Slæmt högg Koepka í Ryder-bikarnum blindaði áhorfanda á öðru auga Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. október 2018 11:30 Brooks Koepka athugaði líðan áhorfandans. vísir/getty Áhorfandi sem fékk golfbolta í andlitið eftir upphafshögg bandaríska kylfingsins Brooks Koepka á fyrsta degi Ryder-bikarsins segist ekki geta séð með hægra auganu og íhugar að leita réttar síns. AFP greinir frá. Koepka missti upphafshöggið á sjöttu braut út af vellinum og boltinn fór í augað á hinni 49 ára gömlu Corine Remande sem ferðaðist alla leið frá Egyptalandi til þess að fylgjast með Ryder-bikarnum. „Læknar hafa tjáð mér að ég muni aldrei sjá framar með þessu auga,“ segir Remande í samtali við AFP en hún ætlar líklega að kæra til þess að eiga fyrir sjúkrahúsgjöldum. „Þetta gerðist svo hratt að ég fann ekki fyrir sársauka þegar að atvikið átti sér stað. Mér leið ekki eins og boltinn hefði farið í andlitið á mér en síðan fann ég fyrir blóðinu byrja að renna.“ „Ég fór í myndatöku á föstudaginn sem staðfesti að augntóftin hægra megin er brotin og augasteinninn sprakk,“ segir Corine Remande. Hún hefur gagnrýnt forsvarsmenn Ryder-bikarsins í París fyrir að hafa ekki samband við hana og athuga líðan hennar. Sömuleiðis heldur Remande því fram að enginn hafi öskrað á áhorfendur og varað þá við þessu slæma höggi Koepka. Golf Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Áhorfandi sem fékk golfbolta í andlitið eftir upphafshögg bandaríska kylfingsins Brooks Koepka á fyrsta degi Ryder-bikarsins segist ekki geta séð með hægra auganu og íhugar að leita réttar síns. AFP greinir frá. Koepka missti upphafshöggið á sjöttu braut út af vellinum og boltinn fór í augað á hinni 49 ára gömlu Corine Remande sem ferðaðist alla leið frá Egyptalandi til þess að fylgjast með Ryder-bikarnum. „Læknar hafa tjáð mér að ég muni aldrei sjá framar með þessu auga,“ segir Remande í samtali við AFP en hún ætlar líklega að kæra til þess að eiga fyrir sjúkrahúsgjöldum. „Þetta gerðist svo hratt að ég fann ekki fyrir sársauka þegar að atvikið átti sér stað. Mér leið ekki eins og boltinn hefði farið í andlitið á mér en síðan fann ég fyrir blóðinu byrja að renna.“ „Ég fór í myndatöku á föstudaginn sem staðfesti að augntóftin hægra megin er brotin og augasteinninn sprakk,“ segir Corine Remande. Hún hefur gagnrýnt forsvarsmenn Ryder-bikarsins í París fyrir að hafa ekki samband við hana og athuga líðan hennar. Sömuleiðis heldur Remande því fram að enginn hafi öskrað á áhorfendur og varað þá við þessu slæma höggi Koepka.
Golf Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira