Fimm á liðsmyndinni eru ekki í HM-hópnum Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 11. janúar 2019 08:00 Liðsmynd Íslands í opinberu tímariti heimsemeistaramótsins í handbolta. vísir/tom Á öllum heimsmeistaramótum í handbolta eins og fleiri greinum er gefið út veglegt opinbert tímarit með upplýsingum um allt það helsta; liðin, leikmannahópana, leikstaðina og fleira. Á opnunni um íslenska liðið er farið yfir helstu afrek þess í textanum eins og silfrið í Peking og þá er árangur liðsins á HM í gegnum tíðina rakinn. Stóri 28 manna landsliðshópurinn er svo skrásettur en Guðmundur Guðmundsson gerði pennum tímaritsins lítinn greiða með því að bíða fram á síðustu stundu með að velja liðið. Hann þurfti þó að gera það vegna meiðsla. Teitur Örn Einarsson, sem kom óvænt inn í hópinn í vikunni, er til dæmis ekki skráður með númer en Selfyssingurinn var kallaður á æfingu á mánudaginn og flaug út með liðinu í fyrradag. Það vandræðalegasta við opnuna er líklega liðsmyndin sem er tæplega eins árs gömul, tekin í Víkinni á æfingum liðsins fyrir æfingamótið í Noregi á síðasta ári. Hún er ekki alveg nýjasta nýtt. Á henni eru fimm leikmenn sem ekki eru með á HM og þrír af þeim voru ekki einu sinni í 28 manna hópnum sem eru þeir leikmenn sem löglega mega spila á heimsmeistaramótinu. Einn af þeim, Vignir Svavarsson, hefur líka lagt landsliðsskóna á hilluna. Markvörðurinn Viktor Gísli Halglrímsson situr fremst á myndinni en Framarinn ungi og stórefnilegi var ekki valinn í 28 manna hópinn líkt og hægri skyttan Ragnar Jóhannsson sem situr við hlið hans. Alexander Örn Júlíusson, leikmaður Vals, var sömuleiðis ekki í 28 manna hópnum en er á myndinni þar sem að hann þreytti frumraun sína í Noregi á síðasta ári. Rúnar Kárason og Ágúst Birgisson eru svo hinir tveir sem eru á liðsmyndinni í tímaritinu en eru ekki í HM-hópnum. Hægt er þó að kalla þá inn þar sem að þeir eru í stóra 28 manna hópnum sem var valinn í byrjun desember. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Dagur stýrði æfingu spenntra Japana Dagur Sigurðsson er mættur með sína stráka og er klár í fyrsta leik. 10. janúar 2019 11:51 Kristján án stjörnulínumannsins síns Sænska handboltalandsliðið glímir við meiðsli og veikindi alveg eins og það íslenska. 10. janúar 2019 16:00 Beyoncé og Valur hafa bæði tapað í keppnishöll strákanna í München Strákarnir æfa í dag og spila næstu leiki á söguslóðum í heinni helstu íþróttaborg Þýskalands. 10. janúar 2019 14:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira
Á öllum heimsmeistaramótum í handbolta eins og fleiri greinum er gefið út veglegt opinbert tímarit með upplýsingum um allt það helsta; liðin, leikmannahópana, leikstaðina og fleira. Á opnunni um íslenska liðið er farið yfir helstu afrek þess í textanum eins og silfrið í Peking og þá er árangur liðsins á HM í gegnum tíðina rakinn. Stóri 28 manna landsliðshópurinn er svo skrásettur en Guðmundur Guðmundsson gerði pennum tímaritsins lítinn greiða með því að bíða fram á síðustu stundu með að velja liðið. Hann þurfti þó að gera það vegna meiðsla. Teitur Örn Einarsson, sem kom óvænt inn í hópinn í vikunni, er til dæmis ekki skráður með númer en Selfyssingurinn var kallaður á æfingu á mánudaginn og flaug út með liðinu í fyrradag. Það vandræðalegasta við opnuna er líklega liðsmyndin sem er tæplega eins árs gömul, tekin í Víkinni á æfingum liðsins fyrir æfingamótið í Noregi á síðasta ári. Hún er ekki alveg nýjasta nýtt. Á henni eru fimm leikmenn sem ekki eru með á HM og þrír af þeim voru ekki einu sinni í 28 manna hópnum sem eru þeir leikmenn sem löglega mega spila á heimsmeistaramótinu. Einn af þeim, Vignir Svavarsson, hefur líka lagt landsliðsskóna á hilluna. Markvörðurinn Viktor Gísli Halglrímsson situr fremst á myndinni en Framarinn ungi og stórefnilegi var ekki valinn í 28 manna hópinn líkt og hægri skyttan Ragnar Jóhannsson sem situr við hlið hans. Alexander Örn Júlíusson, leikmaður Vals, var sömuleiðis ekki í 28 manna hópnum en er á myndinni þar sem að hann þreytti frumraun sína í Noregi á síðasta ári. Rúnar Kárason og Ágúst Birgisson eru svo hinir tveir sem eru á liðsmyndinni í tímaritinu en eru ekki í HM-hópnum. Hægt er þó að kalla þá inn þar sem að þeir eru í stóra 28 manna hópnum sem var valinn í byrjun desember.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Dagur stýrði æfingu spenntra Japana Dagur Sigurðsson er mættur með sína stráka og er klár í fyrsta leik. 10. janúar 2019 11:51 Kristján án stjörnulínumannsins síns Sænska handboltalandsliðið glímir við meiðsli og veikindi alveg eins og það íslenska. 10. janúar 2019 16:00 Beyoncé og Valur hafa bæði tapað í keppnishöll strákanna í München Strákarnir æfa í dag og spila næstu leiki á söguslóðum í heinni helstu íþróttaborg Þýskalands. 10. janúar 2019 14:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira
Dagur stýrði æfingu spenntra Japana Dagur Sigurðsson er mættur með sína stráka og er klár í fyrsta leik. 10. janúar 2019 11:51
Kristján án stjörnulínumannsins síns Sænska handboltalandsliðið glímir við meiðsli og veikindi alveg eins og það íslenska. 10. janúar 2019 16:00
Beyoncé og Valur hafa bæði tapað í keppnishöll strákanna í München Strákarnir æfa í dag og spila næstu leiki á söguslóðum í heinni helstu íþróttaborg Þýskalands. 10. janúar 2019 14:00