Neitaði að láta sjá sig og skildi 1,8 milljarða eftir á borðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2018 22:45 Le'Veon Bell. Vísir/Getty Le'Veon Bell er einn besti hlauparinn í NFL-deildinni en hann mun ekki spila eina einustu mínútu á þessu tímabilið þrátt fyrir að vera ómeiddur og á toppi síns ferils. Le'Veon Bell hefur spilað frábærlega fyrir Pittsburgh Steelers frá árinu 2013 en annað árið í röð náði Bell og forráðamenn Pittsburgh ekki saman um nýjan samning. Pittsburgh Steelers ákvað því að festa Bell annað árið í röð undir svokölluðu „franchise tag“ en hvert lið hefur leyfi til að gera slíkt. Le'Veon Bell og Steelers voru búin að vera í samningarviðræðum en leikmanninum fannst ekki mikið til þeirra tilboða koma. Niðustaðan var að festa leikmanninn hjá liðinu í eitt ár til viðbótar. Bell fékk þó engin sultarlaun í þessu „fangelsi“ en það kom þó í veg fyrir að hann kæmist út á markaðinn og gæti samið við annað félag.Le'Veon Bell is now looking to stay healthy and strike a mega deal this offseason. pic.twitter.com/OERfEjviDz — ESPN (@espn) November 13, 2018Le'Veon Bell átti að fá 14,5 milljónir dollara fyrir tímabilið eða 1,8 milljarða íslenskra króna. Bell neitaði hinsvegar að láta sjá sig og í gær rann út lokafresturinn fyrir hann. Bell skrópaði enn á ný og nú er ljóst að hann má ekki spila á þessu tímabili. Það er einnig ljóst að hann fær ekkert af þessum 1,8 milljörðum króna sem hann átti að fá fyrir tímabilið.By not showing up, Le’Veon Bell's transition tender will stay higher for 2019 #NFLhttps://t.co/rtEjWbWcUypic.twitter.com/Kzw2ij0vqQ — NBC Sports (@NBCSports) November 14, 2018Le'Veon Bell mun leitast eftir nýjum samning eftir þetta tímabil og mörg félög munu örugglega bjóða honum gull og græna skóga. Hvort hann nái að vinna upp þetta milljarðatap sem hann varð fyrir á þessu tímabili er aftur á móti allt önnur saga. Það fylgir sögunni að varamaður Le'Veon Bell, James Conner, hefur átt frábært tímabili og Pittsburgh Steelers liðið er á miklu skriði. Það er því ekki eins og Pittsburgh Steelers sakni Bell mikið. Conner er líka miklu ódýrari leikmaður en er að skila sömu ef ekki betri tölum það sem af er tímabilinu. NFL Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira
Le'Veon Bell er einn besti hlauparinn í NFL-deildinni en hann mun ekki spila eina einustu mínútu á þessu tímabilið þrátt fyrir að vera ómeiddur og á toppi síns ferils. Le'Veon Bell hefur spilað frábærlega fyrir Pittsburgh Steelers frá árinu 2013 en annað árið í röð náði Bell og forráðamenn Pittsburgh ekki saman um nýjan samning. Pittsburgh Steelers ákvað því að festa Bell annað árið í röð undir svokölluðu „franchise tag“ en hvert lið hefur leyfi til að gera slíkt. Le'Veon Bell og Steelers voru búin að vera í samningarviðræðum en leikmanninum fannst ekki mikið til þeirra tilboða koma. Niðustaðan var að festa leikmanninn hjá liðinu í eitt ár til viðbótar. Bell fékk þó engin sultarlaun í þessu „fangelsi“ en það kom þó í veg fyrir að hann kæmist út á markaðinn og gæti samið við annað félag.Le'Veon Bell is now looking to stay healthy and strike a mega deal this offseason. pic.twitter.com/OERfEjviDz — ESPN (@espn) November 13, 2018Le'Veon Bell átti að fá 14,5 milljónir dollara fyrir tímabilið eða 1,8 milljarða íslenskra króna. Bell neitaði hinsvegar að láta sjá sig og í gær rann út lokafresturinn fyrir hann. Bell skrópaði enn á ný og nú er ljóst að hann má ekki spila á þessu tímabili. Það er einnig ljóst að hann fær ekkert af þessum 1,8 milljörðum króna sem hann átti að fá fyrir tímabilið.By not showing up, Le’Veon Bell's transition tender will stay higher for 2019 #NFLhttps://t.co/rtEjWbWcUypic.twitter.com/Kzw2ij0vqQ — NBC Sports (@NBCSports) November 14, 2018Le'Veon Bell mun leitast eftir nýjum samning eftir þetta tímabil og mörg félög munu örugglega bjóða honum gull og græna skóga. Hvort hann nái að vinna upp þetta milljarðatap sem hann varð fyrir á þessu tímabili er aftur á móti allt önnur saga. Það fylgir sögunni að varamaður Le'Veon Bell, James Conner, hefur átt frábært tímabili og Pittsburgh Steelers liðið er á miklu skriði. Það er því ekki eins og Pittsburgh Steelers sakni Bell mikið. Conner er líka miklu ódýrari leikmaður en er að skila sömu ef ekki betri tölum það sem af er tímabilinu.
NFL Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira