Mitsubishi mætir með rafmagnaðan jeppling í Genf Finnur Thorlacius skrifar 15. febrúar 2019 21:00 Stríðnimynd af jepplingnum. Það koma ekki margar fréttirnar almennt frá japanska bílaframleiðandanum Mitsubishi en ein glæný hermir að fyrirtækið muni mæta með nýjan rafmagnsjeppling á bílasýninguna í Genf í mars komandi. Ekki er mikið vitað um þennan bíl, nema helst að hann mun fá nafnið Engelberg Tourer, en það kemur frá Alpabæ einum í Sviss sem þekktur er fyrir mótorsport. Af myndinni af bílnum að dæma ætlar Mitsubishi að notast við myndavélatækni í stað hliðarspegla og er slíkt títt með nýja bíla, en stenst þó ekki lög í flestum löndum. Mitsubishi hefur verið að gera það gott undanfarið með Outlander PHEV bíl sinn sem selst víða einkar vel, en hann var söluhæsta einstaka bílgerð á Íslandi á síðasta ári. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent
Það koma ekki margar fréttirnar almennt frá japanska bílaframleiðandanum Mitsubishi en ein glæný hermir að fyrirtækið muni mæta með nýjan rafmagnsjeppling á bílasýninguna í Genf í mars komandi. Ekki er mikið vitað um þennan bíl, nema helst að hann mun fá nafnið Engelberg Tourer, en það kemur frá Alpabæ einum í Sviss sem þekktur er fyrir mótorsport. Af myndinni af bílnum að dæma ætlar Mitsubishi að notast við myndavélatækni í stað hliðarspegla og er slíkt títt með nýja bíla, en stenst þó ekki lög í flestum löndum. Mitsubishi hefur verið að gera það gott undanfarið með Outlander PHEV bíl sinn sem selst víða einkar vel, en hann var söluhæsta einstaka bílgerð á Íslandi á síðasta ári.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent