Höfnunin varð til heilla Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. mars 2019 06:30 „Maður verður að horfa á það jákvæða,“ segir Benedikt sem hefur sótt um í listdansskóla í útlöndum. Fréttablaðið/Valli Hann Benedikt Gylfason stefnir ótrauður á að leggja klassískan ballett fyrir sig, enda fékk hann góða umsögn frá fulltrúum dómnefndar í ballettsólókeppninni Stora Daldansen í Svíþjóð nýverið. Þar gerði hann sér lítið fyrir og vann sér inn þátttökurétt í ballettkeppni í Grasse í Frakklandi í október á þessu ári, og að auki býðst honum vikudvöl við ballettakademíuna í München í Þýskalandi Benedikt nýtir dagana vel, er bæði í Listdansskóla Íslands og í Menntaskólanum við Hamrahlíð þar sem hann er á fyrsta ári og syngur líka í hinum virta kór skólans. Hann er sextán ára og kveðst hafa byrjað í ballett þegar hann var tólf ára. „Reyndar var ég eitt ár í ballett hjá Eddu Scheving þegar ég var sex ára en hætti og fór dálítið að leika og líka syngja, meðal annars í Drengjakór Reykjavíkur og í Sönglist. Lærði líka á píanó í mörg ár. Var svolítið í kringum leikhúsin, það var það sem ég hafði áhuga á. Þegar ég sá auglýstar prufur fyrir aðalhlutverkið í söngleiknum Billy Elliot sótti ég um og var valinn einn af þeim sex sem komu til greina. Við æfðum dans allt sumarið áður en æfingar á söngleiknum hófust. En svo fékk ég ekki hlutverkið. Það var auðvitað erfitt að fá neitun en ég bjó svo vel að þessum æfingum að ég fékk rosa áhuga á klassískum ballet og skráði mig í Listdansskóla Íslands í ágúst 2014 og hef verið þar síðan,“ lýsir Benedikt og heldur áfram: Benedikt dansar La Fille Mal Gardée í sólókeppninni í Svíþjóð. „Við erum líka í nútímadansi í Listdansskólanum og spuna, þannig að námið er fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt. Svo hef ég verið að semja bæði klassíska tónlist og popp-tónlist í nokkur ár.“ Síðasta haust byrjaði Benedikt í opnu brautinni í MH og fær námið í Listdansskólanum metið þar. „Ég er í fullu námi í menntaskólanum en er samt að sækja um listdansskóla í útlöndum næsta vetur, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Er búinn að fara í prufur hjá San Francisco ballettinum og Listaháskólanum í Ósló, í Antwerpen og fleiri stöðum.“ Benedikt hefur sótt sumarnámskeið við nokkra af bestu ballettskólum heims svo sem skóla Parísaróperunnar og San Francisco ballettsins. Hann kveðst fara aftur til San Francisco í sumar á fullum skólastyrk og ekki þurfa að greiða námskeiðsgjöld. Nú telur hann það mikla gæfu að hafa ekki fengið hlutverkið í Billy Elliot þó svo höfnunin hafi tekið á, á þeim tíma. „Maður verður að horfa á það jákvæða. Kunna að nýta tækifærin sem manni eru gefin og gera það besta úr hlutunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Dans Menning Ballett Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Hann Benedikt Gylfason stefnir ótrauður á að leggja klassískan ballett fyrir sig, enda fékk hann góða umsögn frá fulltrúum dómnefndar í ballettsólókeppninni Stora Daldansen í Svíþjóð nýverið. Þar gerði hann sér lítið fyrir og vann sér inn þátttökurétt í ballettkeppni í Grasse í Frakklandi í október á þessu ári, og að auki býðst honum vikudvöl við ballettakademíuna í München í Þýskalandi Benedikt nýtir dagana vel, er bæði í Listdansskóla Íslands og í Menntaskólanum við Hamrahlíð þar sem hann er á fyrsta ári og syngur líka í hinum virta kór skólans. Hann er sextán ára og kveðst hafa byrjað í ballett þegar hann var tólf ára. „Reyndar var ég eitt ár í ballett hjá Eddu Scheving þegar ég var sex ára en hætti og fór dálítið að leika og líka syngja, meðal annars í Drengjakór Reykjavíkur og í Sönglist. Lærði líka á píanó í mörg ár. Var svolítið í kringum leikhúsin, það var það sem ég hafði áhuga á. Þegar ég sá auglýstar prufur fyrir aðalhlutverkið í söngleiknum Billy Elliot sótti ég um og var valinn einn af þeim sex sem komu til greina. Við æfðum dans allt sumarið áður en æfingar á söngleiknum hófust. En svo fékk ég ekki hlutverkið. Það var auðvitað erfitt að fá neitun en ég bjó svo vel að þessum æfingum að ég fékk rosa áhuga á klassískum ballet og skráði mig í Listdansskóla Íslands í ágúst 2014 og hef verið þar síðan,“ lýsir Benedikt og heldur áfram: Benedikt dansar La Fille Mal Gardée í sólókeppninni í Svíþjóð. „Við erum líka í nútímadansi í Listdansskólanum og spuna, þannig að námið er fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt. Svo hef ég verið að semja bæði klassíska tónlist og popp-tónlist í nokkur ár.“ Síðasta haust byrjaði Benedikt í opnu brautinni í MH og fær námið í Listdansskólanum metið þar. „Ég er í fullu námi í menntaskólanum en er samt að sækja um listdansskóla í útlöndum næsta vetur, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Er búinn að fara í prufur hjá San Francisco ballettinum og Listaháskólanum í Ósló, í Antwerpen og fleiri stöðum.“ Benedikt hefur sótt sumarnámskeið við nokkra af bestu ballettskólum heims svo sem skóla Parísaróperunnar og San Francisco ballettsins. Hann kveðst fara aftur til San Francisco í sumar á fullum skólastyrk og ekki þurfa að greiða námskeiðsgjöld. Nú telur hann það mikla gæfu að hafa ekki fengið hlutverkið í Billy Elliot þó svo höfnunin hafi tekið á, á þeim tíma. „Maður verður að horfa á það jákvæða. Kunna að nýta tækifærin sem manni eru gefin og gera það besta úr hlutunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Dans Menning Ballett Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira