Reyna að afstýra ofbeldi gegn kvenframbjóðendum Heimsljós kynnir 14. mars 2019 14:15 Frá undirskrift viðbótarsamningsins: Taiwo Ajose framkvæmdastjóri Action og Ágústa Gísladóttir forstöðukona sendiráðs Íslands í Lilongwe. Utanríkisráðuneytið hefur gegnum sendiráðið í Lilongwe í Malaví ákveðið að veita tæplega fimm milljóna króna viðbótarstuðning við 50:50 herferðina í Mangochi héraði, samstarfshéraði Íslendinga í þróunarsamvinnu. Skrifað var undir samning þess efnis á dögunum en markmiðið er að afstýra ofbeldi gegn kvenframbjóðendum í kosningabaráttunni fyrir þing- og sveitarstjórnakosningar sem verða í maí á þessu ári. Að sögn Ágústu Gísladóttur forstöðukonu íslenska sendiráðsins í Lilongwe hafa í undanfara kosninganna komið upp ljót mál sem tengjast ofbeldi gegn frambjóðendum, einkum konum, síðast í Mangochi fyrir nokkrum vikum. „Mikilvægt er að hagsmunaaðilar, svo sem grasrótarfólk innan stjórnmálaflokka, lögregla, trúarlegir og hefðbundnar leiðtogar, verði virkjaðir til að hafna, tilkynna og fordæma ofbeldi gegn frambjóðendum,“ segir Ágústa. 50:50 herferðin snýst um að fjölga konum í sveitarstjórnum og Ágústa segir að konum sem bjóði sig fram í héraðinu hafi fjölgað umtalsvert frá fyrri kosningum. Alls hafi 37 konur boðið sig fram til sætis í héraðsstjórn – í 30 kjördeildum – og 15 konur berjist um sæti á þingi fyrir Mangochi hérað sem telur tólf kjördæmi. „Það standa því vonir til þess að hlutfall kvenna í héraðsstjórn og á þingi hækki verulega eftir kosningarnar í vor. Af þrjátíu fulltrúum í héraðsstjórninni er engin kona og aðeins tvær konur á þingi fyrir héraðið sem á tólf þingmenn. Því er mjög mikilvægt að koma í veg fyrir að frambjóðendurnir og þeirra fylgismenn verði ekki fyrir aðkasti eða séu beittir líkamlegu og/eða andlegu ofbeldi í kosningabaráttunni og þannig dregið úr sóknarfærum þeirra,“ segir Ágústa.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent
Utanríkisráðuneytið hefur gegnum sendiráðið í Lilongwe í Malaví ákveðið að veita tæplega fimm milljóna króna viðbótarstuðning við 50:50 herferðina í Mangochi héraði, samstarfshéraði Íslendinga í þróunarsamvinnu. Skrifað var undir samning þess efnis á dögunum en markmiðið er að afstýra ofbeldi gegn kvenframbjóðendum í kosningabaráttunni fyrir þing- og sveitarstjórnakosningar sem verða í maí á þessu ári. Að sögn Ágústu Gísladóttur forstöðukonu íslenska sendiráðsins í Lilongwe hafa í undanfara kosninganna komið upp ljót mál sem tengjast ofbeldi gegn frambjóðendum, einkum konum, síðast í Mangochi fyrir nokkrum vikum. „Mikilvægt er að hagsmunaaðilar, svo sem grasrótarfólk innan stjórnmálaflokka, lögregla, trúarlegir og hefðbundnar leiðtogar, verði virkjaðir til að hafna, tilkynna og fordæma ofbeldi gegn frambjóðendum,“ segir Ágústa. 50:50 herferðin snýst um að fjölga konum í sveitarstjórnum og Ágústa segir að konum sem bjóði sig fram í héraðinu hafi fjölgað umtalsvert frá fyrri kosningum. Alls hafi 37 konur boðið sig fram til sætis í héraðsstjórn – í 30 kjördeildum – og 15 konur berjist um sæti á þingi fyrir Mangochi hérað sem telur tólf kjördæmi. „Það standa því vonir til þess að hlutfall kvenna í héraðsstjórn og á þingi hækki verulega eftir kosningarnar í vor. Af þrjátíu fulltrúum í héraðsstjórninni er engin kona og aðeins tvær konur á þingi fyrir héraðið sem á tólf þingmenn. Því er mjög mikilvægt að koma í veg fyrir að frambjóðendurnir og þeirra fylgismenn verði ekki fyrir aðkasti eða séu beittir líkamlegu og/eða andlegu ofbeldi í kosningabaráttunni og þannig dregið úr sóknarfærum þeirra,“ segir Ágústa.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent