Komin með keppnisrétt á mótaröð hinum megin á hnettinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2019 14:00 Valdís Þóra Jónsdóttir. Getty/Warren Little Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi náði markmiði sínu á úrtökumóti fyrir áströlsku atvinnumótaröðina. Valdís Þóra endaði í sextánda til átjánda sæti á mótinu en hún lék á þremur höggum yfir pari. Alls tóku 81 atvinnukylfingar þátt frá 30 þjóðum og allir voru á eftir tuttugu efstu sætunum. Valdís Þóra náði með árangri sínum að tryggja sér keppnisrétt á ALPG eða áströlsku mótaröðinni í kvennaflokki. „Þá er fyrsta mótinu hérna í Ástralíu lokið. Ég endaði á þremur höggum yfir pari og jöfn í sextánda sæti. Það var mikill vindur í dag og í gær en mér tókst að höndla það nokkuð vel að mínu mati og ég er ánægð með spilamennskuna í heild sinni í þessu móti. Það sem ég vann í með Kalla og Hlyn á milli AbuDhabi og núna er virkilega að skila sér og ánægjulegt að sjá muninn frá því í AbuDhabi,“ skrifaði Valdís Þóra á fésbókarsíðu sína. „Markmiðið fyrir þetta mót var að enda í topp 20 og næla mér í þátttökurétt á áströlsku mótaröðinni. Ég er nú þegar komin inn á fjögur mót á þeirri mótaröð í gegnum Evróputúrinn en með því að næla mér í þátttökurétt á þessari mótaröð á ég fleiri möguleika á að komast inn í Opna ástralska mótið á þessu ári og svo inn í Vic og Opna Ástralska á næsta ári. Ég er komin yfir á næsta áfangastað og fæ núna viku til þess að æfa mig fyrir VicOpen sem er hluti af LPGA mótaröðinni,“ skrifaði Valdís Þóra. Átta efstu á þessu móti tryggðu sér keppnisrétt á ISPS Handa mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Valdís Þóra er með keppnisrétt á því móti sem fram fer 7.til 10. febrúar. Fimmtán efstu tryggðu sér keppnisrétt á AustralianLadiesClassicBonville, ActewAGLCanberraClassic og Women’sNSWOpen. Valdís Þóra er með keppnisrétt á þeim mótum sem fram fara í lok febrúar á þessu ári. Golf Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi náði markmiði sínu á úrtökumóti fyrir áströlsku atvinnumótaröðina. Valdís Þóra endaði í sextánda til átjánda sæti á mótinu en hún lék á þremur höggum yfir pari. Alls tóku 81 atvinnukylfingar þátt frá 30 þjóðum og allir voru á eftir tuttugu efstu sætunum. Valdís Þóra náði með árangri sínum að tryggja sér keppnisrétt á ALPG eða áströlsku mótaröðinni í kvennaflokki. „Þá er fyrsta mótinu hérna í Ástralíu lokið. Ég endaði á þremur höggum yfir pari og jöfn í sextánda sæti. Það var mikill vindur í dag og í gær en mér tókst að höndla það nokkuð vel að mínu mati og ég er ánægð með spilamennskuna í heild sinni í þessu móti. Það sem ég vann í með Kalla og Hlyn á milli AbuDhabi og núna er virkilega að skila sér og ánægjulegt að sjá muninn frá því í AbuDhabi,“ skrifaði Valdís Þóra á fésbókarsíðu sína. „Markmiðið fyrir þetta mót var að enda í topp 20 og næla mér í þátttökurétt á áströlsku mótaröðinni. Ég er nú þegar komin inn á fjögur mót á þeirri mótaröð í gegnum Evróputúrinn en með því að næla mér í þátttökurétt á þessari mótaröð á ég fleiri möguleika á að komast inn í Opna ástralska mótið á þessu ári og svo inn í Vic og Opna Ástralska á næsta ári. Ég er komin yfir á næsta áfangastað og fæ núna viku til þess að æfa mig fyrir VicOpen sem er hluti af LPGA mótaröðinni,“ skrifaði Valdís Þóra. Átta efstu á þessu móti tryggðu sér keppnisrétt á ISPS Handa mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Valdís Þóra er með keppnisrétt á því móti sem fram fer 7.til 10. febrúar. Fimmtán efstu tryggðu sér keppnisrétt á AustralianLadiesClassicBonville, ActewAGLCanberraClassic og Women’sNSWOpen. Valdís Þóra er með keppnisrétt á þeim mótum sem fram fara í lok febrúar á þessu ári.
Golf Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira