum, Finnum, Noregi, Danmörku, Hollandi, Póllandi og Ítalíu.Gulu löndin gefa Íslandi tólf stig sé miðað við Google leit. Danir, Norðmenn og Finnar eru spenntir fyrir Hatara ásamt Bretum, Ítölum, Hollendingum og Pólverjum.Árið 2017 reyndist leit á Google hafa gott forspárgildi fyrir úrslitin í Eurovision. Mest var leitað að Salvador Sobral sem stóð uppi sem sigurvegari. Í fyrra var Fuego Eleni Foureira frá Kýpur spáð sigri samkvæmt Google en hafnaði í öðru sæti. Líta þarf yfir stærra tímabil til að átta sig á hvort um hundaheppni hafi verið að ræða eða hvort Google hafi eitthvað til síns máls. Google News Initiative tók því saman gögn úr síðustu fimmtán keppnum og bar saman Google leit við niðurstöðu í keppninni til að skoða hvort einhver fylgni væri þar á milli. Í ljós kom að sterk fylgni var á milli leitar á Google og símakosningarinnar. Mest var leitað að Rússum yfir þetta tímabil á meðan Búlgarir fengu flest atkvæði í símakosningu miðað við leit. Á grafinu hér að neðan má sjá fylgnina. Í tilfelli Íslands höfum við fengið aðeins fleiri stig en reikna hefði mátt með miðað við leit á Google.Mest hefur verið leitað að framlagi Rússa undanfarin ár en Búlgarir fengið flest stig að meðaltali.Kafað er enn dýpra í fræðin og fylgni skoðuð á hverju ári fyrir sig. Þá kemur í ljós að árin 2007,2008 og 2014-2017 var sterk fylgni á milli en öllu minni önnur ár. Níu ár af fimmtán fengu framlögin sem mest var leitað að flest stigin. Átta af þessum níu árum unnu framlögin með flest atkvæði í símakosningu, þ.e. niðurstaða dómnefnda breytti ekki niðurstöðunni. Við þetta má bæta að horft hefur verið á atriði Íslands frá því á þriðjudaginn rúmlega 1,2 milljón sinnum undanfarna þrjá sólarhringa sem er sannarlega í efri kantinum hjá framlögum í Eurovision. Fæstar þjóðir hafa fengið yfir milljón áhorf.Hatari er í áttunda sæti veðbanka sem stendur. Eurovision Google Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Franska söngkonan Bilal Hassani með lagið Roi mun standa uppi sem sigurvegari í Eurovision þetta árið sé miðað við áhuga á söngkonunni á Google. Hatari með lagið Hatrið mun sigra hafnar í öðru sæti, Sergey Lazarev frá Rússlandi með Scream í því þriðja og Hollendingurinn fljúgandi Duncan Laurence í fjórða sæti. En er eitthvað að marka leit á Google þegar kemur að úrslitum í Eurovision? Um þetta fjallar Maarten Lambrechts fyrir Google News Initiative. Eins og alþjóð veit ráðast úrslitin af niðurstöðu dómnefndar sem gildir til helmings á móti atkvæðum fólks í símakosningu. Ef fólk greiddi atkvæði í hverju landi fyrir sig í samræmi við hve oft hefur verið leitað að framlögum landanna á Google yrði niðurstaðan eftirfarandi.Frakkar tróna á toppnum hjá Google og Ísrael á botninum.Athygli vekur að á sama tíma og veðbankar telja 47% líkur á hollenskum sigri, langmestar líkur, hafnar hann aðeins í fjórða sæti miðað við Google leit. Malta, Danmörk og gestgjafarnir frá Ísrael hafa í neðstu sætum með núll stig byggt á leitarvélanotkun.Hér má skoða á gagnvirku korti hver stigafjöldin yrði frá öðrum löndum sé miðað við Google leit. Ísland fengi tólf stig frá Bretum, Finnum, Noregi, Danmörku, Hollandi, Póllandi og Ítalíu.Gulu löndin gefa Íslandi tólf stig sé miðað við Google leit. Danir, Norðmenn og Finnar eru spenntir fyrir Hatara ásamt Bretum, Ítölum, Hollendingum og Pólverjum.Árið 2017 reyndist leit á Google hafa gott forspárgildi fyrir úrslitin í Eurovision. Mest var leitað að Salvador Sobral sem stóð uppi sem sigurvegari. Í fyrra var Fuego Eleni Foureira frá Kýpur spáð sigri samkvæmt Google en hafnaði í öðru sæti. Líta þarf yfir stærra tímabil til að átta sig á hvort um hundaheppni hafi verið að ræða eða hvort Google hafi eitthvað til síns máls. Google News Initiative tók því saman gögn úr síðustu fimmtán keppnum og bar saman Google leit við niðurstöðu í keppninni til að skoða hvort einhver fylgni væri þar á milli. Í ljós kom að sterk fylgni var á milli leitar á Google og símakosningarinnar. Mest var leitað að Rússum yfir þetta tímabil á meðan Búlgarir fengu flest atkvæði í símakosningu miðað við leit. Á grafinu hér að neðan má sjá fylgnina. Í tilfelli Íslands höfum við fengið aðeins fleiri stig en reikna hefði mátt með miðað við leit á Google.Mest hefur verið leitað að framlagi Rússa undanfarin ár en Búlgarir fengið flest stig að meðaltali.Kafað er enn dýpra í fræðin og fylgni skoðuð á hverju ári fyrir sig. Þá kemur í ljós að árin 2007,2008 og 2014-2017 var sterk fylgni á milli en öllu minni önnur ár. Níu ár af fimmtán fengu framlögin sem mest var leitað að flest stigin. Átta af þessum níu árum unnu framlögin með flest atkvæði í símakosningu, þ.e. niðurstaða dómnefnda breytti ekki niðurstöðunni. Við þetta má bæta að horft hefur verið á atriði Íslands frá því á þriðjudaginn rúmlega 1,2 milljón sinnum undanfarna þrjá sólarhringa sem er sannarlega í efri kantinum hjá framlögum í Eurovision. Fæstar þjóðir hafa fengið yfir milljón áhorf.Hatari er í áttunda sæti veðbanka sem stendur.
Eurovision Google Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira