Lækna-Tómas lék Dr. Tomas í stórmynd um voðaverk Breivik Birgir Olgeirsson skrifar 12. október 2018 10:35 Tómas Guðbjartsson ásamt einum af aðalleikurum myndarinnar, Jonas Strand Gravli, og Andra Wilberg Orrasyni. Tómas Guðbjartsson Læknirinn Tómas Guðbjartsson fer með hlutverk í Netflix-myndinni 22. Júlí sem segir frá fjöldamorði Anders Behring Breivik í Osló og Útey í Noregi árið 2011. Í árásunum fórust samtals 77 manns, átta í sprengingunni í Osló og 69 í skotárásunum á Útey. Leikstjóri myndarinnar er Paul Greengrass sem hefur leikstýrt þremur Bourne-myndum, með Matt Damon í aðalhlutverki, og stórmyndunum United 93 og Captain Phillips en þessar tvær síðarnefndu eru báðar byggðar á sannsögulegum atburðum líkt og 22. Júlí.Greengrass vann handrit kvikmyndarinnar upp úr bókinni One of Us sem fjallar um ódæði Breivik og eftirmála þeirra.Tómas Guðbjartsson greinir frá aðkomu sinni að myndinni á Facebook-síðu sinni. Þar segir hann íslenska framleiðslufyrirtækið True North hafa beðið sig um að vera læknisfræðilegan ráðgjafa myndarinnar, en Tómas hefur áður sinnt slíku hlutverki í kvikmyndunum Eiðnum og Good Heart, eftir leikstjórana Baltasar Kormák og Dag Kára. Hann segir Greengrass hafa síðar meir beðið hann um að taka að sér hlutverk bráða- og heilaskurðlæknis í myndinni sem gengur undir nafninu Dr. Tomas. Tómas tók með sér skurðteymi af Landspítalanum og segir tökurnar hafa reynst afar krefjandi fyrir allt teymið. Íslandstenging myndarinnar er mikil því tökur á sjúkrahúsatriðunum fóru fram á sjúkrahúsinu í Keflavík og þá voru atriði sem áttu að gerast á Svalbarða í Noregi tekin upp á Siglufirði. Hryðjuverk í Útey Landspítalinn Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Læknirinn Tómas Guðbjartsson fer með hlutverk í Netflix-myndinni 22. Júlí sem segir frá fjöldamorði Anders Behring Breivik í Osló og Útey í Noregi árið 2011. Í árásunum fórust samtals 77 manns, átta í sprengingunni í Osló og 69 í skotárásunum á Útey. Leikstjóri myndarinnar er Paul Greengrass sem hefur leikstýrt þremur Bourne-myndum, með Matt Damon í aðalhlutverki, og stórmyndunum United 93 og Captain Phillips en þessar tvær síðarnefndu eru báðar byggðar á sannsögulegum atburðum líkt og 22. Júlí.Greengrass vann handrit kvikmyndarinnar upp úr bókinni One of Us sem fjallar um ódæði Breivik og eftirmála þeirra.Tómas Guðbjartsson greinir frá aðkomu sinni að myndinni á Facebook-síðu sinni. Þar segir hann íslenska framleiðslufyrirtækið True North hafa beðið sig um að vera læknisfræðilegan ráðgjafa myndarinnar, en Tómas hefur áður sinnt slíku hlutverki í kvikmyndunum Eiðnum og Good Heart, eftir leikstjórana Baltasar Kormák og Dag Kára. Hann segir Greengrass hafa síðar meir beðið hann um að taka að sér hlutverk bráða- og heilaskurðlæknis í myndinni sem gengur undir nafninu Dr. Tomas. Tómas tók með sér skurðteymi af Landspítalanum og segir tökurnar hafa reynst afar krefjandi fyrir allt teymið. Íslandstenging myndarinnar er mikil því tökur á sjúkrahúsatriðunum fóru fram á sjúkrahúsinu í Keflavík og þá voru atriði sem áttu að gerast á Svalbarða í Noregi tekin upp á Siglufirði.
Hryðjuverk í Útey Landspítalinn Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein