Japanskir og kóreskir bílar öruggastir Finnur Thorlacius skrifar 3. janúar 2019 08:15 Subaru-bíll í prófunum hjá IIHS Top Safety Pick. Fréttablaðið Samkvæmt árekstrar- og öryggisprófunum IIHS Top Safety Pick í Bandaríkjunum eru nýir bílar framleiddir af japönskum og suðurkóreskum bílaframleiðendum þeir öruggustu. Best kom bílaframleiðandinn Subaru út með 7 bíla af þeim 30 sem náðu toppeinkuninni IIHS Top Safety Pick+ og var það aðeins Subaru Forester sem náði ekki þeirri einkunn vegna aðalljósa bílsins, en hann náði samt einkunninni IIHS Top Safety Pick, en vantaði plúsinn. Í ár náðu helmingi fleiri bílar einkunninni IIHS Top Safety Pick+ en í fyrra, eða 30 bílar í stað 15 í fyrra. Það náðist þrátt fyrir meiri kröfur þetta árið en kröfurnar aukast á hverju ári.Enginn bandarískur náði IIHS Top Safety Pick+ Athygli vekur að enginn bíll frá bandarískum framleiðanda náði á þennan 30 bíla topplista þó svo prófanirnar séu gerðar í Bandaríkjunum. Ef taldir eru saman bílar sem náðu IIHS Top Safety Pick eða IIHS Top Safety Pick+ var Hyundai með flesta bíla. Nokkrir bílar á topplistanum eru frá þýsku framleiðendunum BMW, Audi og Mercedes Benz, en enginn Volvo-bíll náði á listann og vekur það furðu þar sem bílar Volvo þykja einna öruggustu bílar í heimi. Fáir rafmagns- eða tengiltvinnbílar eru á listanum, en Kia Niro Plug-In-Hybrid náði því þó. Enginn Tesla-bíll er á listanum góða, en það kemur ekki til af góðu því Tesla vildi ekki setja bíla sína í þessar prófanir. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent
Samkvæmt árekstrar- og öryggisprófunum IIHS Top Safety Pick í Bandaríkjunum eru nýir bílar framleiddir af japönskum og suðurkóreskum bílaframleiðendum þeir öruggustu. Best kom bílaframleiðandinn Subaru út með 7 bíla af þeim 30 sem náðu toppeinkuninni IIHS Top Safety Pick+ og var það aðeins Subaru Forester sem náði ekki þeirri einkunn vegna aðalljósa bílsins, en hann náði samt einkunninni IIHS Top Safety Pick, en vantaði plúsinn. Í ár náðu helmingi fleiri bílar einkunninni IIHS Top Safety Pick+ en í fyrra, eða 30 bílar í stað 15 í fyrra. Það náðist þrátt fyrir meiri kröfur þetta árið en kröfurnar aukast á hverju ári.Enginn bandarískur náði IIHS Top Safety Pick+ Athygli vekur að enginn bíll frá bandarískum framleiðanda náði á þennan 30 bíla topplista þó svo prófanirnar séu gerðar í Bandaríkjunum. Ef taldir eru saman bílar sem náðu IIHS Top Safety Pick eða IIHS Top Safety Pick+ var Hyundai með flesta bíla. Nokkrir bílar á topplistanum eru frá þýsku framleiðendunum BMW, Audi og Mercedes Benz, en enginn Volvo-bíll náði á listann og vekur það furðu þar sem bílar Volvo þykja einna öruggustu bílar í heimi. Fáir rafmagns- eða tengiltvinnbílar eru á listanum, en Kia Niro Plug-In-Hybrid náði því þó. Enginn Tesla-bíll er á listanum góða, en það kemur ekki til af góðu því Tesla vildi ekki setja bíla sína í þessar prófanir.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent