Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. nóvember 2018 10:00 Aron Einar Gunnarsson segir sögu sína á opinskáan hátt í nýrri bók sinni. vísir Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, viðurkennir í nýrri bók sinni, Aron - Sagan mín, að hafa verið virkur í partístandi á öðru ári sínu hjá Coventry á Englandi á þeim tíma sem honum gekk hvað verst á ferlinum. Fyrirliðinn hleypir fólki nær sér en áður í þessari nýju bók og dregur hvergi undan þegar að hann segir frá því hvernig hann fór úr Skarðshlíðinni á Akureyri í það að leiða íslenska landsliðið út á völlinn á HM á móti Lionel Messi. Aron Einar gekk í raðir Coventry á Englandi árið 2009, þá 19 ára gamall eftir tvö ár í herbúðum AZ Alkmaar í Hollandi. Honum gekk frábærlega fyrsta tímabilið og var kjörinn leikmaður ársins. Ferilinn tók smá dýfu tímabilið eftir og viðurkennir Aron að hann geti þar sjálfur sér um kennt.Lífið hefur ekki bara verið dans á rósum hjá Aroni Einar.vísir/gettyPeningum sturtað niður „Leikvangur Coventry er geggjað mannvirki og innan veggja hans er spilavíti. Það kom fyrir annað slagið að leikmenn kíktu þangað. Ég man að það blikkuðu viðvörunarljós hjá mömmu þegar hún frétti af þessu og hún reyndi að brýna fyrir mér að ég gæti alveg eins sturtað peningunum mínum ofan í klósettið eins og að stunda spilavítið,“ segir Aron í bókinni. „Það er auðvitað rétt hjá henni en þessi predikun hafði ekki mikið áhrif á mig. Ég hef sem betur fer aldrei kynnst spilafíkn svo að þetta var ekkert vandamál en mér fannst ég verða að prófa. Ég var ungur, ákafur og ákveðinn í að stimpla mig inn í hópinn. Eftir um það bil fjórða skipti sem ég fór inn með 100 pund og tómhentur út gaf ég þetta þó upp á bátinn.“ „Stundum þarf maður einfaldlega að brenna sig til að læra og það átti líka við um ákveðið fjárfestingabíó sem ég tók í,“ segir Aron.Aron tók við fyrirliðabandinu árið 2012.vísir/gettyNokkrir bjórar hverja helgi Landsliðsfyrirliðinn segir frá mikilli bjórmenningu í enska boltanum eins og flestum er kunnugt. Á þessum tíma voru menn að fá sér nokkra bjóra um helgar, oftast tvo daga í röð og spila svo á þriðjudegi. Aroni gekk illa á þessum tímapunkti og var búinn að missa einbeitinguna á verkefnið hjá Coventry. „Þegar ég var upp á mitt virkasta var þetta orðið þannig að ég fór á djammið með strákunum eftir leik á laugardegi og svo fór maður aftur út á sunnudeginum og fékk sér 4-5 bjóra og mætti svo á æfingu á mánudegi. Þetta var svo endurtekið helgina eftir - og þá næstu,“ segir Aron. „Þegar ég lít til baka hugsa ég að þetta djammtímabil hafi verið eitthvað sem ég þurfti einfaldlega að taka út fyrr eða síðar. Ég hafði svo gott sem misst af öllu félagslífi með félögunum heima og þarna gafst tækifæri til að prófa þetta allt saman af krafti í skemmtilegum hópi.“Kristbjörg Jónasdóttir, eiginkona Arons Einars, smellir einum á landsliðsfyrirliðann fyrir brottförina á HM.Vísir/EgillAHélt sig algjöran spaða Þriðja tímabilið hjá Aroni hjá Coventry var litlu skárra viðurkennir hann sjálfur í bókinni. Hann náði þó heldur betur að rífa sig upp úr lægðinni sem hófst með því að ganga í raðir Cardiff en ári síðar var hann orðinn fyrirliði íslenska landsliðsins og síðan þá hefur leiðin bara legið upp á við. „Það er engin spurning að djammið setti strik í reikninginn hjá mér þennan veturinn sem einkenndist af hálfkáki. Ég hélt að ég væri algjör spaði og ég þyrfti ekki lengur að hafa fyrir hlutunum, eins og þetta væri bara komið hjá mér,“ segir Aron sem hafði kynnst svipuðum týpum í Hollandi. „Ég var orðinn einn af þeim sem ég hneykslaðist á í Alkmaar. Ef ég er ekki inni á vellinum af heilum hug er ég einfaldlega lélegur leikmaður,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Fjárhættuspil Íslenski boltinn Næturlíf Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, viðurkennir í nýrri bók sinni, Aron - Sagan mín, að hafa verið virkur í partístandi á öðru ári sínu hjá Coventry á Englandi á þeim tíma sem honum gekk hvað verst á ferlinum. Fyrirliðinn hleypir fólki nær sér en áður í þessari nýju bók og dregur hvergi undan þegar að hann segir frá því hvernig hann fór úr Skarðshlíðinni á Akureyri í það að leiða íslenska landsliðið út á völlinn á HM á móti Lionel Messi. Aron Einar gekk í raðir Coventry á Englandi árið 2009, þá 19 ára gamall eftir tvö ár í herbúðum AZ Alkmaar í Hollandi. Honum gekk frábærlega fyrsta tímabilið og var kjörinn leikmaður ársins. Ferilinn tók smá dýfu tímabilið eftir og viðurkennir Aron að hann geti þar sjálfur sér um kennt.Lífið hefur ekki bara verið dans á rósum hjá Aroni Einar.vísir/gettyPeningum sturtað niður „Leikvangur Coventry er geggjað mannvirki og innan veggja hans er spilavíti. Það kom fyrir annað slagið að leikmenn kíktu þangað. Ég man að það blikkuðu viðvörunarljós hjá mömmu þegar hún frétti af þessu og hún reyndi að brýna fyrir mér að ég gæti alveg eins sturtað peningunum mínum ofan í klósettið eins og að stunda spilavítið,“ segir Aron í bókinni. „Það er auðvitað rétt hjá henni en þessi predikun hafði ekki mikið áhrif á mig. Ég hef sem betur fer aldrei kynnst spilafíkn svo að þetta var ekkert vandamál en mér fannst ég verða að prófa. Ég var ungur, ákafur og ákveðinn í að stimpla mig inn í hópinn. Eftir um það bil fjórða skipti sem ég fór inn með 100 pund og tómhentur út gaf ég þetta þó upp á bátinn.“ „Stundum þarf maður einfaldlega að brenna sig til að læra og það átti líka við um ákveðið fjárfestingabíó sem ég tók í,“ segir Aron.Aron tók við fyrirliðabandinu árið 2012.vísir/gettyNokkrir bjórar hverja helgi Landsliðsfyrirliðinn segir frá mikilli bjórmenningu í enska boltanum eins og flestum er kunnugt. Á þessum tíma voru menn að fá sér nokkra bjóra um helgar, oftast tvo daga í röð og spila svo á þriðjudegi. Aroni gekk illa á þessum tímapunkti og var búinn að missa einbeitinguna á verkefnið hjá Coventry. „Þegar ég var upp á mitt virkasta var þetta orðið þannig að ég fór á djammið með strákunum eftir leik á laugardegi og svo fór maður aftur út á sunnudeginum og fékk sér 4-5 bjóra og mætti svo á æfingu á mánudegi. Þetta var svo endurtekið helgina eftir - og þá næstu,“ segir Aron. „Þegar ég lít til baka hugsa ég að þetta djammtímabil hafi verið eitthvað sem ég þurfti einfaldlega að taka út fyrr eða síðar. Ég hafði svo gott sem misst af öllu félagslífi með félögunum heima og þarna gafst tækifæri til að prófa þetta allt saman af krafti í skemmtilegum hópi.“Kristbjörg Jónasdóttir, eiginkona Arons Einars, smellir einum á landsliðsfyrirliðann fyrir brottförina á HM.Vísir/EgillAHélt sig algjöran spaða Þriðja tímabilið hjá Aroni hjá Coventry var litlu skárra viðurkennir hann sjálfur í bókinni. Hann náði þó heldur betur að rífa sig upp úr lægðinni sem hófst með því að ganga í raðir Cardiff en ári síðar var hann orðinn fyrirliði íslenska landsliðsins og síðan þá hefur leiðin bara legið upp á við. „Það er engin spurning að djammið setti strik í reikninginn hjá mér þennan veturinn sem einkenndist af hálfkáki. Ég hélt að ég væri algjör spaði og ég þyrfti ekki lengur að hafa fyrir hlutunum, eins og þetta væri bara komið hjá mér,“ segir Aron sem hafði kynnst svipuðum týpum í Hollandi. „Ég var orðinn einn af þeim sem ég hneykslaðist á í Alkmaar. Ef ég er ekki inni á vellinum af heilum hug er ég einfaldlega lélegur leikmaður,“ segir Aron Einar Gunnarsson.
Fjárhættuspil Íslenski boltinn Næturlíf Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Sjá meira