Bannar dóttur sinni að horfa á Öskubusku og Litlu hafmeyjuna Birgir Olgeirsson skrifar 18. október 2018 22:00 Leikkonan Keira Knightley. Vísir/Getty Breska leikkonan Keira Knightley bannar þriggja ára dóttur sinni að horfa á kvikmyndir frá Disney ef hún er ósátt við þá mynd sem er dregin upp af konum í þeim myndum.Greint er frá þessu á vef BBC en þar segir að Öskubuska og Litla hafmeyjan séu á meðal mynda sem eru á bannlista leikkonunnar. Hún sagði þetta í spjallþætti Ellen DeGeneres. Þar sagði hún til að mynda Öskubusku, eins og hún var túlkuð á sjötta áratug síðustu aldar, bíða eftir einhverjum auðugum manni sem á að koma henni til bjarga. „Ekki bíða! Bjargaðu sjálfri þér. Augljóslega.“ Leikkonan bætti þó við að hún elskaði Litlu hafmeyjuna og því reyndist það henni erfitt að banna þriggja ára dóttur sinni að horfa á hana. „Lögin eru frábær, en ekki gefa röddina þína eftir fyrir karlmann. Halló!“Sjálf hefur Knightley leikið í Disney-myndum, þar á með Pirates of the Caribbean, en hún sagði að ekki væru allar myndir frá þessu fyrirtæki slæmar. Leitin að Dóru, eða Finding Dory, er í miklu uppáhaldi sem og Frozen og Mona. Knightley er á ferð og flugi þessar mundir til að kynna nýjustu mynd sína um Hnotubrjótinn sem Disney framleiðir.BBC segir Knightley ekki fyrstu leikkonuna til að gagnrýna Disney vegna þess hvernig konur birtast í myndum fyrirtækisins. Kristen Bell, sem talsetti eina af aðalpersónum Frozen, sagði Mjallhvíti senda börnum slæm skilaboð um samþykki. Segist hún hafa rætt við dætur sínar og spurt þær hvort þeim finnist ekki skrýtið að Mjallhvít hafi ekki spurt nornina hvers vegna hún þurfti að borða eplið eða hvaðan nornin fékk eplið? Þá spurði hún líka dætur sínar hvort þeim þætti það ekki skrýtið að prinsinn kyssi Mjallhvíti án hennar leyfis? „Þú mátt nefnilega ekki kyssa einhvern ef hann er sofandi,“ sagðist Bell hafa ítrekað fyrir dætrum sínum. Disney Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Breska leikkonan Keira Knightley bannar þriggja ára dóttur sinni að horfa á kvikmyndir frá Disney ef hún er ósátt við þá mynd sem er dregin upp af konum í þeim myndum.Greint er frá þessu á vef BBC en þar segir að Öskubuska og Litla hafmeyjan séu á meðal mynda sem eru á bannlista leikkonunnar. Hún sagði þetta í spjallþætti Ellen DeGeneres. Þar sagði hún til að mynda Öskubusku, eins og hún var túlkuð á sjötta áratug síðustu aldar, bíða eftir einhverjum auðugum manni sem á að koma henni til bjarga. „Ekki bíða! Bjargaðu sjálfri þér. Augljóslega.“ Leikkonan bætti þó við að hún elskaði Litlu hafmeyjuna og því reyndist það henni erfitt að banna þriggja ára dóttur sinni að horfa á hana. „Lögin eru frábær, en ekki gefa röddina þína eftir fyrir karlmann. Halló!“Sjálf hefur Knightley leikið í Disney-myndum, þar á með Pirates of the Caribbean, en hún sagði að ekki væru allar myndir frá þessu fyrirtæki slæmar. Leitin að Dóru, eða Finding Dory, er í miklu uppáhaldi sem og Frozen og Mona. Knightley er á ferð og flugi þessar mundir til að kynna nýjustu mynd sína um Hnotubrjótinn sem Disney framleiðir.BBC segir Knightley ekki fyrstu leikkonuna til að gagnrýna Disney vegna þess hvernig konur birtast í myndum fyrirtækisins. Kristen Bell, sem talsetti eina af aðalpersónum Frozen, sagði Mjallhvíti senda börnum slæm skilaboð um samþykki. Segist hún hafa rætt við dætur sínar og spurt þær hvort þeim finnist ekki skrýtið að Mjallhvít hafi ekki spurt nornina hvers vegna hún þurfti að borða eplið eða hvaðan nornin fékk eplið? Þá spurði hún líka dætur sínar hvort þeim þætti það ekki skrýtið að prinsinn kyssi Mjallhvíti án hennar leyfis? „Þú mátt nefnilega ekki kyssa einhvern ef hann er sofandi,“ sagðist Bell hafa ítrekað fyrir dætrum sínum.
Disney Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira