Léleg vorveiði í Bretlandi og Skotlandi Karl Lúðvíksson skrifar 15. apríl 2019 11:08 Veiðin í Spey á þessu vori hefur verið afar léleg. Mynd úr safni Veiðin í Skotlendi og Bretlandi hefur verið á hraðri niðurleið undanfarin ár og er ástandið orðið þannig víða að það er farið að hafa áhrif á heilu samfélögin. Veiðivísir átti samtal í morgun við Íslandsvin sem kemur hingað til veiða á hverju ári og hefur að sama skapi verið duglegur í Skotlandi og Englandi en staðan hjá honum og hans vinum í dag er sú að líklega verða veiðidagarnir ekki fleiri þar í náinni framtíð. Þeir voru að ljúka veiðum í gær í Spey á svæði sem nefnist Castle Grant og í tvær vikur veiddist einn lax á sex stangir. Þetta er kannski ekki besti tíminn en undanfarin ár hefur hópurinn verið að ná 10-15 löxum að jafnaði á þessum tíma og sett í eitthvað annað eins. Núna var sett í einn lax og honum landað. Það er allt og sumt. Í sama samtali velta þessir bresku veiðimenn því fyrir sér hvers vegna það sé ekki meiri mótspyrna af hálfu stjórnvalda á Íslandi við sjókvíaeldi sem hefur meðal annars verið ein af þeim ástæðum að hnignun sem hefur orðið í laxveiði í Skotlandi og Englandi fer að nálgast það stig að verða óafturkræf. Sá fjöldi sem vinnur í beinum og óbeinum störfum tengdum veiðum telur í þúsundum og nú þegar í dag er þetta að hafa þau áhrif að verslun og þjónusta við veiðimenn í nærumhverfi ánna er að hverfa. Er þetta eitthvað sem við getum dregið lærdóm af hér á landi? Mest lesið Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði 100 laxa holl lokadagana í Kjósinni Veiði Gæsaveiðin gengur vel í rokinu Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Stóra bókin um Villibráð komin út aftur Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði 18.184 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Núll í Blöndu á fyrsta degi Veiði
Veiðin í Skotlendi og Bretlandi hefur verið á hraðri niðurleið undanfarin ár og er ástandið orðið þannig víða að það er farið að hafa áhrif á heilu samfélögin. Veiðivísir átti samtal í morgun við Íslandsvin sem kemur hingað til veiða á hverju ári og hefur að sama skapi verið duglegur í Skotlandi og Englandi en staðan hjá honum og hans vinum í dag er sú að líklega verða veiðidagarnir ekki fleiri þar í náinni framtíð. Þeir voru að ljúka veiðum í gær í Spey á svæði sem nefnist Castle Grant og í tvær vikur veiddist einn lax á sex stangir. Þetta er kannski ekki besti tíminn en undanfarin ár hefur hópurinn verið að ná 10-15 löxum að jafnaði á þessum tíma og sett í eitthvað annað eins. Núna var sett í einn lax og honum landað. Það er allt og sumt. Í sama samtali velta þessir bresku veiðimenn því fyrir sér hvers vegna það sé ekki meiri mótspyrna af hálfu stjórnvalda á Íslandi við sjókvíaeldi sem hefur meðal annars verið ein af þeim ástæðum að hnignun sem hefur orðið í laxveiði í Skotlandi og Englandi fer að nálgast það stig að verða óafturkræf. Sá fjöldi sem vinnur í beinum og óbeinum störfum tengdum veiðum telur í þúsundum og nú þegar í dag er þetta að hafa þau áhrif að verslun og þjónusta við veiðimenn í nærumhverfi ánna er að hverfa. Er þetta eitthvað sem við getum dregið lærdóm af hér á landi?
Mest lesið Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði 100 laxa holl lokadagana í Kjósinni Veiði Gæsaveiðin gengur vel í rokinu Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Stóra bókin um Villibráð komin út aftur Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði 18.184 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Núll í Blöndu á fyrsta degi Veiði