Strákarnir hans Dags eru prúðasta liðið á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2019 13:30 Japanar fagna marki en Dagur er farinn að pæla í næstu vörn. Getty/TF-Images Íslenska handboltalandsliðið mætir því japanska á HM í handbolta í dag og það má ekki búast við sama ruddaskap og í mörgum brotum Bareinanna í síðasta leik. Þegar háttvísitölfræði Alþjóðahandknattleikssambandsins er skoðuð frá fyrstu þremur umferðum riðlakeppninnar kemur í ljós að Japan er með prúðasta liðið í keppninni. Strákarnir hans Dags Sigurðssonar hafa aðeins fengið 21 refsistig eða 7,0 að meðaltali í leik. Japönsku leikmennirnir hafa bara átta sinnum verið reknir útaf í tvær mínútur í fyrstu þremur leikjunum og liðið hefur auk þess aðeins fengið fimm gul spjöld. Bareinar eru aftur á móti þriðja grófasta lið keppninnar á eftir Argentínu og Rússlandi. Barein er eina liðið í keppninni sem hefur fengið tvö rauð spjöld en þau komu bæði í leiknum á móti Íslandi. Íslenska landsliðið er í 14. sæti á þessum lista með 36 refsistig eða 12,0 að meðaltali í leik. Ísland hefur fengið fimmtán brottrekstra en ekkert rautt sjald. Af hinum Íslendingaliðunum má nefna að Austurríki (undir stjórn Patreks Jóhannessonar) er í 15. sæti og Svíþjóð (undir stjórn Kristjáns Andréssonar) er í 10. sæti.Prúðustu liðin á HM(Eftir þrjá fyrstu leikina) 1. Japan 21 refsistig (7,0 í leik) 2. Króatía 22 refsistig (7,3) 3. Spánn 23 refsistig (7,7) 3. Makedónía 23 refsistig (7,7) 5. Noregur 24 refsistig (7,7) 14. Ísland 36 refsistig (12,0)Grófustu liðin á HM(Eftir þrjá fyrstu leikina) 24. Argentína 53 refsistig (17,7) 23. Rússland 45 refsistig (15,0) 22. Barein 43 refsistig (14,3) 21. Serbía 42 refsistig (14,0) 20. Katar 41 refsistig (13,7) HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Leik lokið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjör: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið mætir því japanska á HM í handbolta í dag og það má ekki búast við sama ruddaskap og í mörgum brotum Bareinanna í síðasta leik. Þegar háttvísitölfræði Alþjóðahandknattleikssambandsins er skoðuð frá fyrstu þremur umferðum riðlakeppninnar kemur í ljós að Japan er með prúðasta liðið í keppninni. Strákarnir hans Dags Sigurðssonar hafa aðeins fengið 21 refsistig eða 7,0 að meðaltali í leik. Japönsku leikmennirnir hafa bara átta sinnum verið reknir útaf í tvær mínútur í fyrstu þremur leikjunum og liðið hefur auk þess aðeins fengið fimm gul spjöld. Bareinar eru aftur á móti þriðja grófasta lið keppninnar á eftir Argentínu og Rússlandi. Barein er eina liðið í keppninni sem hefur fengið tvö rauð spjöld en þau komu bæði í leiknum á móti Íslandi. Íslenska landsliðið er í 14. sæti á þessum lista með 36 refsistig eða 12,0 að meðaltali í leik. Ísland hefur fengið fimmtán brottrekstra en ekkert rautt sjald. Af hinum Íslendingaliðunum má nefna að Austurríki (undir stjórn Patreks Jóhannessonar) er í 15. sæti og Svíþjóð (undir stjórn Kristjáns Andréssonar) er í 10. sæti.Prúðustu liðin á HM(Eftir þrjá fyrstu leikina) 1. Japan 21 refsistig (7,0 í leik) 2. Króatía 22 refsistig (7,3) 3. Spánn 23 refsistig (7,7) 3. Makedónía 23 refsistig (7,7) 5. Noregur 24 refsistig (7,7) 14. Ísland 36 refsistig (12,0)Grófustu liðin á HM(Eftir þrjá fyrstu leikina) 24. Argentína 53 refsistig (17,7) 23. Rússland 45 refsistig (15,0) 22. Barein 43 refsistig (14,3) 21. Serbía 42 refsistig (14,0) 20. Katar 41 refsistig (13,7)
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Leik lokið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjör: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita