Erna Hrund fékk taugaáfall í skilnaðinum Stefán Árni Pálsson skrifar 5. mars 2019 10:30 Erna Hrund hefur í gegnum tíðina verið áberandi á samfélagsmiðlum. Erna Hrund Hermannsdóttir er 29 ára gömul, tveggja barna móðir og vörumerkjastjóri hjá fyrirtækinu Danól. Erna Hrund bloggaði um árabil á vefsíðunni trendnet.is og var þekkt fyrir að opna sig varðandi persónuleg málefni sem oft á tíðum sköpuðu miklar umræður í samfélaginu. Erna Hrund hefur lagt bloggið til hliðar en opnaði sig nú á dögunum varðandi skilnað sinn við barnsföður sinn eða öllu heldur skiptingu barna þeirra við skilnaðinn og segir Erna það ferli hafi tekið mikið á. „Ég vandist því á blogginu að opna mig og það fyrsta sem ég opnaði mig um var breytingin á líkamanum eftir barnsburð, slitin og allt þetta. Það var bara stórkostlegt og þá komst ég að því að það eru svo margir sem eru í sömu aðstæðum og þú,“ segir Erna í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Það er einmitt fólkið sem getur sótt í huggun hjá þér. Þú getur farið yfir það hvernig þú komst yfir þetta og getur þar með hjálpað öðrum. Bloggið var svona smá dagbókin mín. Ég gaf stundum kannski of mikið af mér en þetta var mikilvægt fyrir mig og svona útrás fyrir mig. Um leið og þú segir hlutina upphátt þá viðurkennir þú það fyrir sjálfum þér og getur byrjað að vinna í sjálfri þér.“ Erna segist finna fyrir nýjum tilfinningum þegar strákarnir hennar tveir eru ekki hjá henni og hafa tilfinningar tekið mikið á.Erna opnaði sig á dögunum á Instagram.Erna og barnsfaðir hennar tóku sem fyrr segir ákvörðun strax í byrjun að setja hag strákanna í fyrsta sæti og setja sínar tilfinningar til hliðar svo það myndi alls ekki bitna á strákunum þar sem skilnaðurinn var nógu mikil breyting ein og sér. „Við tókum þá ákvörðun strax í byrjun að reyna eins og við gátum að láta þetta hafa sem minnst áhrif á strákana. Auðvitað hefur þetta gríðarleg áhrif en að þeir fengu að halda sínu lífi áfram. Sami leikskóli, sama hverfi og allt svoleiðis og við ákváðum strax að vera með viku og viku. Ég á það frábæran barnsföður að hann tekur ekki neitt annað í mál að vera með strákana í heila viku sem er bara yndislegt. Fyrst var þetta allt í lagi því maður er bara að koma undir sig fótunum og mikið að gera í lífinu og maður fær líka rosalega mikla útrás eins og margir gera. Ég vann rosalega mikið en svo vaknar maður upp svona ári seinna og hugsar bara hvar er ég og hvar eru börnin mín.“ Erna segir að það taki mikið á þegar strákarnir eru ekki hjá henni. „Ég verð rosalega einmana. Ég á mann í dag og hann er akkúrat á næturvöktum þegar strákarnir eru ekki hjá okkur og ég er því rosalega mikið ein. Ég er einnig með undirliggjandi kvíða sem ýkir upp aðstæðurnar. Ég byrjaði að kvíða fyrir jólunum í október. Ég var með þá um jólin en ég var ekki með þá vikuna fyrir jólunum sem mér fannst mjög erfitt. Ég var síðan ekki með þá um áramótin sem mér fannst erfitt því áramótin er uppáhalds hátíðin mín. Maður þarf bara að vanda sig að gera það besta úr hlutunum og það er mjög erfitt.“Erna með drengjunum tveimur.Skilnaðurinn reyndi mikið bæði á Ernu og barnsföður hennar en einnig á börnin. „Þetta var svolítið erfitt fyrir eldri strákinn. Hann er sex ára í dag og var fimm ára þegar við skiljum. Hann þarf alltaf að vita allt og þetta eru rosalega óþægilegar aðstæður fyrir hann og hann vissi ekki alveg hvað var í gangi og hvað myndi gerast.“ Sameiginlegar ákvarðanir og sömu gildi í uppeldinu er lykilatriði til að þetta gangi vel segir Erna en hún segist jafnframt vera statt og stöðugt að læra inn á þetta nýja hlutverk. „Við tökum stórar ákvarðanir saman og það er mjög mikilvægt fyrir okkur og fyrir þá. Þegar það koma inn nýir makar þá eru þau orðin partur af þessum stóru ákvarðanatökum. Við erum öll fjölskyldan þeirra.“ Erna hefur undanfarin ár deilt mjög persónulegu efni á samfélagsmiðlum en tók þá ákvörðun að deila ekki skilnaðinum með fylgjendum. Áherslurnar breyttust á hennar miðlum sem hún segist hafa farið misvel í fólk. „Þá tek ég þá ákvörðun að sýna börnin mín ekki á samfélagsmiðlum og ég kom aldrei opinberlega fram með skilnaðinn. Mér fannst þessi skilnaður ekki koma neinum við nema okkur sem vorum í honum. Þetta var ótrúlega erfitt og ekkert grín að gera þetta. Þú ert að kveðja heila fjölskyldu, ekki bara makann þinn og ég vildi bara ekki blanda börnunum mínum inn í það. Í kjölfarið ákveð ég að birta ekki myndir af börnunum mínum og í kjölfarið fékk ég fullt af spurningum sendar hvort ég hefði misst forræði yfir börnunum mínum. Ég fékk taugaáfall í skilnaðinum því þetta var allt svo nýtt og ég vissi ekki hvert ég átti að fara. Það tók þrjá daga og ég grét í þrjá daga. Ég lá í rúminu hjá eldri syninum með sængina hans og koddann hans því ég þurfti lyktina. Þetta er búið að vera erfitt.“Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Börn og uppeldi Fjölskyldumál Ísland í dag Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Sjá meira
Erna Hrund Hermannsdóttir er 29 ára gömul, tveggja barna móðir og vörumerkjastjóri hjá fyrirtækinu Danól. Erna Hrund bloggaði um árabil á vefsíðunni trendnet.is og var þekkt fyrir að opna sig varðandi persónuleg málefni sem oft á tíðum sköpuðu miklar umræður í samfélaginu. Erna Hrund hefur lagt bloggið til hliðar en opnaði sig nú á dögunum varðandi skilnað sinn við barnsföður sinn eða öllu heldur skiptingu barna þeirra við skilnaðinn og segir Erna það ferli hafi tekið mikið á. „Ég vandist því á blogginu að opna mig og það fyrsta sem ég opnaði mig um var breytingin á líkamanum eftir barnsburð, slitin og allt þetta. Það var bara stórkostlegt og þá komst ég að því að það eru svo margir sem eru í sömu aðstæðum og þú,“ segir Erna í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Það er einmitt fólkið sem getur sótt í huggun hjá þér. Þú getur farið yfir það hvernig þú komst yfir þetta og getur þar með hjálpað öðrum. Bloggið var svona smá dagbókin mín. Ég gaf stundum kannski of mikið af mér en þetta var mikilvægt fyrir mig og svona útrás fyrir mig. Um leið og þú segir hlutina upphátt þá viðurkennir þú það fyrir sjálfum þér og getur byrjað að vinna í sjálfri þér.“ Erna segist finna fyrir nýjum tilfinningum þegar strákarnir hennar tveir eru ekki hjá henni og hafa tilfinningar tekið mikið á.Erna opnaði sig á dögunum á Instagram.Erna og barnsfaðir hennar tóku sem fyrr segir ákvörðun strax í byrjun að setja hag strákanna í fyrsta sæti og setja sínar tilfinningar til hliðar svo það myndi alls ekki bitna á strákunum þar sem skilnaðurinn var nógu mikil breyting ein og sér. „Við tókum þá ákvörðun strax í byrjun að reyna eins og við gátum að láta þetta hafa sem minnst áhrif á strákana. Auðvitað hefur þetta gríðarleg áhrif en að þeir fengu að halda sínu lífi áfram. Sami leikskóli, sama hverfi og allt svoleiðis og við ákváðum strax að vera með viku og viku. Ég á það frábæran barnsföður að hann tekur ekki neitt annað í mál að vera með strákana í heila viku sem er bara yndislegt. Fyrst var þetta allt í lagi því maður er bara að koma undir sig fótunum og mikið að gera í lífinu og maður fær líka rosalega mikla útrás eins og margir gera. Ég vann rosalega mikið en svo vaknar maður upp svona ári seinna og hugsar bara hvar er ég og hvar eru börnin mín.“ Erna segir að það taki mikið á þegar strákarnir eru ekki hjá henni. „Ég verð rosalega einmana. Ég á mann í dag og hann er akkúrat á næturvöktum þegar strákarnir eru ekki hjá okkur og ég er því rosalega mikið ein. Ég er einnig með undirliggjandi kvíða sem ýkir upp aðstæðurnar. Ég byrjaði að kvíða fyrir jólunum í október. Ég var með þá um jólin en ég var ekki með þá vikuna fyrir jólunum sem mér fannst mjög erfitt. Ég var síðan ekki með þá um áramótin sem mér fannst erfitt því áramótin er uppáhalds hátíðin mín. Maður þarf bara að vanda sig að gera það besta úr hlutunum og það er mjög erfitt.“Erna með drengjunum tveimur.Skilnaðurinn reyndi mikið bæði á Ernu og barnsföður hennar en einnig á börnin. „Þetta var svolítið erfitt fyrir eldri strákinn. Hann er sex ára í dag og var fimm ára þegar við skiljum. Hann þarf alltaf að vita allt og þetta eru rosalega óþægilegar aðstæður fyrir hann og hann vissi ekki alveg hvað var í gangi og hvað myndi gerast.“ Sameiginlegar ákvarðanir og sömu gildi í uppeldinu er lykilatriði til að þetta gangi vel segir Erna en hún segist jafnframt vera statt og stöðugt að læra inn á þetta nýja hlutverk. „Við tökum stórar ákvarðanir saman og það er mjög mikilvægt fyrir okkur og fyrir þá. Þegar það koma inn nýir makar þá eru þau orðin partur af þessum stóru ákvarðanatökum. Við erum öll fjölskyldan þeirra.“ Erna hefur undanfarin ár deilt mjög persónulegu efni á samfélagsmiðlum en tók þá ákvörðun að deila ekki skilnaðinum með fylgjendum. Áherslurnar breyttust á hennar miðlum sem hún segist hafa farið misvel í fólk. „Þá tek ég þá ákvörðun að sýna börnin mín ekki á samfélagsmiðlum og ég kom aldrei opinberlega fram með skilnaðinn. Mér fannst þessi skilnaður ekki koma neinum við nema okkur sem vorum í honum. Þetta var ótrúlega erfitt og ekkert grín að gera þetta. Þú ert að kveðja heila fjölskyldu, ekki bara makann þinn og ég vildi bara ekki blanda börnunum mínum inn í það. Í kjölfarið ákveð ég að birta ekki myndir af börnunum mínum og í kjölfarið fékk ég fullt af spurningum sendar hvort ég hefði misst forræði yfir börnunum mínum. Ég fékk taugaáfall í skilnaðinum því þetta var allt svo nýtt og ég vissi ekki hvert ég átti að fara. Það tók þrjá daga og ég grét í þrjá daga. Ég lá í rúminu hjá eldri syninum með sængina hans og koddann hans því ég þurfti lyktina. Þetta er búið að vera erfitt.“Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Ísland í dag Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Sjá meira