Veiði

Yfir 40 veiðisvæði í boði inná Veiða.is

Karl Lúðvíksson skrifar
Veiða.is er með yfir 40 veiðisvæði í boði inná vefnum hjá sér
Veiða.is er með yfir 40 veiðisvæði í boði inná vefnum hjá sér Mynd úr safni
Vefurinn Veiða.is er einn stærsti markaður með veiðileyfi á landinu og það er óhætt að segja að úrvalið sé gott.

"Við verðum með um 40 veiðisvæði í sölu inná veiða.is í sumar, þannig veiðimenn hafa úr gríðarmiklu framboði að velja" segir Kristinn Ingólfsson eigandi Veiða.is. Sum svæði eru komin í sölu og önnur á leiðinni. Af þeim svæðum sem komin eru í sölu þá hafa Laxveiðisvæði eins og Ytri Rangá, Brennan, Straumarnir, Hvolsá og Staðarhólsá og Syðri Brú í Soginu verið vinsæl. Af silungsveiðisvæðum hefur Fremri Laxá runnið vel út og einnig að sjálfsögðu Vatnamótin, Hlíðarvatn í Selvogi og Silungasvæðið í Miðfjarðará. Eftirspurn eftir veiðileyfum fyrir komandi sumar er meiri nú en fyrir ári síðan. Veiða.is selur leyfi bæði til Íslendinga og erlendra veiðimann. Íslenski markaðurinn er svipaður og í fyrra en sá íslenski mun sterkari.

En hvaða svæði hafa verið vinsælust? "Vinsældir veiðisvæða ráðast að sjálfsögðu af nokkrum þáttum eins og 1) verði, 2) leyfilegu agni og 3) veiðivon. Við erum með svæði þar sem maðkur er leyfður, eins og Hvolsá og Staðarhólsá og síðan er Fremri Laxá ein albesta urriðaá landsins, af litið er á fjölda fiska. Ekki er óalgengt að 3ja manna holl veiði 120 - 200 fiska á 2 dögum, allt á flugu. Svo erum við að sjálfsögðu með Ytri Rangá en hún hefur verið í toppsætinu yfir fjölda veiddra laxa, síðustu árin. Þar er fluga leyfilega agnið fram í byrjun september en þá bætist maðkur og spúnn við" segir Ingólfur.

"Á hverju ári koma ný svæði í sölu hjá okkur. Það nýjasta er Hítará I og Grjótá og Hítará II. Nýjir leigutakar eru að Hítárá og nú er svæðið komið í sölu á veiða.is. Gríðarlega spennandi er að taka Hítará í sölu, enda ein albesta laxveiðiá landsins. Eitt best geymda leyndarmálið sem við erum með í sölu, er Svartá í Skagafirði. Frábær urriðaá sem geymir suma af stærstu urriðum sem finna má í straumvatni á Íslandi í dag. Ég reikna ekki með öðru að komandi veiðisumar verði gott. Laxinn mætir snemma uppí árnar og silungsveiðin verður góð, eins og nær alltaf á Ísland" segir Ingólfur að lokum.






×