Atli Viðar: Stundir í þessu sem lifa með manni alla tíð Anton Ingi Leifsson skrifar 2. október 2018 20:00 Atli Viðar Björnsson tilkynnti í dag að hann hefði lagt skóna á hilluna. Atli Viðar er sáttur með ákvörðunina og er stoltur af ótrúlegum ferli sínum. „Ég held að þetta sé tímapunkturinn til þess að stoppa, allavega í þeirri mynd sem ég þekki,” sagði Atli Viðar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hvenær ákvað hann þetta? „Þetta var í haust að ég labbaði út úr Krikanum á laugardegi eftir æfingu að þá fann ég að þetta var rétt ákvörðun.” Er þetta í fyrsta sinn sem hann hugsar um að hætta? „Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef hugsað um þetta af alvöru. Ég hef áður hugsað um hvað væri rétt að gera en aldrei fyrr en núna að hætta og stoppa.” Árangur Atla Viðars er ótrúlegur. Hann skoraði rúmlega hundrað mörk fyrir FH í efstu deild, vann ófáa titlana og hann lítur stoltur til baka. „Ég á bara góðar minningar þegar ég horfi til baka. Það eru stundir í þessu sem lifa með manni alla tíð. Það er ekkert annað en gleði þegar ég horfi til baka.” „Maður er í boltanum fyrir árangur. Titlarnir og allt sem þeim fylgdi. FH-félagsskapurinn er einstakur og mér og konunni hefur liðið vel frá fyrsta degi er við komum að norðan.” Hann hefur gengið í gegnum súrt og sætt í Krikanum en ef að hann þyrfti að velja eitt augnablik í FH-treyjunni, hvað myndi hann velja? „Mark sem ég skoraði á móti Keflavík 2008. Við urðum að vinna og þá gerði ég sigurmarkið á síðustu mínútunni. Ef ég á að nefna eitthvað eitt þá kemur þetta upp en það er endalaust,” en getur hann verið eitthvað annað en sáttur? „Ég er mjög sáttur. Mér líður vel með að þetta sé komið fram. Það eru nokkrar vikur síðan ég ákvað þetta en núna er ég búinn að hafa þann tíma til að sannfærast um að þeta sé rétt og mér líður vel með þetta.” Atli Viðar kom til FH 2001 og var því í félaginu í sautján ár. Hann segir að eitthvað hafi breyst en á endanum snúist þetta alltaf um það sama. „Umgjörðin og allt sem kemur að því hefur farið úr litlu sem engu í það sem það er í dag. FH sem félag hefur farið í gegnum ótrúlegar breytingar. Fótboltinn er taktískari en á endanum eru þetta bara fótbolti; tvö mörk og ellefu í hvoru liði," sagði þessi goðsögn að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Atli Viðar Björnsson tilkynnti í dag að hann hefði lagt skóna á hilluna. Atli Viðar er sáttur með ákvörðunina og er stoltur af ótrúlegum ferli sínum. „Ég held að þetta sé tímapunkturinn til þess að stoppa, allavega í þeirri mynd sem ég þekki,” sagði Atli Viðar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hvenær ákvað hann þetta? „Þetta var í haust að ég labbaði út úr Krikanum á laugardegi eftir æfingu að þá fann ég að þetta var rétt ákvörðun.” Er þetta í fyrsta sinn sem hann hugsar um að hætta? „Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef hugsað um þetta af alvöru. Ég hef áður hugsað um hvað væri rétt að gera en aldrei fyrr en núna að hætta og stoppa.” Árangur Atla Viðars er ótrúlegur. Hann skoraði rúmlega hundrað mörk fyrir FH í efstu deild, vann ófáa titlana og hann lítur stoltur til baka. „Ég á bara góðar minningar þegar ég horfi til baka. Það eru stundir í þessu sem lifa með manni alla tíð. Það er ekkert annað en gleði þegar ég horfi til baka.” „Maður er í boltanum fyrir árangur. Titlarnir og allt sem þeim fylgdi. FH-félagsskapurinn er einstakur og mér og konunni hefur liðið vel frá fyrsta degi er við komum að norðan.” Hann hefur gengið í gegnum súrt og sætt í Krikanum en ef að hann þyrfti að velja eitt augnablik í FH-treyjunni, hvað myndi hann velja? „Mark sem ég skoraði á móti Keflavík 2008. Við urðum að vinna og þá gerði ég sigurmarkið á síðustu mínútunni. Ef ég á að nefna eitthvað eitt þá kemur þetta upp en það er endalaust,” en getur hann verið eitthvað annað en sáttur? „Ég er mjög sáttur. Mér líður vel með að þetta sé komið fram. Það eru nokkrar vikur síðan ég ákvað þetta en núna er ég búinn að hafa þann tíma til að sannfærast um að þeta sé rétt og mér líður vel með þetta.” Atli Viðar kom til FH 2001 og var því í félaginu í sautján ár. Hann segir að eitthvað hafi breyst en á endanum snúist þetta alltaf um það sama. „Umgjörðin og allt sem kemur að því hefur farið úr litlu sem engu í það sem það er í dag. FH sem félag hefur farið í gegnum ótrúlegar breytingar. Fótboltinn er taktískari en á endanum eru þetta bara fótbolti; tvö mörk og ellefu í hvoru liði," sagði þessi goðsögn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira