Teitur: Man eftir þegar að ég hitti Karabatic Tómas Þór Þórðarson í Köln skrifar 23. janúar 2019 10:00 Teitur Örn Einarsson er búinn að spila mikið á HM. vísir/getty Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta ljúka leik í dag á HM 2019 í handbolta þegar að þeir mæta Brasilíu í milliriðli 1 í Köln. Strákarnir eru búnir að vera í tveggja daga pásu eftir að spila sex leiki á átta dögum sem að Guðmundur Guðmundsson hefur gagnrýnt harkalega og því var algjöri frídagurinn á mánudaginn kærkominn. „Við sváfum út og fengum okkur gott að borða. Það var ekki mikið meira gert. Það var voðalega þægilegt að þurfa ekki að hugsa um handbolta í einn dag. Við Haukur, frændurnir, höfðum það notalegt saman,“ segir Teitur Örn Einarsson, skytta íslenska liðsins. Móðir Teits setti skemmtilega mynd á Facebook-síðu sína af syninum og Nikola Karabatic, leikmanni franska liðsins, sem er tíu ára gömul. Karabatic deildi myndinni á opinberri Facebook-síðu sinni og hafði gaman að. „Ég man nú enn þá eftir þessum leik. Ég mætti nú meira að segja í Frakklandsbúningnum í Laugardalshöllina. Pabbi hljóp með mér á eftir Karabatic inn að klefunum til að fá mynd. Það er skemmtilegt að vera að reyna að berja á honum tíu árum seinna,“ segir Teitur, en hvað er hann helst búinn að læra á HM? „Þeir eru þyngri en maður heldur og maður gerir sér grein fyrir. Ég tel mig samt hafa fulla stjórn á þessu hérna,“ segir hann. „Það er að koma sér inn á þetta stóra svið og spila á móti svona ógeðslega góðum liðum eins og Þýskalandi og Frakklandi. Það er svo mikilvægt að fá að spila þessa leiki. Það er allt annar hraði og allt önnur harka. Þetta eru mikilvægar mínútur sem maður er að fá hérna.“ „Maður þarf alltaf að gera allt 150 prósent til að koma boltanum í markið. Ef maður gerir eitthvað 50 prósent er ekki séns að maður skori,“ segir Teitur Örn Einarsson.Klippa: Teitur Örn - Þarf að gera allt 150 prósent HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Nýliðarnir lært margt á HM: Miklu meiri hraði en heima í Val Ýmir Örn Gíslason viðurkennir að hann á margt eftir ólært en nýtir hverja mínútu á HM. 22. janúar 2019 19:30 Óvinur þjóðarinnar sem hjálpaði Gísla að flytja fær að sjá tístin Gísli Þorgeir Kristjánsson spilar með línumanninnum Patrick Wiencek sem fór illa með íslenska liðið. 23. janúar 2019 08:00 Guðmundur: Þetta er algjörlega glórulaust Landsliðsþjálfarinn skilur ekki hvernig er verið að fara með leikmennina á HM. 22. janúar 2019 19:00 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta ljúka leik í dag á HM 2019 í handbolta þegar að þeir mæta Brasilíu í milliriðli 1 í Köln. Strákarnir eru búnir að vera í tveggja daga pásu eftir að spila sex leiki á átta dögum sem að Guðmundur Guðmundsson hefur gagnrýnt harkalega og því var algjöri frídagurinn á mánudaginn kærkominn. „Við sváfum út og fengum okkur gott að borða. Það var ekki mikið meira gert. Það var voðalega þægilegt að þurfa ekki að hugsa um handbolta í einn dag. Við Haukur, frændurnir, höfðum það notalegt saman,“ segir Teitur Örn Einarsson, skytta íslenska liðsins. Móðir Teits setti skemmtilega mynd á Facebook-síðu sína af syninum og Nikola Karabatic, leikmanni franska liðsins, sem er tíu ára gömul. Karabatic deildi myndinni á opinberri Facebook-síðu sinni og hafði gaman að. „Ég man nú enn þá eftir þessum leik. Ég mætti nú meira að segja í Frakklandsbúningnum í Laugardalshöllina. Pabbi hljóp með mér á eftir Karabatic inn að klefunum til að fá mynd. Það er skemmtilegt að vera að reyna að berja á honum tíu árum seinna,“ segir Teitur, en hvað er hann helst búinn að læra á HM? „Þeir eru þyngri en maður heldur og maður gerir sér grein fyrir. Ég tel mig samt hafa fulla stjórn á þessu hérna,“ segir hann. „Það er að koma sér inn á þetta stóra svið og spila á móti svona ógeðslega góðum liðum eins og Þýskalandi og Frakklandi. Það er svo mikilvægt að fá að spila þessa leiki. Það er allt annar hraði og allt önnur harka. Þetta eru mikilvægar mínútur sem maður er að fá hérna.“ „Maður þarf alltaf að gera allt 150 prósent til að koma boltanum í markið. Ef maður gerir eitthvað 50 prósent er ekki séns að maður skori,“ segir Teitur Örn Einarsson.Klippa: Teitur Örn - Þarf að gera allt 150 prósent
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Nýliðarnir lært margt á HM: Miklu meiri hraði en heima í Val Ýmir Örn Gíslason viðurkennir að hann á margt eftir ólært en nýtir hverja mínútu á HM. 22. janúar 2019 19:30 Óvinur þjóðarinnar sem hjálpaði Gísla að flytja fær að sjá tístin Gísli Þorgeir Kristjánsson spilar með línumanninnum Patrick Wiencek sem fór illa með íslenska liðið. 23. janúar 2019 08:00 Guðmundur: Þetta er algjörlega glórulaust Landsliðsþjálfarinn skilur ekki hvernig er verið að fara með leikmennina á HM. 22. janúar 2019 19:00 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
Nýliðarnir lært margt á HM: Miklu meiri hraði en heima í Val Ýmir Örn Gíslason viðurkennir að hann á margt eftir ólært en nýtir hverja mínútu á HM. 22. janúar 2019 19:30
Óvinur þjóðarinnar sem hjálpaði Gísla að flytja fær að sjá tístin Gísli Þorgeir Kristjánsson spilar með línumanninnum Patrick Wiencek sem fór illa með íslenska liðið. 23. janúar 2019 08:00
Guðmundur: Þetta er algjörlega glórulaust Landsliðsþjálfarinn skilur ekki hvernig er verið að fara með leikmennina á HM. 22. janúar 2019 19:00