Erlendir Eurovision aðdáendur spá í spilin fyrir Söngvakeppnina Stefán Árni Pálsson skrifar 30. janúar 2019 11:30 Fjölmargir erlendir Eurovision-aðdáendur eiga eftir að fylgjast með keppninni í ár. Á laugardaginn var tilkynnt hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2019. Tíu lög keppa í ár og hefst keppnin þegar fyrri undanúrslitin fara fram í Háskólabíói þann 9. febrúar en þá munu fimm lög keppa. Seinni undanúrslitin fara fram 16. febrúar en þá verða seinni fimm lögin flutt. Tvö lög úr hvorri undankeppni komast áfram í úrslitin í gegnum símakosningu almennings. Það verða því fjögur lög sem keppa til úrslita í Laugardalshöll þann 2. mars þegar framlag Íslands til Eurovision söngvakeppninnar verður valið. Framkvæmdastjórn keppninnar hefur þó, sem fyrr, möguleika á að bæta við einu lagi í úrslitin, svokölluðum Svarta-Pétri (Wildcard). Forkeppnirnar í Evrópu eru vinsælar hjá Eurovision-aðdáendum og eru til mörg þúsund eldheitir aðdáendur sem fylgjast með hreinlega öllu. Nú þegar hafa nokkrir þeirra tjáð sig um lögin tíu og spá í spilin hvaða lag fer alla leið. Aðili sem kallar sig Amber Eurovision raðar lögunum upp eftir styrkleika frá 10. sæti í 1. sæti sem er lagið sem keppir fyrir Íslands hönd í Tel Aviv í maí. Hann telur að Friðrik Ómar standi uppi sem sigurvegari í Söngvakeppninni í ár og það með lagið Þú bætir mig / Make Me Whole. Hans yfirferð má sjá hér að neðan.YouTube-síðan Eurovision World er aftur á móti á því að Kristina Skoubo fari alla leið með lagið Mama Said. Hún er færeyingur en lagið er eftir Svein Rúnar Sigurðsson.Eurovision S Pesc telur að Hera Björk hafni í fyrsta sæti í keppninni en hún flytur lagið Eitt andartak / Moving on.Alan Torres hefur sagt sitt álit á Söngvakeppninni og stendur hann fastur á því að Tara Mobee með lagið Betri án þín / Fighting For Love vinni Söngvakeppnina í ár. Eurovision Tengdar fréttir Hlustaðu á lögin í Söngvakeppninni Á laugardaginn var tilkynnt hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2019. 28. janúar 2019 10:30 Þessi taka þátt í Söngvakeppninni 2019 Nú er komið í ljós hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2019. Tíu lög keppa í ár og hefst keppnin þegar fyrri undanúrslitin fara fram í Háskólabíói þann 9. febrúar en þá munu fimm lög keppa. Þetta kemur fram í tilkynningu RÚV. 26. janúar 2019 16:30 Vill að keppendur ráði sjálfir tungumálinu FÁSES, félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sendi frá sér yfirlýsingu á dögunum þar sem aðstandendur Söngvakeppninnar eru hvattir til að endurskoða tungumálaregluna. 29. janúar 2019 06:00 Mest lesið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira
Á laugardaginn var tilkynnt hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2019. Tíu lög keppa í ár og hefst keppnin þegar fyrri undanúrslitin fara fram í Háskólabíói þann 9. febrúar en þá munu fimm lög keppa. Seinni undanúrslitin fara fram 16. febrúar en þá verða seinni fimm lögin flutt. Tvö lög úr hvorri undankeppni komast áfram í úrslitin í gegnum símakosningu almennings. Það verða því fjögur lög sem keppa til úrslita í Laugardalshöll þann 2. mars þegar framlag Íslands til Eurovision söngvakeppninnar verður valið. Framkvæmdastjórn keppninnar hefur þó, sem fyrr, möguleika á að bæta við einu lagi í úrslitin, svokölluðum Svarta-Pétri (Wildcard). Forkeppnirnar í Evrópu eru vinsælar hjá Eurovision-aðdáendum og eru til mörg þúsund eldheitir aðdáendur sem fylgjast með hreinlega öllu. Nú þegar hafa nokkrir þeirra tjáð sig um lögin tíu og spá í spilin hvaða lag fer alla leið. Aðili sem kallar sig Amber Eurovision raðar lögunum upp eftir styrkleika frá 10. sæti í 1. sæti sem er lagið sem keppir fyrir Íslands hönd í Tel Aviv í maí. Hann telur að Friðrik Ómar standi uppi sem sigurvegari í Söngvakeppninni í ár og það með lagið Þú bætir mig / Make Me Whole. Hans yfirferð má sjá hér að neðan.YouTube-síðan Eurovision World er aftur á móti á því að Kristina Skoubo fari alla leið með lagið Mama Said. Hún er færeyingur en lagið er eftir Svein Rúnar Sigurðsson.Eurovision S Pesc telur að Hera Björk hafni í fyrsta sæti í keppninni en hún flytur lagið Eitt andartak / Moving on.Alan Torres hefur sagt sitt álit á Söngvakeppninni og stendur hann fastur á því að Tara Mobee með lagið Betri án þín / Fighting For Love vinni Söngvakeppnina í ár.
Eurovision Tengdar fréttir Hlustaðu á lögin í Söngvakeppninni Á laugardaginn var tilkynnt hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2019. 28. janúar 2019 10:30 Þessi taka þátt í Söngvakeppninni 2019 Nú er komið í ljós hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2019. Tíu lög keppa í ár og hefst keppnin þegar fyrri undanúrslitin fara fram í Háskólabíói þann 9. febrúar en þá munu fimm lög keppa. Þetta kemur fram í tilkynningu RÚV. 26. janúar 2019 16:30 Vill að keppendur ráði sjálfir tungumálinu FÁSES, félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sendi frá sér yfirlýsingu á dögunum þar sem aðstandendur Söngvakeppninnar eru hvattir til að endurskoða tungumálaregluna. 29. janúar 2019 06:00 Mest lesið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira
Hlustaðu á lögin í Söngvakeppninni Á laugardaginn var tilkynnt hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2019. 28. janúar 2019 10:30
Þessi taka þátt í Söngvakeppninni 2019 Nú er komið í ljós hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2019. Tíu lög keppa í ár og hefst keppnin þegar fyrri undanúrslitin fara fram í Háskólabíói þann 9. febrúar en þá munu fimm lög keppa. Þetta kemur fram í tilkynningu RÚV. 26. janúar 2019 16:30
Vill að keppendur ráði sjálfir tungumálinu FÁSES, félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sendi frá sér yfirlýsingu á dögunum þar sem aðstandendur Söngvakeppninnar eru hvattir til að endurskoða tungumálaregluna. 29. janúar 2019 06:00