Spilaði með Gana á HM og gæti spilað með Val í Pepsi-deildinni í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2019 09:30 Anthony Annan í leik með Gana á móti Úrúgvæ á HM. Getty/Dominic Barnardt Valsmenn eru ekki hættir á leikmannamarkaðnum þrátt fyrir að hafa verið liða duglegastir að styrkja sig fyrir Pepsi-deildina í sumar. Nú síðast er Ganverjinn Anthony Annan orðaður við Hlíðarendaliðið en hann á að baki 67 landsleiki fyrir Gana og spilaði fimm leiki á HM 2010 þegar Ganverjar fóru alla leið í átta liða úrslitin. Anthony Annan er orðinn 32 ára gamall en hann lék síðasta leik sinn fyrir landslið Gana árið 2013. Hann á að baki leiki í toppdeildunum í Noregi, í Þýskalandi, í Hollandi, á Spáni og í Finnlandi. Anthony Annan er að leita sér að liði en hann spilaði síðast með HJK í Finnlandi þar sem hann hjálpaði liðinu að vinna finnska titilinn. Hann framlengdi ekki samning sinn við HJK og er því laus.Ghanaian midfielder Anthony Annan close to joining Valur in Iceland https://t.co/Nc2ka1fLAspic.twitter.com/kQ0n77Zmp8 — Ghanasoccernet.com (@Ghanasoccernet) January 28, 2019Ghanasoccernet er að velta framtíð Anthony Annan fyrir sér og þar segir að Valur leiði kapphlaupið um undirskrift þessa öfluga miðjumanns. Valsmenn eru þar að keppa við lið eins Ilves og Rops í Finnlandi og lið Falkenbergs FF í Svíþjóð. Anthony Annan varð Noregsmeistari með bæði Stabæk og Rosenborg BK og þá reyndi hann einnig fyrir sér hjá þýska félaginu Schalke 04. Undanfarin þrjú ár hefur hann aftur á móti spilað með HJK í Finnlandi. Þegar vann Annan titilinn með Stabæk sumarið 2008 þá spilaði hann með Veigari Pál Gunnarssyni og Pálma Rafni Pálmasyni. Hann fór þaðan til Rosenborg og vann norska titilinn líka 2009 og 2010.Anthony Annan lætur Luis Suarez finna fyrir sér á HM 2010.Getty/Clive Rose/ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Valsmenn eru ekki hættir á leikmannamarkaðnum þrátt fyrir að hafa verið liða duglegastir að styrkja sig fyrir Pepsi-deildina í sumar. Nú síðast er Ganverjinn Anthony Annan orðaður við Hlíðarendaliðið en hann á að baki 67 landsleiki fyrir Gana og spilaði fimm leiki á HM 2010 þegar Ganverjar fóru alla leið í átta liða úrslitin. Anthony Annan er orðinn 32 ára gamall en hann lék síðasta leik sinn fyrir landslið Gana árið 2013. Hann á að baki leiki í toppdeildunum í Noregi, í Þýskalandi, í Hollandi, á Spáni og í Finnlandi. Anthony Annan er að leita sér að liði en hann spilaði síðast með HJK í Finnlandi þar sem hann hjálpaði liðinu að vinna finnska titilinn. Hann framlengdi ekki samning sinn við HJK og er því laus.Ghanaian midfielder Anthony Annan close to joining Valur in Iceland https://t.co/Nc2ka1fLAspic.twitter.com/kQ0n77Zmp8 — Ghanasoccernet.com (@Ghanasoccernet) January 28, 2019Ghanasoccernet er að velta framtíð Anthony Annan fyrir sér og þar segir að Valur leiði kapphlaupið um undirskrift þessa öfluga miðjumanns. Valsmenn eru þar að keppa við lið eins Ilves og Rops í Finnlandi og lið Falkenbergs FF í Svíþjóð. Anthony Annan varð Noregsmeistari með bæði Stabæk og Rosenborg BK og þá reyndi hann einnig fyrir sér hjá þýska félaginu Schalke 04. Undanfarin þrjú ár hefur hann aftur á móti spilað með HJK í Finnlandi. Þegar vann Annan titilinn með Stabæk sumarið 2008 þá spilaði hann með Veigari Pál Gunnarssyni og Pálma Rafni Pálmasyni. Hann fór þaðan til Rosenborg og vann norska titilinn líka 2009 og 2010.Anthony Annan lætur Luis Suarez finna fyrir sér á HM 2010.Getty/Clive Rose/
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira