Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Karl Lúðvíksson skrifar 22. október 2018 11:00 Veiðitímabilið er að verða búið en veiðimenn eru þegar farnir að bóka fyrir næsta sumar Nú eru aðeins örfáir dagar þangað til allri stangveiði lýkur en veiðimenn eru engu að síður farnir að bóka fyrir sumarið 2019. Það er mikið bókað og í einhverjum tilfellum finna veiðileyfasalar greinilega aukningu á bókunum. Lækkandi gengi krónunnar getur vissulega haft einhver áhrif og en það voru dæmi um að erlendir veiðimenn hættu við veiðiferðir til Íslands þegar breska pundið sem dæmi var orðið mjög lágt. Nokkur aukning hefur verið á bókunum eftir að pundið hækkaði. Hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur hefur forsölutímabilið gengið mjög vel og er svo komið að Haukadalsá og Straumfjarðará eru að verða uppseldar. "Þetta hefur gengið mjög vel og staðan er þannig núna að bæði Haukadalsá og Straumfjarðará eru að verða uppseldar. Langá er langt komin en hún er nú þegar uppseld út júlí en miðað við eftirspurn væri líklega hægt að selja þann mánuð tvisvar" sagði Ari Hermóður Jafetsson framkvæmdastjóri SVFR í samtali við Veiðivísi. "Síðan hefur verið aukin eftirspurn í Mývatnssveit og Laxárdalinn en Laxárdalurinn hefur verið að koma mjög sterkur inn aftur sem er ánægjulegt" bætir Ari við. Mest lesið Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði 177 laxar komnir úr Affallinu Veiði 20-30 urriðar á dag á ION svæðinu Veiði Brúará gaf mest 140 laxa árið 1973 Veiði 64 sm bleikja í Lónsá Veiði Langá á Mýrum komin yfir 2.600 laxa Veiði
Nú eru aðeins örfáir dagar þangað til allri stangveiði lýkur en veiðimenn eru engu að síður farnir að bóka fyrir sumarið 2019. Það er mikið bókað og í einhverjum tilfellum finna veiðileyfasalar greinilega aukningu á bókunum. Lækkandi gengi krónunnar getur vissulega haft einhver áhrif og en það voru dæmi um að erlendir veiðimenn hættu við veiðiferðir til Íslands þegar breska pundið sem dæmi var orðið mjög lágt. Nokkur aukning hefur verið á bókunum eftir að pundið hækkaði. Hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur hefur forsölutímabilið gengið mjög vel og er svo komið að Haukadalsá og Straumfjarðará eru að verða uppseldar. "Þetta hefur gengið mjög vel og staðan er þannig núna að bæði Haukadalsá og Straumfjarðará eru að verða uppseldar. Langá er langt komin en hún er nú þegar uppseld út júlí en miðað við eftirspurn væri líklega hægt að selja þann mánuð tvisvar" sagði Ari Hermóður Jafetsson framkvæmdastjóri SVFR í samtali við Veiðivísi. "Síðan hefur verið aukin eftirspurn í Mývatnssveit og Laxárdalinn en Laxárdalurinn hefur verið að koma mjög sterkur inn aftur sem er ánægjulegt" bætir Ari við.
Mest lesið Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði 177 laxar komnir úr Affallinu Veiði 20-30 urriðar á dag á ION svæðinu Veiði Brúará gaf mest 140 laxa árið 1973 Veiði 64 sm bleikja í Lónsá Veiði Langá á Mýrum komin yfir 2.600 laxa Veiði