Sarah Silverman leyfði Louis C.K. að stunda sjálfsfróun fyrir framan sig Sylvía Hall skrifar 22. október 2018 20:51 Silverman ásamt Louis C.K. til hægri. Vísir/Getty Grínistinn og leikkonan Sarah Silverman tjáði sig um samband sitt við uppistandarann Louis C.K. í þætti Howard Stern nú á dögunum en grínistarnir hafa verið vinir um árabil. Louis C.K. var sakaður um ósæmilega hegðun í garð kvenkyns uppistandara fyrir ári síðan í tengslum við #MeToo-byltinguna. Silverman hefur verið á meðal þeirra kvenna sem hafa talað um kynjamisrétti í skemmtanabransanum og segir hún C.K. hafa misnotað aðstöðu sína gagnvart þessum konum en fimm konur stigu fram og sögðu grínistann hafa stundað sjálfsfróun fyrir framan þær. Sjá einnig: Louis C.K.: „Þessar sögur eru sannar“ Grínistarnir hafa verið vinir í yfir 25 ár og segir Silverman að hún hafi leyft C.K. að stunda sjálfsfróun fyrir framan sig á fyrstu árum þeirra í skemmtibransanum. Hún segir það hafi verið gert í góðu gríni og ekki sambærilegt því sem hinar konurnar upplifðu. „Það er ekki sambærilegt því sem þessar konur eru að tala um. Hann gat ekki boðið mér neitt. Við vorum bara vinir. Stundum vildi ég sjá það, það var stórkostlegt. Stundum sagði ég „alls ekki, ógeðslegt“ og við fengum okkur pizzu.“ Hún segir vandamálið liggja í því að hegðun C.K. breyttist ekki eftir að hann varð frægur. Hún segir honum hafa liðið eins og hann væri enn sami maður en áttaði sig ekki á breyttum aðstæðum. Þá segist hún vita til þess að hann hafi reynt að breyta hegðun sinni áður en ásakanirnar birtust í fjölmiðlum. „Það er til fólk sem neitar fyrir allt sem það er sakað um og heldur áfram að vera stjórnmálamenn eða kvikmyndagerðarmenn líkt og það var áður. Svo er það fólkið sem stígur fram og segir: „Ég er sekur um þessa hluti, ég gerði rangt og vill breyta rétt“ og svo er það fólkið sem er útilokað úr samfélaginu til æviloka. Hann er bróðir minn, svo þetta er erfitt. Ég hef kannski ekki hlutlaust sjónarhorn á málið en ég er að reyna,“ sagði Silverman. Þá sagðist hún ekki ætlast til þess að allir myndu taka grínistanum opnum örmum á ný. Hún sagði hann þó sjá eftir gjörðum sínum og vildi sjá hann tala um það á sviði. MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Kom óvænt fram í fyrsta sinn síðan „sögurnar reyndust sannar“ Eigandi Comedy Cellar, Noam Dworman, staðfesti fregnir af uppistandi C.K. í gær. 28. ágúst 2018 14:53 HBO slítur samstarfi við Louis C.K. Fimm konur hafa sakað bandaríska grínistann Louis C.K. um kynferðislega áreitni. 10. nóvember 2017 14:00 Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Fimm konur sem flestar starfa sem uppistandarar hafa ásakað Louis C.K. um ósæmilega hegðun gagnvart sér. 9. nóvember 2017 20:49 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira
Grínistinn og leikkonan Sarah Silverman tjáði sig um samband sitt við uppistandarann Louis C.K. í þætti Howard Stern nú á dögunum en grínistarnir hafa verið vinir um árabil. Louis C.K. var sakaður um ósæmilega hegðun í garð kvenkyns uppistandara fyrir ári síðan í tengslum við #MeToo-byltinguna. Silverman hefur verið á meðal þeirra kvenna sem hafa talað um kynjamisrétti í skemmtanabransanum og segir hún C.K. hafa misnotað aðstöðu sína gagnvart þessum konum en fimm konur stigu fram og sögðu grínistann hafa stundað sjálfsfróun fyrir framan þær. Sjá einnig: Louis C.K.: „Þessar sögur eru sannar“ Grínistarnir hafa verið vinir í yfir 25 ár og segir Silverman að hún hafi leyft C.K. að stunda sjálfsfróun fyrir framan sig á fyrstu árum þeirra í skemmtibransanum. Hún segir það hafi verið gert í góðu gríni og ekki sambærilegt því sem hinar konurnar upplifðu. „Það er ekki sambærilegt því sem þessar konur eru að tala um. Hann gat ekki boðið mér neitt. Við vorum bara vinir. Stundum vildi ég sjá það, það var stórkostlegt. Stundum sagði ég „alls ekki, ógeðslegt“ og við fengum okkur pizzu.“ Hún segir vandamálið liggja í því að hegðun C.K. breyttist ekki eftir að hann varð frægur. Hún segir honum hafa liðið eins og hann væri enn sami maður en áttaði sig ekki á breyttum aðstæðum. Þá segist hún vita til þess að hann hafi reynt að breyta hegðun sinni áður en ásakanirnar birtust í fjölmiðlum. „Það er til fólk sem neitar fyrir allt sem það er sakað um og heldur áfram að vera stjórnmálamenn eða kvikmyndagerðarmenn líkt og það var áður. Svo er það fólkið sem stígur fram og segir: „Ég er sekur um þessa hluti, ég gerði rangt og vill breyta rétt“ og svo er það fólkið sem er útilokað úr samfélaginu til æviloka. Hann er bróðir minn, svo þetta er erfitt. Ég hef kannski ekki hlutlaust sjónarhorn á málið en ég er að reyna,“ sagði Silverman. Þá sagðist hún ekki ætlast til þess að allir myndu taka grínistanum opnum örmum á ný. Hún sagði hann þó sjá eftir gjörðum sínum og vildi sjá hann tala um það á sviði.
MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Kom óvænt fram í fyrsta sinn síðan „sögurnar reyndust sannar“ Eigandi Comedy Cellar, Noam Dworman, staðfesti fregnir af uppistandi C.K. í gær. 28. ágúst 2018 14:53 HBO slítur samstarfi við Louis C.K. Fimm konur hafa sakað bandaríska grínistann Louis C.K. um kynferðislega áreitni. 10. nóvember 2017 14:00 Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Fimm konur sem flestar starfa sem uppistandarar hafa ásakað Louis C.K. um ósæmilega hegðun gagnvart sér. 9. nóvember 2017 20:49 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira
Kom óvænt fram í fyrsta sinn síðan „sögurnar reyndust sannar“ Eigandi Comedy Cellar, Noam Dworman, staðfesti fregnir af uppistandi C.K. í gær. 28. ágúst 2018 14:53
HBO slítur samstarfi við Louis C.K. Fimm konur hafa sakað bandaríska grínistann Louis C.K. um kynferðislega áreitni. 10. nóvember 2017 14:00
Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Fimm konur sem flestar starfa sem uppistandarar hafa ásakað Louis C.K. um ósæmilega hegðun gagnvart sér. 9. nóvember 2017 20:49