Úrslitakeppnin hjá körlunum hefst í kvöld Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. mars 2019 17:30 Hlynur Bæringsson og félagar í Stjörnunni eru deildarmeistarar og byrja úrslitakeppnina á heimavelli í kvöld. Vísir/Bára Úrslitakeppnin í Domino’s-deild karla hefst í kvöld í Garðabæ og Njarðvík þegar tvö efstu lið deildarinnar, Stjarnan og Njarðvík taka á móti Grindavík og ÍR. Það er erfitt að sjá að Grindvíkingum takist að stríða deildar- og bikarmeisturum Stjörnunnar. Stjarnan hefur verið eitt heitasta lið landsins undanfarna mánuði og unnið þrettán af síðustu fjórtán leikjum í deildarkeppninni. Einn þessara sigra kom einmitt gegn Grindavík í 21. umferð þar sem Grindvíkingar voru lítil fyrirstaða í átján stiga sigri Stjörnunnar. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, sem kveður liðið að tímabilinu loknu hefur oft náð að kreista fram hið ótrúlegasta úr Grindavíkurliðinu í úrslitakeppninni og á góðum degi getur Grindavík staðið í Stjörnunni en það er erfitt að sjá Grindvíkinga gera þetta að spennandi einvígi. Spennan er heldur meiri fyrir seinna einvíginu sem hefst í kvöld þar sem Njarðvík tekur á móti ÍR. Tvær vikur eru liðnar síðan liðin mættust síðast þegar ÍR vann eftir framlengdan leik í Ljónagryfjunni og svo gott sem komu í veg fyrir deildarmeistaratitil Njarðvíkinga. Njarðvík vann nauman sigur í fyrri leik liðanna þar sem staðan var jöfn fyrir lokaleikhlutann. Vita ÍR-ingar því að þeir geta vel strítt Njarðvíkingum og gott betur en það þrátt fyrir að hér séu að mætast liðin sem enduðu í sjöunda og öðru sæti deildarinnar. Á morgun hefjast svo seinni tvö einvígin á Sauðárkróki og í Keflavík. Gengi Stólanna hefur verið brösugt undanfarna mánuði en Sauðkrækingar sýndu allar sínar bestu hliðar í sigrinum á Keflavík í síðustu umferð. Pressan er á Stólunum fyrir einvígið gegn Þórsurum frá Þorlákshöfn enda gerð krafa um Íslandsmeistaratitil á Sauðárkróki en Þórsarar fara nokkuð pressulausir inn í úrslitakeppnina eftir að hafa óvænt tekið sjötta sætið í deildinni. Liðin unnu sitt hvorn leikinn í deildarkeppninni á heimavelli. Að lokum tekur Keflavík á móti KR annað kvöld. Undanfarin ár hefur úrslitakeppnin verið tími KR-inga og hefur KR titil að verja fimmta árið í röð. Keflavík vann báða leiki liðanna í deildarkeppninni þar sem Michael Craion reyndist gömlu liðsfélögum sínum erfiður en það skyldi enginn afskrifa reynslumikið lið KR sem hefur unnið fjóra leiki í röð og litið betur út undanfarnar vikur. Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira
Úrslitakeppnin í Domino’s-deild karla hefst í kvöld í Garðabæ og Njarðvík þegar tvö efstu lið deildarinnar, Stjarnan og Njarðvík taka á móti Grindavík og ÍR. Það er erfitt að sjá að Grindvíkingum takist að stríða deildar- og bikarmeisturum Stjörnunnar. Stjarnan hefur verið eitt heitasta lið landsins undanfarna mánuði og unnið þrettán af síðustu fjórtán leikjum í deildarkeppninni. Einn þessara sigra kom einmitt gegn Grindavík í 21. umferð þar sem Grindvíkingar voru lítil fyrirstaða í átján stiga sigri Stjörnunnar. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, sem kveður liðið að tímabilinu loknu hefur oft náð að kreista fram hið ótrúlegasta úr Grindavíkurliðinu í úrslitakeppninni og á góðum degi getur Grindavík staðið í Stjörnunni en það er erfitt að sjá Grindvíkinga gera þetta að spennandi einvígi. Spennan er heldur meiri fyrir seinna einvíginu sem hefst í kvöld þar sem Njarðvík tekur á móti ÍR. Tvær vikur eru liðnar síðan liðin mættust síðast þegar ÍR vann eftir framlengdan leik í Ljónagryfjunni og svo gott sem komu í veg fyrir deildarmeistaratitil Njarðvíkinga. Njarðvík vann nauman sigur í fyrri leik liðanna þar sem staðan var jöfn fyrir lokaleikhlutann. Vita ÍR-ingar því að þeir geta vel strítt Njarðvíkingum og gott betur en það þrátt fyrir að hér séu að mætast liðin sem enduðu í sjöunda og öðru sæti deildarinnar. Á morgun hefjast svo seinni tvö einvígin á Sauðárkróki og í Keflavík. Gengi Stólanna hefur verið brösugt undanfarna mánuði en Sauðkrækingar sýndu allar sínar bestu hliðar í sigrinum á Keflavík í síðustu umferð. Pressan er á Stólunum fyrir einvígið gegn Þórsurum frá Þorlákshöfn enda gerð krafa um Íslandsmeistaratitil á Sauðárkróki en Þórsarar fara nokkuð pressulausir inn í úrslitakeppnina eftir að hafa óvænt tekið sjötta sætið í deildinni. Liðin unnu sitt hvorn leikinn í deildarkeppninni á heimavelli. Að lokum tekur Keflavík á móti KR annað kvöld. Undanfarin ár hefur úrslitakeppnin verið tími KR-inga og hefur KR titil að verja fimmta árið í röð. Keflavík vann báða leiki liðanna í deildarkeppninni þar sem Michael Craion reyndist gömlu liðsfélögum sínum erfiður en það skyldi enginn afskrifa reynslumikið lið KR sem hefur unnið fjóra leiki í röð og litið betur út undanfarnar vikur.
Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira