Dýr mistök gegn silfurliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2019 08:30 Gísli Þorgeir Kristjánsson átti fína innkomu í leiknum gegn Noregi í gær og skoraði fjögur mörk úr jafn mörgum skotum. Fréttablaðið/Anton Brink Eftir góða byrjun gegn Noregi í fyrsta leik íslenska karlalandsliðsins á Gjensidige Cup fór að halla undan fæti um miðbik fyrri hálfleiks. Norðmenn breyttu stöðunni úr 6-7 í 10-7 og eftir það voru Íslendingar í eltingarleik. Staðan í hálfleik var 16-14 Noregi í vil og silfurliðið frá síðasta heimsmeistaramóti var svo sterkari aðilinn í seinni hálfleik og vann á endanum sex marka sigur, 31-25. Þetta var fyrsta tap Íslands í sjö leikjum. „Við byrjuðum mjög vel og ég var sáttur með leik liðsins. En svo fórum við að skjóta alltof snemma og flýta okkur um of í sókninni. Það kom í bakið á okkur. Við áttum líka í basli með fríköstin hjá þeim. Við réðum ekki nógu vel við [Sander] Sagosen í þeirri stöðu. En að öðru leyti var fyrri hálfleikurinn fínn á móti frábæru liði,“ sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn ekki nógu vel. Við fengum mjög klaufalega brottvísun og gerðum okkur seka um tæknimistök. Þetta breyttist fljótt í fimm marka forskot. Við vorum að elta allan seinni hálfleikinn og það voru þyngsli yfir nokkrum lykilmönnum. Þetta var á köflum þyngslalegt í sókninni.“ Torbjørn Bergerud átti góðan leik í norska markinu og varði alls 16 skot. Björgvin Páll Gústavsson varði ekkert þeirra tólf skota sem hann fékk á sig og Ágúst Elí Björgvinsson leysti hann af hólmi eftir um 20 mínútur, kláraði leikinn og varði sex skot. „Markvarslan var ekki góð stóran hluta í fyrri hálfleik. Hún skánaði með innkomu Ágústs og hann kemur ágætlega út úr þessum leik,“ sagði Guðmundur. Ánægður með margt í vörninni Þrátt fyrir að Ísland hafi fengið á sig 31 mark sá landsliðsþjálfarinn jákvæða hluti í íslensku vörninni. „Þeir eru erfiðir við að eiga og mjög sterkir maður á móti manni. Góður hluti marka þeirra komu eftir hraðaupphlaup og í yfirtölu. Mér fannst margt jákvætt við varnarleik okkar,“ sagði Guðmundur og bætti við að litlu atriðin telji mikið gegn jafn sterku liði og Noregi. „Við klúðruðum fullt af dauðafærum sem er ólíkt lykilmönnum, tvö víti fóru í súginn og mér finnst við eiga töluvert inni. Norðmenn refsa fyrir öll mistök og þeir eru bara komnir lengra en við. Við erum ekki jafn góðir og þeir í dag. Það er ljóst.“ Guðmundur kallaði þá Óðin Þór Ríkharðsson og Bjarka Má Elísson til Noregs vegna meiðsla Sigvalda Guðjónssonar og veikinda Stefáns Rafns Sigurmannssonar. Þá er Arnar Freyr Arnarsson enn að jafna sig eftir að hafa nefbrotnað í leik með Kristianstad. Sigvaldi ekki með um helgina „Stefán Rafn er að koma til en það var ákveðið að hann kæmi ekki með út. Við vorum að vonast til að hann væri búinn að jafna sig en svo er ekki. Hann verður heima. Sigvaldi gat því miður ekki tekið þátt í leiknum og við ætlum að hvíla hann fram yfir helgi. Hann tognaði lítils háttar og í samráði við lækna var ákveðið að hvíla hann,“ sagði Guðmundur. „Arnar Freyr er við æfingar á Íslandi en þó ekki í „kontakt“ á meðan þetta er að gróa. En okkur hefur verið tjáð að þetta eigi að vera gróið fyrir HM.“ Ísland mætir Brasilíu á morgun og Hollandi á sunnudaginn í seinni tveimur leikjum sínum á Gjensidige Cup. Báðir leikirnir hefjast klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira
Eftir góða byrjun gegn Noregi í fyrsta leik íslenska karlalandsliðsins á Gjensidige Cup fór að halla undan fæti um miðbik fyrri hálfleiks. Norðmenn breyttu stöðunni úr 6-7 í 10-7 og eftir það voru Íslendingar í eltingarleik. Staðan í hálfleik var 16-14 Noregi í vil og silfurliðið frá síðasta heimsmeistaramóti var svo sterkari aðilinn í seinni hálfleik og vann á endanum sex marka sigur, 31-25. Þetta var fyrsta tap Íslands í sjö leikjum. „Við byrjuðum mjög vel og ég var sáttur með leik liðsins. En svo fórum við að skjóta alltof snemma og flýta okkur um of í sókninni. Það kom í bakið á okkur. Við áttum líka í basli með fríköstin hjá þeim. Við réðum ekki nógu vel við [Sander] Sagosen í þeirri stöðu. En að öðru leyti var fyrri hálfleikurinn fínn á móti frábæru liði,“ sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn ekki nógu vel. Við fengum mjög klaufalega brottvísun og gerðum okkur seka um tæknimistök. Þetta breyttist fljótt í fimm marka forskot. Við vorum að elta allan seinni hálfleikinn og það voru þyngsli yfir nokkrum lykilmönnum. Þetta var á köflum þyngslalegt í sókninni.“ Torbjørn Bergerud átti góðan leik í norska markinu og varði alls 16 skot. Björgvin Páll Gústavsson varði ekkert þeirra tólf skota sem hann fékk á sig og Ágúst Elí Björgvinsson leysti hann af hólmi eftir um 20 mínútur, kláraði leikinn og varði sex skot. „Markvarslan var ekki góð stóran hluta í fyrri hálfleik. Hún skánaði með innkomu Ágústs og hann kemur ágætlega út úr þessum leik,“ sagði Guðmundur. Ánægður með margt í vörninni Þrátt fyrir að Ísland hafi fengið á sig 31 mark sá landsliðsþjálfarinn jákvæða hluti í íslensku vörninni. „Þeir eru erfiðir við að eiga og mjög sterkir maður á móti manni. Góður hluti marka þeirra komu eftir hraðaupphlaup og í yfirtölu. Mér fannst margt jákvætt við varnarleik okkar,“ sagði Guðmundur og bætti við að litlu atriðin telji mikið gegn jafn sterku liði og Noregi. „Við klúðruðum fullt af dauðafærum sem er ólíkt lykilmönnum, tvö víti fóru í súginn og mér finnst við eiga töluvert inni. Norðmenn refsa fyrir öll mistök og þeir eru bara komnir lengra en við. Við erum ekki jafn góðir og þeir í dag. Það er ljóst.“ Guðmundur kallaði þá Óðin Þór Ríkharðsson og Bjarka Má Elísson til Noregs vegna meiðsla Sigvalda Guðjónssonar og veikinda Stefáns Rafns Sigurmannssonar. Þá er Arnar Freyr Arnarsson enn að jafna sig eftir að hafa nefbrotnað í leik með Kristianstad. Sigvaldi ekki með um helgina „Stefán Rafn er að koma til en það var ákveðið að hann kæmi ekki með út. Við vorum að vonast til að hann væri búinn að jafna sig en svo er ekki. Hann verður heima. Sigvaldi gat því miður ekki tekið þátt í leiknum og við ætlum að hvíla hann fram yfir helgi. Hann tognaði lítils háttar og í samráði við lækna var ákveðið að hvíla hann,“ sagði Guðmundur. „Arnar Freyr er við æfingar á Íslandi en þó ekki í „kontakt“ á meðan þetta er að gróa. En okkur hefur verið tjáð að þetta eigi að vera gróið fyrir HM.“ Ísland mætir Brasilíu á morgun og Hollandi á sunnudaginn í seinni tveimur leikjum sínum á Gjensidige Cup. Báðir leikirnir hefjast klukkan 14.30 að íslenskum tíma.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira