Dýrasti nýi bíll sögunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. mars 2019 15:00 La Voiture Noire var kynntur til sögunnar á bílasýningunni í Genf. Epa/Martial Trezzini Franski bílaframleiðandinn Bugatti kynnti í gær dýrustu nýju bifreið sögunnar. Bíllinn, La Voiture Noire (ís. Svarti bíllinn), hefur þegar verið seldur og er kaupverðið sagt nema hið minnsta 11 milljónum evra, 1,5 milljörðum króna. Nákvæm upphæð hefur ekki verið gefin upp en ljóst er að hann er dýrari en fyrri methafi, Rolls Royce Sweptail, sem kostar að jafnaði rúmlega 1,2 milljarða. Bugatti-bíllinn er sagður geta náð rúmlega 100 kílómetra hraða á um 2,6 sekúndum og að hámarkshraði hans sé um 420 km/klst. Hann er með 1500 hestafla, 16 strokka vél og áætlað er að hann eyði um 35 lítrum á hundraði í venjulegum stórborgarakstri. Bíllinn er framleiddur í tilefni af 110 ára afmæli Bugatti sem fagnað er í ár. Aðeins einn La Voiture Noire hefur verið framleiddur og ekkert hefur fengist uppgefið um kaupandann. Breska ríkisútvarpið telur að um Ferdinand Piech kunni að vera að ræða en Piech þessi er barnabarn stofnanda bifreiðaframleiðandans Porsche. Það gerist ekki á hverjum degi sem bílaframleiðendur smíða einstaka, rándýra ofurbíla eins og þennan. Greinendur segja að þeir geti engu að síður grætt dágóðan skilding á slíkri framleiðslu, auk þess sem auglýsingagildið sé töluvert. Hér að neðan má sjá myndband sem Bloomberg tók saman um Svarta bílinn. Frekari upplýsingar um bílinn má nálgast á vef Bugatti. Bílar Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Franski bílaframleiðandinn Bugatti kynnti í gær dýrustu nýju bifreið sögunnar. Bíllinn, La Voiture Noire (ís. Svarti bíllinn), hefur þegar verið seldur og er kaupverðið sagt nema hið minnsta 11 milljónum evra, 1,5 milljörðum króna. Nákvæm upphæð hefur ekki verið gefin upp en ljóst er að hann er dýrari en fyrri methafi, Rolls Royce Sweptail, sem kostar að jafnaði rúmlega 1,2 milljarða. Bugatti-bíllinn er sagður geta náð rúmlega 100 kílómetra hraða á um 2,6 sekúndum og að hámarkshraði hans sé um 420 km/klst. Hann er með 1500 hestafla, 16 strokka vél og áætlað er að hann eyði um 35 lítrum á hundraði í venjulegum stórborgarakstri. Bíllinn er framleiddur í tilefni af 110 ára afmæli Bugatti sem fagnað er í ár. Aðeins einn La Voiture Noire hefur verið framleiddur og ekkert hefur fengist uppgefið um kaupandann. Breska ríkisútvarpið telur að um Ferdinand Piech kunni að vera að ræða en Piech þessi er barnabarn stofnanda bifreiðaframleiðandans Porsche. Það gerist ekki á hverjum degi sem bílaframleiðendur smíða einstaka, rándýra ofurbíla eins og þennan. Greinendur segja að þeir geti engu að síður grætt dágóðan skilding á slíkri framleiðslu, auk þess sem auglýsingagildið sé töluvert. Hér að neðan má sjá myndband sem Bloomberg tók saman um Svarta bílinn. Frekari upplýsingar um bílinn má nálgast á vef Bugatti.
Bílar Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira