Aron Pálmars og Björgvin Páll fjarri sínu besta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2019 17:30 Aron Pálmarsson og Björgvin Páll Gústavsson. Mynd/Samsett/HSÍ Aron Pálmarsson og Björgvin Páll Gústavsson eru tveir af reyndustu leikmönnum íslenska handboltalandsliðsins og góð frammistaða þeirra er algjört lykilatriði ef vel á að fara á HM í handbolta í Þýskalandi og Danmörku. Frammistaða Arons og Björgvins Páls heillaði hinsvegar ekki marga í sex marka tapi á móti Noregi á æfingamótinu í Osló í gær. Aron skoraði aðeins tvö mörk þrátt fyrir að reyna sjö skot í leiknum og Björgvini Páli tókst ekki að verja eitt einasta skot af þeim tólf sem Norðmenn skutu á hann. Þessi frammistaða þeirra tveggja gefur tilefni til þess að hafa áhyggjur. Félagsliða-Aron Pálmarsson er handboltamaður á heimsmælikvarða... Landsliðs-Aron Pálmarsson er ofmetnasti handboltamaður íslandssögunar#handbolti — Aðalsteinn Tryggva (@AdalsteinnTr) January 3, 2019Tap gegn Noregi. Erfiður leikur gegn góðum andstæðingi. Tvö atriði stöðu upp úr. Aðalmarkvörður Norðmanna varði 17 skot á meðan aðalmarkvörður Íslendinga varði 0 skot. Sagosen dró vagn Norðmanna en sama er ekki hægt að segja um Aron Pálmarsson hjá okkar mönnum. #handbolti#hsí — Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) January 3, 2019Norðmenn skrefi framar eins og er, hvergi veikur hlekkur. Gísli Þorgeir flottur en báðir hornamenn, ásamt Aroni og Bjöggi langt undir pari. Verðum að fá þessa menn í toppformi til að vinna heimsklassalið eins og Noreg #handbolti — Halldór Sigfússon (@dorifusa) January 3, 2019 Íslenska handboltalandsliðið á eftir að mæta Brasilíumönnum og Hollendingum á þessu æfingamóti í Noregi og þessir tveir lykilmenn íslenska liðsins fá því tvö tækifæri til að finna taktinn og koma sér í gang. Það skiptir íslenska liðið mjög miklu máli að besti sóknarmaðurinn og aðalmarkvörðurinn séu að spila vel ætli þetta fyrsta stórmót liðsins undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar að ganga vel. Báðir voru í góðum gír á því síðasta undir stjórn Guðmundar sem voru Ólympíuleikarnir í London 2012. Aron Pálmarsson skoraði þá 37 mörk í 6 leikjum og komst í úrvalslið mótsins og Björgvin Páll varði meðal annars 4 af 13 vítum sem hann reyndi við.Fréttin hefur verið uppfærð. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Körfubolti Fleiri fréttir Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Sjá meira
Aron Pálmarsson og Björgvin Páll Gústavsson eru tveir af reyndustu leikmönnum íslenska handboltalandsliðsins og góð frammistaða þeirra er algjört lykilatriði ef vel á að fara á HM í handbolta í Þýskalandi og Danmörku. Frammistaða Arons og Björgvins Páls heillaði hinsvegar ekki marga í sex marka tapi á móti Noregi á æfingamótinu í Osló í gær. Aron skoraði aðeins tvö mörk þrátt fyrir að reyna sjö skot í leiknum og Björgvini Páli tókst ekki að verja eitt einasta skot af þeim tólf sem Norðmenn skutu á hann. Þessi frammistaða þeirra tveggja gefur tilefni til þess að hafa áhyggjur. Félagsliða-Aron Pálmarsson er handboltamaður á heimsmælikvarða... Landsliðs-Aron Pálmarsson er ofmetnasti handboltamaður íslandssögunar#handbolti — Aðalsteinn Tryggva (@AdalsteinnTr) January 3, 2019Tap gegn Noregi. Erfiður leikur gegn góðum andstæðingi. Tvö atriði stöðu upp úr. Aðalmarkvörður Norðmanna varði 17 skot á meðan aðalmarkvörður Íslendinga varði 0 skot. Sagosen dró vagn Norðmanna en sama er ekki hægt að segja um Aron Pálmarsson hjá okkar mönnum. #handbolti#hsí — Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) January 3, 2019Norðmenn skrefi framar eins og er, hvergi veikur hlekkur. Gísli Þorgeir flottur en báðir hornamenn, ásamt Aroni og Bjöggi langt undir pari. Verðum að fá þessa menn í toppformi til að vinna heimsklassalið eins og Noreg #handbolti — Halldór Sigfússon (@dorifusa) January 3, 2019 Íslenska handboltalandsliðið á eftir að mæta Brasilíumönnum og Hollendingum á þessu æfingamóti í Noregi og þessir tveir lykilmenn íslenska liðsins fá því tvö tækifæri til að finna taktinn og koma sér í gang. Það skiptir íslenska liðið mjög miklu máli að besti sóknarmaðurinn og aðalmarkvörðurinn séu að spila vel ætli þetta fyrsta stórmót liðsins undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar að ganga vel. Báðir voru í góðum gír á því síðasta undir stjórn Guðmundar sem voru Ólympíuleikarnir í London 2012. Aron Pálmarsson skoraði þá 37 mörk í 6 leikjum og komst í úrvalslið mótsins og Björgvin Páll varði meðal annars 4 af 13 vítum sem hann reyndi við.Fréttin hefur verið uppfærð.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Körfubolti Fleiri fréttir Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Sjá meira