Lára stal mat vegna matarfíknar: Erfitt að útskýra vanlíðanina í neyslunni Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. febrúar 2019 12:46 Lára Kristín Pedersen í leik með Stjörnunni síðasta sumar. vísir/bára „Þetta lýsir sér í óeðlilegu sambandi við mat, óeðlilegri hegðun í kringum mat og óeðlilegri löngun. Þetta er ekki bara það að þér finnist gott að borða. Þú breytir allri þinni hegðun í kringum mat.“ Þetta segir Lára Kristín Pedersen, leikmaður Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna, um matarfíknina sem hún glímir við í opinskáu viðtali í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolti.net í umsjá Magnúsar Más Einarssonar. Lára Kristín er uppalin hjá Aftureldingu en gekk í raðir Stjörnunnar árið 2014 þar sem að hún varð tvívegis Íslandsmeistari en hún samdi við Þór/KA eftir síðasta tímabil. Þessi 24 ára gamli miðjumaður segir frá því þegar að hún var 16-17 ára gömul að aka upp að Hafravatni, ein í bíl, til þess að boða pítsu í laumi. „Ég hélt að ég vildi einveru og frið og eitthvað. Síðan fer þetta stigmagnandi og þetta verður verra og verra. Loturnar í átinu verða oftar og oftar og þetta fer að taka yfir meira af lífi manns [...] Ég á enn þá erfitt með að útskýra fyrir fólki hversu illa manni líður þegar maður er í sinni neyslu,“ segir Lára sem fór í bandarískan háskóla að spila fótbolta.Lára Kristín með Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum sem þær töpuðu.vísir/vilhelm„Ég bjó með sjö öðrum stelpum þarna. Öll mín dvöl snerist um að það væri enginn annar væri staddur í húsinu svo ég gæti borðað allt sem ég vildi borða. Þetta var ekki hollur matur. Þú ert að troða í því sem veitir þér mesta „kickið“,“ segir Lára Kristín sem segist hafa stolið mat af sambýlingum sínum sem og fjölskyldumeðlimum.Lára las viðtal á Fótbolti.net við Þórð Ingason, markvörð Fjölnis í Pepsi-deild karla, þar sem að hann opnaði sig um áfengisfíkn sína en það fékk hana til að opna augun fyrir vandamálinu. Lára hafði bæði misst af Evrópuleik og verið tekin út úr byrjunarliðinu fyrir úrslitaleik bikarsins 2015 vegna vandræða tengdum matarfíkninni. „Ég hugsaði: „Guð minn góður, hann er að lýsa mínu sumri.“ Þú þarft bara að setja inn Lára í staðinn fyrir Þórður og matur í staðinn fyrir áfengi. Þá hugsaði ég að þetta myndi ekki ganga svona áfram og í kjölfarið byrjaði mitt ferli í að leita aðstoðar við þessu en ekki einhverju öðru sem ég hélt að væri að mér,“ segir Lára sem að leitaði sér hjálpar. Hún mætir reglulega á fundi og hefur misst af æfingum vegna þeirra. Hún viðurkennir að hafa dottið í sjálfsvorkunn vegna þess en hún veit hvað þetta gerir henni gott. „Ég er ánægð hvar ég stend í dag. Bæði hvað kemur af fótboltanum og hvar ég er stödd með þetta,“ segir Lára Kristín Pedersen.Allt viðtalið má heyra hér. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
„Þetta lýsir sér í óeðlilegu sambandi við mat, óeðlilegri hegðun í kringum mat og óeðlilegri löngun. Þetta er ekki bara það að þér finnist gott að borða. Þú breytir allri þinni hegðun í kringum mat.“ Þetta segir Lára Kristín Pedersen, leikmaður Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna, um matarfíknina sem hún glímir við í opinskáu viðtali í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolti.net í umsjá Magnúsar Más Einarssonar. Lára Kristín er uppalin hjá Aftureldingu en gekk í raðir Stjörnunnar árið 2014 þar sem að hún varð tvívegis Íslandsmeistari en hún samdi við Þór/KA eftir síðasta tímabil. Þessi 24 ára gamli miðjumaður segir frá því þegar að hún var 16-17 ára gömul að aka upp að Hafravatni, ein í bíl, til þess að boða pítsu í laumi. „Ég hélt að ég vildi einveru og frið og eitthvað. Síðan fer þetta stigmagnandi og þetta verður verra og verra. Loturnar í átinu verða oftar og oftar og þetta fer að taka yfir meira af lífi manns [...] Ég á enn þá erfitt með að útskýra fyrir fólki hversu illa manni líður þegar maður er í sinni neyslu,“ segir Lára sem fór í bandarískan háskóla að spila fótbolta.Lára Kristín með Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum sem þær töpuðu.vísir/vilhelm„Ég bjó með sjö öðrum stelpum þarna. Öll mín dvöl snerist um að það væri enginn annar væri staddur í húsinu svo ég gæti borðað allt sem ég vildi borða. Þetta var ekki hollur matur. Þú ert að troða í því sem veitir þér mesta „kickið“,“ segir Lára Kristín sem segist hafa stolið mat af sambýlingum sínum sem og fjölskyldumeðlimum.Lára las viðtal á Fótbolti.net við Þórð Ingason, markvörð Fjölnis í Pepsi-deild karla, þar sem að hann opnaði sig um áfengisfíkn sína en það fékk hana til að opna augun fyrir vandamálinu. Lára hafði bæði misst af Evrópuleik og verið tekin út úr byrjunarliðinu fyrir úrslitaleik bikarsins 2015 vegna vandræða tengdum matarfíkninni. „Ég hugsaði: „Guð minn góður, hann er að lýsa mínu sumri.“ Þú þarft bara að setja inn Lára í staðinn fyrir Þórður og matur í staðinn fyrir áfengi. Þá hugsaði ég að þetta myndi ekki ganga svona áfram og í kjölfarið byrjaði mitt ferli í að leita aðstoðar við þessu en ekki einhverju öðru sem ég hélt að væri að mér,“ segir Lára sem að leitaði sér hjálpar. Hún mætir reglulega á fundi og hefur misst af æfingum vegna þeirra. Hún viðurkennir að hafa dottið í sjálfsvorkunn vegna þess en hún veit hvað þetta gerir henni gott. „Ég er ánægð hvar ég stend í dag. Bæði hvað kemur af fótboltanum og hvar ég er stödd með þetta,“ segir Lára Kristín Pedersen.Allt viðtalið má heyra hér.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira