Óli Stefán: Ákváðum að einbeita okkur að sjálfum okkur Guðlaugur Valgeirsson skrifar 19. maí 2019 19:34 Óli Stefán Flóventsson vísir/bára Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA var sáttur með sína menn eftir sigurinn gegn Stjörnunni í dag. Hann sagði að frammistaðan hafi verið góð og að það hafi verið gott að fá 3 stig að auki. „Frammistaðan var hörkugóð og loksins skilaði hún einhverju til baka. Við erum búnir að vera spila ágætlega þó ekki fullkomlega en við settum góða frammistöðu í dag og vorum þéttir og flottir og áttum flottar rispur. Fengum 2 færi sem við klárum og ég er mjög sáttur við það.” Hann sagði að þetta væri mjög gott í ljósi þess hversu svekkjandi síðustu 2 leikir hafa farið. „Við spjölluðum vel eftir síðasta leik og við ákváðum að vera ekkert að leika nein fórnarlömb og allir á móti okkur. Við ýttum því frá okkur og fórum að einbeita okkur að sjálfum okkur og hvað við gætum gert betur.” „Við tókum skref áfram í dag og hlutirnir féllu með okkur og ég er líka svo ánægður með hérna fyrir norðan hversu sterkur kjarni er bakvið okkur og hingað kemur fullt af fólki og styður við strákana þrátt fyrir erfið úrslit sem sýnir að klúbburinn er sterkur og við getum gert góða hluti ef við höldum svona áfram.” Daníel Hafsteinsson fór meiddur útaf undir fyrri hálfleik og KA-menn lentu í fleiri vandræðum vegna meiðsla. Óli útskýrði að hann hefði fengið högg á rifbeinin og átt í erfiðleikum með að anda. „Hann fékk högg á rifbeinið og missti andann. Við óttuðumst að það væri rifbeinsbrot en það lítur betur út og svo missum við Andra Fannar líka, hann stífnaði upp og Elfar líka í seinni hálfleiknum og allar skiptingarnar voru vegna meiðsla.” „En við erum með stóran og breiðan hóp eins og t.d. með Ólaf Aron hann kemur inn á eins og kóngur, er að spila sínar fyrstu mínútur í sumar og gerir gott mark og hann reið í rauninni baggamuninn fyrir okkur.” Óli Stefán sagði að lokum að hann væri gífurlega ánægður með stuðninginn bæði á heimavelli og hvernig þeir mæta í útileikina. „Þeir eru að koma að norðan! Við erum með svo sterkan kjarna. Yfir þúsund manns á leikjunum fyrir norðan og svo kemur þessi kjarni og við finnum fyrir þessu, það er svo gott að hafa þetta og ég er rosalega ánægður með Schiöttarana í dag,” sagði Óli Stefán að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA var sáttur með sína menn eftir sigurinn gegn Stjörnunni í dag. Hann sagði að frammistaðan hafi verið góð og að það hafi verið gott að fá 3 stig að auki. „Frammistaðan var hörkugóð og loksins skilaði hún einhverju til baka. Við erum búnir að vera spila ágætlega þó ekki fullkomlega en við settum góða frammistöðu í dag og vorum þéttir og flottir og áttum flottar rispur. Fengum 2 færi sem við klárum og ég er mjög sáttur við það.” Hann sagði að þetta væri mjög gott í ljósi þess hversu svekkjandi síðustu 2 leikir hafa farið. „Við spjölluðum vel eftir síðasta leik og við ákváðum að vera ekkert að leika nein fórnarlömb og allir á móti okkur. Við ýttum því frá okkur og fórum að einbeita okkur að sjálfum okkur og hvað við gætum gert betur.” „Við tókum skref áfram í dag og hlutirnir féllu með okkur og ég er líka svo ánægður með hérna fyrir norðan hversu sterkur kjarni er bakvið okkur og hingað kemur fullt af fólki og styður við strákana þrátt fyrir erfið úrslit sem sýnir að klúbburinn er sterkur og við getum gert góða hluti ef við höldum svona áfram.” Daníel Hafsteinsson fór meiddur útaf undir fyrri hálfleik og KA-menn lentu í fleiri vandræðum vegna meiðsla. Óli útskýrði að hann hefði fengið högg á rifbeinin og átt í erfiðleikum með að anda. „Hann fékk högg á rifbeinið og missti andann. Við óttuðumst að það væri rifbeinsbrot en það lítur betur út og svo missum við Andra Fannar líka, hann stífnaði upp og Elfar líka í seinni hálfleiknum og allar skiptingarnar voru vegna meiðsla.” „En við erum með stóran og breiðan hóp eins og t.d. með Ólaf Aron hann kemur inn á eins og kóngur, er að spila sínar fyrstu mínútur í sumar og gerir gott mark og hann reið í rauninni baggamuninn fyrir okkur.” Óli Stefán sagði að lokum að hann væri gífurlega ánægður með stuðninginn bæði á heimavelli og hvernig þeir mæta í útileikina. „Þeir eru að koma að norðan! Við erum með svo sterkan kjarna. Yfir þúsund manns á leikjunum fyrir norðan og svo kemur þessi kjarni og við finnum fyrir þessu, það er svo gott að hafa þetta og ég er rosalega ánægður með Schiöttarana í dag,” sagði Óli Stefán að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira