Jólablað Sportveiðiblaðsins komið út Karl Lúðvíksson skrifar 23. desember 2018 14:29 Jólablað Sportveiðiblaðsins er komið út og eins og venjulega er blaðið stútfullt af skemmtilegum greinum um veiði. Í þessu þriðja tölublaði ársins fær skotveiði sérstaklega mikið vægi. Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta er kominn heim og ræðir þriggja ára planið og veiðina. Haraldur Haraldsson kynnir fyrir lesendum Whaleriver í Kanada og Ellert Aðalsteinsson margfaldur meistari í skotfimi er í viðtali. Rasmus Ovesen er með líflega og skemmtilega frásögn frá Astove hringrifinu þar sem hann berst við meistara eyðileggingana, risabrynstirtluna. Við kynnumst fluguveiðifélaginu Ármönnum og fáum pistil frá Áka formanni Skotvís. Einnig er gluggað í jólabækurnar og birt eru brot úr völdum bókum eins um Gunnar í Hrútatungu, Undir sumarhimni auk þess sem við gluggum í ritið Fiskivegir eftir Þór Sigfússonar en hún er um laxastiga sem Vífill Oddsson verkfræðingur hefur hannað eða komið að í gegnum tíðina. Einnig eru pistlar og greinar, fluguhnýtingahornið er á sínum stað og margt áhugavert. Mest lesið 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði Fleiri lokatölur í nýjum vikulegum veiðitölum Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Sjóbleikjan ekki mætt fyrir norðan Veiði
Jólablað Sportveiðiblaðsins er komið út og eins og venjulega er blaðið stútfullt af skemmtilegum greinum um veiði. Í þessu þriðja tölublaði ársins fær skotveiði sérstaklega mikið vægi. Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta er kominn heim og ræðir þriggja ára planið og veiðina. Haraldur Haraldsson kynnir fyrir lesendum Whaleriver í Kanada og Ellert Aðalsteinsson margfaldur meistari í skotfimi er í viðtali. Rasmus Ovesen er með líflega og skemmtilega frásögn frá Astove hringrifinu þar sem hann berst við meistara eyðileggingana, risabrynstirtluna. Við kynnumst fluguveiðifélaginu Ármönnum og fáum pistil frá Áka formanni Skotvís. Einnig er gluggað í jólabækurnar og birt eru brot úr völdum bókum eins um Gunnar í Hrútatungu, Undir sumarhimni auk þess sem við gluggum í ritið Fiskivegir eftir Þór Sigfússonar en hún er um laxastiga sem Vífill Oddsson verkfræðingur hefur hannað eða komið að í gegnum tíðina. Einnig eru pistlar og greinar, fluguhnýtingahornið er á sínum stað og margt áhugavert.
Mest lesið 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði Fleiri lokatölur í nýjum vikulegum veiðitölum Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Sjóbleikjan ekki mætt fyrir norðan Veiði