Kári: Mun mæta 45 ára í landsliðið ef ég verð valinn Tómas Þór Þórðarson í Brussel skrifar 15. nóvember 2018 08:30 Kári Árnason hætti við að hætta. Vísir/Getty Íslenska landsliðið í fótbolta mætir Belgíu í lokaleik 2. riðils Þjóðadeildar UEFA í kvöld klukkan 19.45 að íslenskum tíma en upphitun á Stöð 2 Sport HD hefst klukkkan 19.00. Mikil meiðsli eru í herbúðum íslenska liðsins og ljóst að miklar breytingar verða gerðar á byrjunarliðinu. Vísir reyndi að spá fyrir um byrjunarliðð í gær eins og má lesa hér. Strákarnir okkar hafa aldrei glímt við svona mikil meiðsli en alls eru tíu leikmen á meiðslalistanum sem er gríðarlegur fjöldi. „Þetta er nýtt á nálinni hjá okkur. Við höfum verið mjög heppnir með meiðsli í gegnum tíðina. Það hefur stundum verið bras á sumum en við náðum alltaf allir að spila. Þetta hefur allt spilast með okkur og það er kannski að bíta okkur í rassinn núna. Maður er ekki heppinn að eilífu,“ segir Kári Árnason í viðtali við Vísi.Margir leikmenn Íslands eru meiddir.vísir/gettyGott að auka breiddina Óreyndari landsliðsmenn fá tækifæri á móti Belgíu í kvöld því Hamrén einfaldlega verður að henda einhverjum í djúpu laugina. Íslenska liðið er falið úr Þjóðadeildinni og því betri aðstæður fyrir nýja menn að koma inn. „Það er ekki allt undir eins og hefur alltaf verið. Það er annar séns að komast á EM en þar verðum við líklega í öðrum styrkleikaflokki sem er frábært. Líkurnar á að komast á EM í gegnum riðilinn eru fínar,“ segir Kári. „Það er alltaf gott að vita að það eru til strákar sem hægt er að treysta fyrir því að koma inn á og byrja leiki. Það eykur breiddina að sjá hvað þessir strákar geta í alvöru leikjum. Auðvitað geta menn átt slæman leik. Þetta stendur ekki allt og fellur með leik á móti Belgíu á útivelli.“ „Þetta er svolítið öðruvísi fótbolti. Þetta snýst um einbeitingu. Menn verða að vera einbeittir allan tímann. Ef menn gleyma sér í þrjár sekúndur er þeim refsað,“ segir Kári.Erik Hamrén vill áfram nýta krafta Kára.vísir/gettyFlott pæling að hætta eftir HM Ungir eða gamlir. Það skiptir ekki máli. Til að vinna landsleik í fótbolta þarf bara að spila á sínu sterkasta segir miðvörðurinn. „Það er undir þjálfurunum komið hvað þeir gera þegar að allir eru heilir. Það verður bara að spila á sterkasta liðinu hvort sem menn eru ungir eða gamlir og þá er ég ekki að tala um mig,“ segir hann. Eftir síðasta leikinn á HM í sumar setti Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, mynd á Instagram þar sem að hann kvaddi Kára Árnason og Ólaf Inga Skúlason og þakkaði þeim fyrir dagana í landsliðinu. Kári var þar hættur, eða svona næstum því. „Ég er ekkert að stressa mig á þessu. Ég var neyddur til að hætta þarna en svo var ég beðinn um að halda áfram,“ segir Kári kíminn og hlær. „Ég var alveg á báðum áttum þarna. Þetta gerðist allt í stemningunni eftir síðasta leikinn á HM. Það var rosa flott pæling að hætta á HM en landsliðið hefur bara gefið mér það mikið að ég get ekki sagt nei ef ég er beðinn um að halda áfram. Það kemur ekki til greina,“ segir hann. „Ef menn telja mig enn þá nógu góðan til að spila fyrir landsliðið 45 ára eða að ég get gefið eitthvað af mér þá myndi ég ekki segja nei. Það myndi ekki gerast,“ segir Kári Árnason. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Landsliðsþjálfarar hjálparlausir gagnvart meiðslum Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir þjálfara félagsliða geta reynt að hafa áhrif á meiðslafjölda leikmanna sinna en landsliðsþjálfarar geti ekkert gert. 15. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta mætir Belgíu í lokaleik 2. riðils Þjóðadeildar UEFA í kvöld klukkan 19.45 að íslenskum tíma en upphitun á Stöð 2 Sport HD hefst klukkkan 19.00. Mikil meiðsli eru í herbúðum íslenska liðsins og ljóst að miklar breytingar verða gerðar á byrjunarliðinu. Vísir reyndi að spá fyrir um byrjunarliðð í gær eins og má lesa hér. Strákarnir okkar hafa aldrei glímt við svona mikil meiðsli en alls eru tíu leikmen á meiðslalistanum sem er gríðarlegur fjöldi. „Þetta er nýtt á nálinni hjá okkur. Við höfum verið mjög heppnir með meiðsli í gegnum tíðina. Það hefur stundum verið bras á sumum en við náðum alltaf allir að spila. Þetta hefur allt spilast með okkur og það er kannski að bíta okkur í rassinn núna. Maður er ekki heppinn að eilífu,“ segir Kári Árnason í viðtali við Vísi.Margir leikmenn Íslands eru meiddir.vísir/gettyGott að auka breiddina Óreyndari landsliðsmenn fá tækifæri á móti Belgíu í kvöld því Hamrén einfaldlega verður að henda einhverjum í djúpu laugina. Íslenska liðið er falið úr Þjóðadeildinni og því betri aðstæður fyrir nýja menn að koma inn. „Það er ekki allt undir eins og hefur alltaf verið. Það er annar séns að komast á EM en þar verðum við líklega í öðrum styrkleikaflokki sem er frábært. Líkurnar á að komast á EM í gegnum riðilinn eru fínar,“ segir Kári. „Það er alltaf gott að vita að það eru til strákar sem hægt er að treysta fyrir því að koma inn á og byrja leiki. Það eykur breiddina að sjá hvað þessir strákar geta í alvöru leikjum. Auðvitað geta menn átt slæman leik. Þetta stendur ekki allt og fellur með leik á móti Belgíu á útivelli.“ „Þetta er svolítið öðruvísi fótbolti. Þetta snýst um einbeitingu. Menn verða að vera einbeittir allan tímann. Ef menn gleyma sér í þrjár sekúndur er þeim refsað,“ segir Kári.Erik Hamrén vill áfram nýta krafta Kára.vísir/gettyFlott pæling að hætta eftir HM Ungir eða gamlir. Það skiptir ekki máli. Til að vinna landsleik í fótbolta þarf bara að spila á sínu sterkasta segir miðvörðurinn. „Það er undir þjálfurunum komið hvað þeir gera þegar að allir eru heilir. Það verður bara að spila á sterkasta liðinu hvort sem menn eru ungir eða gamlir og þá er ég ekki að tala um mig,“ segir hann. Eftir síðasta leikinn á HM í sumar setti Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, mynd á Instagram þar sem að hann kvaddi Kára Árnason og Ólaf Inga Skúlason og þakkaði þeim fyrir dagana í landsliðinu. Kári var þar hættur, eða svona næstum því. „Ég er ekkert að stressa mig á þessu. Ég var neyddur til að hætta þarna en svo var ég beðinn um að halda áfram,“ segir Kári kíminn og hlær. „Ég var alveg á báðum áttum þarna. Þetta gerðist allt í stemningunni eftir síðasta leikinn á HM. Það var rosa flott pæling að hætta á HM en landsliðið hefur bara gefið mér það mikið að ég get ekki sagt nei ef ég er beðinn um að halda áfram. Það kemur ekki til greina,“ segir hann. „Ef menn telja mig enn þá nógu góðan til að spila fyrir landsliðið 45 ára eða að ég get gefið eitthvað af mér þá myndi ég ekki segja nei. Það myndi ekki gerast,“ segir Kári Árnason.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Landsliðsþjálfarar hjálparlausir gagnvart meiðslum Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir þjálfara félagsliða geta reynt að hafa áhrif á meiðslafjölda leikmanna sinna en landsliðsþjálfarar geti ekkert gert. 15. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Landsliðsþjálfarar hjálparlausir gagnvart meiðslum Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir þjálfara félagsliða geta reynt að hafa áhrif á meiðslafjölda leikmanna sinna en landsliðsþjálfarar geti ekkert gert. 15. nóvember 2018 07:00