Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Karl Lúðvíksson skrifar 27. nóvember 2018 08:22 Laugardaginn 1. desember fer fram Iron Fly fluguhnýtingarkeppnin er þar geta allir tekið þátt óháð reynslu. Iron Fly er fyrst og fremst stemningsviðburður þar sem veiðimenn og fluguhnýtarar hittast og skemmta sér og spjalla. Hápunktur kvöldsins er fluguhnýtingarkeppni þar sem allir geta tekið þátt, óháð reynslu. Það er bara að mæta og ná sæti. Vegleg verðlaun eru í boði, allskonar græjur og veiðileyfi. Keppnin er með mjög óhefðbundnu sniði og þurfa hnýtarar að leysa ýmis skondin vandamál. Þá verður happdrætti en verðmæti vinninga hleypur á hundruðum þúsunda. Að sjálfsögðu verður Jón á Sólon með góð tilboð á barnum og einnig verður hægt að smakka eitthvað ljúffengt. Alveg tilvalið að kíkja á þetta skemmtilega kvöld og byrja að telja niður dagana í næsta veiðitímabil. Mest lesið Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Kavíar er nýja flugan sem þú þarft að prófa Veiði
Laugardaginn 1. desember fer fram Iron Fly fluguhnýtingarkeppnin er þar geta allir tekið þátt óháð reynslu. Iron Fly er fyrst og fremst stemningsviðburður þar sem veiðimenn og fluguhnýtarar hittast og skemmta sér og spjalla. Hápunktur kvöldsins er fluguhnýtingarkeppni þar sem allir geta tekið þátt, óháð reynslu. Það er bara að mæta og ná sæti. Vegleg verðlaun eru í boði, allskonar græjur og veiðileyfi. Keppnin er með mjög óhefðbundnu sniði og þurfa hnýtarar að leysa ýmis skondin vandamál. Þá verður happdrætti en verðmæti vinninga hleypur á hundruðum þúsunda. Að sjálfsögðu verður Jón á Sólon með góð tilboð á barnum og einnig verður hægt að smakka eitthvað ljúffengt. Alveg tilvalið að kíkja á þetta skemmtilega kvöld og byrja að telja niður dagana í næsta veiðitímabil.
Mest lesið Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Kavíar er nýja flugan sem þú þarft að prófa Veiði