Heiðar Logi kafaði undir ísilagt Þingvallavatn án súrefniskúts Stefán Árni Pálsson skrifar 17. febrúar 2019 11:30 Heiðar Logi er mikill ofurhugi. „Þetta var blanda af hræðslu og spennu. Það hræðast allir að detta undir ís og festast og því var maður auðvitað svolítið hræddur, en svo var þetta líka svo ótrúlega fallegt,“ segir brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson en hann hefur einnig fundið sig vel í fríköfun og stunda þar af krafti. Hann sýndi frá því á Snapchat þegar hann kafaði undir ísilagt Þingvallavatn en það þurfti að berja gat í gegnum ísinn til að Heiðar Logi kæmust ofan í. Mér Heiðar í för voru þeir Alex Ágústsson, Weston Neal og Julian. Heiðar gerði allar öryggisráðstafanir og var með sérstakt öryggisteymi með í för. „Ég er með öryggisteymi á staðnum ef ég myndi ekki finna gatið aftur. Ég er frekar kvefaður og vona að það spila ekki inn í,“ segir Heiðar rétt áður en hann fer ofan í vatnið. Þetta er bara of gott tækifæri til að sleppa þessu og því ætla ég bara að segja fokk it.“ Þegar þeir félagar voru á svæðinu var hitastigið úti mínus sex gráður. Klakinn var 25 sentímetra þykkur og þurftu þeir að grafa sig í gegnum hann til að komast ofan í. Myndaður var þríhyrningur á ísnum og er nauðsynlegt að taka alla ís upp úr vatninu svo að gatið fyllist ekki óvart aftur. Heiðar tók allt ferlið upp á Go-Pro og hefur sent Vísi myndbandið. Heiðar Logi er mjög vinsæll á Snapchat og má fylgjast með honum þar heidarlogi. „Þetta er fríköfun og við erum ekki með neitt loft á bakinu og er bara að halda niður í okkur andanum. Við vorum með kafara á svæðinu með aukaloft svo ef eitthvað myndi klikka hefðum við getað fengið aðstoð. Sem betur fer þurftum við þess ekki,“ segir Heiðar en hér að neðan má sjá myndbandið magnaða en á þessum árstíma er Þingavallavatn um ein gráða.Klippa: Heiðar Logi kafaði undir ísilagt Þingvallavatn án súrefniskúts Heiðar Logi var gestur Einkalífsins fyrir áramót og er saga hans heldur betur mögnuð. Þar ræddi hann meðal annars um fráfall föður síns, brimbrettalífið og jú um fríköfun. Þáttinn má sjá hér að neðan. Bláskógabyggð Tengdar fréttir „Í fyrsta skipti á ævinni gat ég lagst upp í rúm, lokað augunum og sofnað“ Ég var ótrúlega erfiður og ofvirkur krakki. Mér leið bara eins og ég væri að springa. Ég gat ekki verið kyrr og ég hafði í raun og veru ekki stjórn á sjálfum mér, segir Heiðar Logi Elíasson. 11. nóvember 2018 07:00 Pabbi var mín besta forvörn Heiðar Logi Elíasson er einn þekktasti brimbrettakappi landsins. Hann starfar meðal annars sem fyrirsæta, er með sítt, ljóst og fallegt hár og vakti athygli lesenda Vísis á dögunum þegar hann var fastur í Málmey í fjóra daga án vatns og matar. 8. nóvember 2018 11:30 Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Sjá meira
„Þetta var blanda af hræðslu og spennu. Það hræðast allir að detta undir ís og festast og því var maður auðvitað svolítið hræddur, en svo var þetta líka svo ótrúlega fallegt,“ segir brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson en hann hefur einnig fundið sig vel í fríköfun og stunda þar af krafti. Hann sýndi frá því á Snapchat þegar hann kafaði undir ísilagt Þingvallavatn en það þurfti að berja gat í gegnum ísinn til að Heiðar Logi kæmust ofan í. Mér Heiðar í för voru þeir Alex Ágústsson, Weston Neal og Julian. Heiðar gerði allar öryggisráðstafanir og var með sérstakt öryggisteymi með í för. „Ég er með öryggisteymi á staðnum ef ég myndi ekki finna gatið aftur. Ég er frekar kvefaður og vona að það spila ekki inn í,“ segir Heiðar rétt áður en hann fer ofan í vatnið. Þetta er bara of gott tækifæri til að sleppa þessu og því ætla ég bara að segja fokk it.“ Þegar þeir félagar voru á svæðinu var hitastigið úti mínus sex gráður. Klakinn var 25 sentímetra þykkur og þurftu þeir að grafa sig í gegnum hann til að komast ofan í. Myndaður var þríhyrningur á ísnum og er nauðsynlegt að taka alla ís upp úr vatninu svo að gatið fyllist ekki óvart aftur. Heiðar tók allt ferlið upp á Go-Pro og hefur sent Vísi myndbandið. Heiðar Logi er mjög vinsæll á Snapchat og má fylgjast með honum þar heidarlogi. „Þetta er fríköfun og við erum ekki með neitt loft á bakinu og er bara að halda niður í okkur andanum. Við vorum með kafara á svæðinu með aukaloft svo ef eitthvað myndi klikka hefðum við getað fengið aðstoð. Sem betur fer þurftum við þess ekki,“ segir Heiðar en hér að neðan má sjá myndbandið magnaða en á þessum árstíma er Þingavallavatn um ein gráða.Klippa: Heiðar Logi kafaði undir ísilagt Þingvallavatn án súrefniskúts Heiðar Logi var gestur Einkalífsins fyrir áramót og er saga hans heldur betur mögnuð. Þar ræddi hann meðal annars um fráfall föður síns, brimbrettalífið og jú um fríköfun. Þáttinn má sjá hér að neðan.
Bláskógabyggð Tengdar fréttir „Í fyrsta skipti á ævinni gat ég lagst upp í rúm, lokað augunum og sofnað“ Ég var ótrúlega erfiður og ofvirkur krakki. Mér leið bara eins og ég væri að springa. Ég gat ekki verið kyrr og ég hafði í raun og veru ekki stjórn á sjálfum mér, segir Heiðar Logi Elíasson. 11. nóvember 2018 07:00 Pabbi var mín besta forvörn Heiðar Logi Elíasson er einn þekktasti brimbrettakappi landsins. Hann starfar meðal annars sem fyrirsæta, er með sítt, ljóst og fallegt hár og vakti athygli lesenda Vísis á dögunum þegar hann var fastur í Málmey í fjóra daga án vatns og matar. 8. nóvember 2018 11:30 Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Sjá meira
„Í fyrsta skipti á ævinni gat ég lagst upp í rúm, lokað augunum og sofnað“ Ég var ótrúlega erfiður og ofvirkur krakki. Mér leið bara eins og ég væri að springa. Ég gat ekki verið kyrr og ég hafði í raun og veru ekki stjórn á sjálfum mér, segir Heiðar Logi Elíasson. 11. nóvember 2018 07:00
Pabbi var mín besta forvörn Heiðar Logi Elíasson er einn þekktasti brimbrettakappi landsins. Hann starfar meðal annars sem fyrirsæta, er með sítt, ljóst og fallegt hár og vakti athygli lesenda Vísis á dögunum þegar hann var fastur í Málmey í fjóra daga án vatns og matar. 8. nóvember 2018 11:30