Varla vatnsleysi í laxveiðiánum næsta sumar Karl Lúðvíksson skrifar 22. janúar 2019 10:46 Það verður líklega gott vatn í ánum í sumar ef það heldur áfram að snjóa svona mikið. Í ársbyrjun voru veiðimenn frekar áhyggjufullir vegna þess að það var auð jörð víða um land og sáralítill ef nokkur snjór í fjöllum. Það sem veiðimenn höfðu auðvitað áhyggjur af var að það stefndi í auman vatnsbúskap í laxveiðiánum en sá ótti virðist nú vera horfinn úr hugum manna. Nú snjóar vel um allt land og samkvæmt spám er ekkert lát á snjókomunni næstu daga ásamt því að það á að frysta vel en það skiptir miklu máli til að binda snjóinn vel niður. Það voru einhverjir sem höfðu orð á því að bóka minna af veiðileyfum á komandi sumri vegna þess að það leit út fyrir vatnsleysi en það er ljóst að þeir sem mestar áhyggjur höfðu hafa tekið gleði sína á ný. Ef nágranni þinn er syngjandi glaður að skafa bílinn og moka snjó gætu verið ansi miklar líkur á að hann sé mikið á skíðum eða veiðimaður. Báðir þessir hópar brosa sínu breiðasta í dag. Mest lesið Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Vika eftir af laxveiðinni Veiði Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Ytri-Rangá: Veiði eykst með lokun laxastiga Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði
Í ársbyrjun voru veiðimenn frekar áhyggjufullir vegna þess að það var auð jörð víða um land og sáralítill ef nokkur snjór í fjöllum. Það sem veiðimenn höfðu auðvitað áhyggjur af var að það stefndi í auman vatnsbúskap í laxveiðiánum en sá ótti virðist nú vera horfinn úr hugum manna. Nú snjóar vel um allt land og samkvæmt spám er ekkert lát á snjókomunni næstu daga ásamt því að það á að frysta vel en það skiptir miklu máli til að binda snjóinn vel niður. Það voru einhverjir sem höfðu orð á því að bóka minna af veiðileyfum á komandi sumri vegna þess að það leit út fyrir vatnsleysi en það er ljóst að þeir sem mestar áhyggjur höfðu hafa tekið gleði sína á ný. Ef nágranni þinn er syngjandi glaður að skafa bílinn og moka snjó gætu verið ansi miklar líkur á að hann sé mikið á skíðum eða veiðimaður. Báðir þessir hópar brosa sínu breiðasta í dag.
Mest lesið Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Vika eftir af laxveiðinni Veiði Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Ytri-Rangá: Veiði eykst með lokun laxastiga Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði