Nýtt Sportveiðiblað komið út Karl Lúðvíksson skrifar 17. október 2018 10:40 Inga Lind er í viðtali en hún er mikil veiðikona. Veiðimenn fagna alltaf þegar lesefni um stang og skotveiði kemur út enda er vetur framundan og þá er fátt eins gott og að lesa smá um veiði. Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu er komið út og sem fyrr er blaðið stútfullt af skemmtilegu efni. Þar ber kannski hæst skemmtilegt viðtal við Ingu Lind Karlsdóttur fjölmiðlakonu sem er mikil veiðikona og hefur veitt frá því að hún var smástelpa.Forsíða nýja Sportveiðiblaðsins.Páll í Veiðisafninu á Stokkseyri er í fróðlegu viðtali um safnið og eins má í blaðinu finna viðtal við veiðilistamanninn Ragnar Hólm Ragnarsson. Halldór Gunnarsson í Veiðibúllunni segir frá viðureign við 400 punda Blue Merlin í Mexíkó en hann fór í ferð þangað ásamt félögum sínum og það er óhætt að segja að sú ferð hafi verið eftirminnileg. Sportveiðiblaðið tekur einnig fyrir 40 ára afmæli Skotvís og að lokum er blaðið kyddað með eftirminnilegri veiðisögu úr Straumfjarðará. Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði Ennþá góð vikuveiði í laxveiðiánum Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Forsala SVAK að hefjast í Svarfaðardalsá Veiði Yfir 1000 urriðar á land á ION svæðinu Veiði Laxá í Dölum að vakna til lífsins Veiði Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Veiði Hraunsfjörður er að gefa fína veiði Veiði
Veiðimenn fagna alltaf þegar lesefni um stang og skotveiði kemur út enda er vetur framundan og þá er fátt eins gott og að lesa smá um veiði. Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu er komið út og sem fyrr er blaðið stútfullt af skemmtilegu efni. Þar ber kannski hæst skemmtilegt viðtal við Ingu Lind Karlsdóttur fjölmiðlakonu sem er mikil veiðikona og hefur veitt frá því að hún var smástelpa.Forsíða nýja Sportveiðiblaðsins.Páll í Veiðisafninu á Stokkseyri er í fróðlegu viðtali um safnið og eins má í blaðinu finna viðtal við veiðilistamanninn Ragnar Hólm Ragnarsson. Halldór Gunnarsson í Veiðibúllunni segir frá viðureign við 400 punda Blue Merlin í Mexíkó en hann fór í ferð þangað ásamt félögum sínum og það er óhætt að segja að sú ferð hafi verið eftirminnileg. Sportveiðiblaðið tekur einnig fyrir 40 ára afmæli Skotvís og að lokum er blaðið kyddað með eftirminnilegri veiðisögu úr Straumfjarðará.
Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði Veiði Ennþá góð vikuveiði í laxveiðiánum Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Forsala SVAK að hefjast í Svarfaðardalsá Veiði Yfir 1000 urriðar á land á ION svæðinu Veiði Laxá í Dölum að vakna til lífsins Veiði Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Veiði Hraunsfjörður er að gefa fína veiði Veiði