Sjáðu golfkúluna sem „labbaði“ á vatni á Mastersmótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2019 11:30 Það er létt og skemmtileg stemmning á par þrjú mótinu. Hér má sjá þá Justin Thomas, Rickie Fowler og Jordan Spieth með kylfusveinum/kærustum sínum. AP//Marcio Jose Sanchez Bandaríski kylfingurinn JordanSpieth bauð upp á ótrúlegt galdraskot á par þrjú móti Masters í vikunni. Par þrjú mótið á Masters er skemmtilegt og frjálslegt eins kvölds mót í aðdraganda Mastersmótsins og þar leyfa kylfingar sér að taka meiri áhættu og prófa hluti sem þeir reyna ekki á sjálfu Mastersmótinu. Andrúmsloftið er afslappað og snýst líka um að bjóða áhorfendum upp á eitthvað aðeins öðruvísi en vanalega. Frábært dæmi um þetta er það þegar JordanSpieth ákvað að reyna nýja leið til að koma golfkúlu inn á flöt. Í stað þess að slá venjulega og láta kúluna svífa inn á flötina þá treysti Spieth á samvinnu við vatnið í tjörninni í kringum flötina. Golfhöggið heppnaðist frábærlega og úr varð magnað högg. Golfskot JordanSpieth fleytti kellingar á vatninu og endaði upp á flöt rétt við holuna eins og sjá má hér fyrir neðan.Walking on water. @JordanSpieth pulls off the trick shot. pic.twitter.com/MZJexIaHsk — PGA TOUR (@PGATOUR) April 10, 2019Það má segja að JordanSpieth hafi þarna látið golfkúluna sína hreinlega labba á vatni. Það ótrúlega við þetta golfhögg hans var að höggið hans endaði nær holunni en hjá þeim sem fóru hefðbundnari leið í að slá inn á flöt. Auðvitað var þetta talsverð heppni enda ekki að glíma við venjulegar aðstæður á vatni í stað grasflatar. JordanSpieth sýndi aftur á móti að hann gæti galdrað fram svona högg ef hann lendir einhvern tímann í sérstökum aðstæðumJordanSpieth hafði ekki jafnmikla heppni með sér á fyrsta hringnum á Mastersmótinu þar sem hann endaði á þremur höggum yfir pari. Hann var strax kominn níu höggum á eftir efstu mönnum. Mastersmótið er í beinni á Stöð 2 Golf og útsendingin frá öðrum degi hefst klukkan 19.00 í kvöld. Golf Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn JordanSpieth bauð upp á ótrúlegt galdraskot á par þrjú móti Masters í vikunni. Par þrjú mótið á Masters er skemmtilegt og frjálslegt eins kvölds mót í aðdraganda Mastersmótsins og þar leyfa kylfingar sér að taka meiri áhættu og prófa hluti sem þeir reyna ekki á sjálfu Mastersmótinu. Andrúmsloftið er afslappað og snýst líka um að bjóða áhorfendum upp á eitthvað aðeins öðruvísi en vanalega. Frábært dæmi um þetta er það þegar JordanSpieth ákvað að reyna nýja leið til að koma golfkúlu inn á flöt. Í stað þess að slá venjulega og láta kúluna svífa inn á flötina þá treysti Spieth á samvinnu við vatnið í tjörninni í kringum flötina. Golfhöggið heppnaðist frábærlega og úr varð magnað högg. Golfskot JordanSpieth fleytti kellingar á vatninu og endaði upp á flöt rétt við holuna eins og sjá má hér fyrir neðan.Walking on water. @JordanSpieth pulls off the trick shot. pic.twitter.com/MZJexIaHsk — PGA TOUR (@PGATOUR) April 10, 2019Það má segja að JordanSpieth hafi þarna látið golfkúluna sína hreinlega labba á vatni. Það ótrúlega við þetta golfhögg hans var að höggið hans endaði nær holunni en hjá þeim sem fóru hefðbundnari leið í að slá inn á flöt. Auðvitað var þetta talsverð heppni enda ekki að glíma við venjulegar aðstæður á vatni í stað grasflatar. JordanSpieth sýndi aftur á móti að hann gæti galdrað fram svona högg ef hann lendir einhvern tímann í sérstökum aðstæðumJordanSpieth hafði ekki jafnmikla heppni með sér á fyrsta hringnum á Mastersmótinu þar sem hann endaði á þremur höggum yfir pari. Hann var strax kominn níu höggum á eftir efstu mönnum. Mastersmótið er í beinni á Stöð 2 Golf og útsendingin frá öðrum degi hefst klukkan 19.00 í kvöld.
Golf Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira