Brimborg segir Kveik hafa vísvitandi sagt fréttir gegn betri vitund Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. október 2018 13:26 Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. Vísir Bílaumboðið Brimborg hafnar alfarið þeirri mynd sem dregin var upp af fyrirtækinu í fréttaskýringaþættinum Kveik, sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu á þriðjudagskvöld. Forstjóri fyrirtækisins, Egill Jóhannsson, segir að fréttamenn Kveiks hafi vísvitandi sjónvarpað röngum fullyrðingum og brotið með því siðareglur Ríkisútvarpsins. Umfjöllunin hafi verið ámælisverð og lævís. Í þætti Kveiks var fjallað um launakjör og aðbúnað erlendra starfsmanna á Íslandi, sérstaklega þeirra sem vinna hjá starfsmannaleigum. Í Kveik kom fram að starfsmaður Brimborgar, sem var á vegum starfsmannaleigu, hafi fengið greidd laun sem væru lægri en þau sem starfsmenn með sömu menntun og reynslu á sama vinnustað fengu greidd. Brimborg hafi þannig mismunað starfsmanninum miðað við íslenska starfsmenn á sama vinnustað. Þessari staðhæfingu hafnar Brimborg í tilkynningu sem forstjórinn undirritar. Hann segir fullyrðinguna ranga og að fréttamanni Kveiks hafi verið kunnugt um það áður en þátturinn var sendur út.Menntun ekki sannreynd „Umræddur starfsmaður kom til Brimborgar á vegum starfsmannaleigu á þeirri forsendu að hann væri bifvélavirki með reynslu. Slíka menntun og reynslu þarf hins vegar að sannreyna frá aðilum sem koma erlendis frá enda þarf að gæta jafnræðis á milli innlendra starfsmanna og erlendra. Þetta ferli heitir „Viðurkenning á erlendu starfsnámi“ og er ferlið aðgengilegt á netinu á íslensku, ensku og pólsku,“ útskýrir forstjórinn og bætir við að starfsmanninum hafi hins vegar skort þessa viðurkenningu. Þrátt fyrir það hafi laun hans verið 14,1% hærri en taxti Eflingar verkalýðsfélags fyrir ófaglærða með 5 ára starfsreynslu, að sögn forstjórans. „Aðrir starfsmenn Brimborgar, sem hann vildi bera sig saman við, voru bæði með viðurkennda menntun og lengri starfsreynslu,“ segir í tilkynningunni.Brimborg er með umboð fyrir Volvo, Ford, Mazda, Citroën og Peugeot á Íslandi.Fréttablaðið/stefánFréttamanni sendar upplýsingar Forstjórinn segir að fréttamanni Kveiks hafi verið sendar „upplýsingar um ofangreint fyrir útsendingu þáttarins en engu að síður er fullyrt í þættinum að viðkomandi starfsmaður hafi haft menntun og reynslu sem bifvélavirki.“ Það þyki fyrirtækinu ámælisvert. Þar að auki þyki Brimborg lævíst af Kveik að setja Brimborg í samhengi við misnotkun og brot á réttindum erlendra starfsmanna, hælisleitenda, mansalsfórnarlamba og svarta atvinnustarfsemi, sem var umfjöllunarefni þorra þáttarins. „Með lævíslegum hætti með notkun á myndmáli og klippingum var Brimborg spyrt við þessi brot þó að það hafi ekki verið nefnt með orðum að Brimborg hafi brotið af sér. Í raun var myndefnið alls ekki í samræmi við umfjöllun þáttarins,“ segir í tilkynnningu Brimborgar.Sjá einnig: Lögmaður starfsmannaleigu sakar Kveik um ranga umfjöllun Brimborg telur að með þessum fréttaflutning hafi fréttamaðurinn brotið siðareglur RÚV og vísar þar sérstaklega til regla um úrvinnslu heimilda og leiðrétta skuli staðreyndavillur og mistök eins fljótt og mögulegt er. „Það er fjarri sanni að Brimborg tengist þeim alvarlegu brotum sem fréttaskýringarþátturinn fjallar um enda er slík háttsemi algerlega í ósamræmi við lög í landinu og gildi félagsins. Af þeim sökum er umfjöllun þáttarins ámælisverð, einkum notkun á myndefni.“ Forstjóri Brimborgar segir þar að auki að fyrirtækið hafi „nýlega fengið staðfest frá þremur af stærstu verkalýðsfélögum starfsmanna að engin mál tengd Brimborg séu á borðum þeirra,“ og á þar við verkalýðsfélögin VR, Eflingu og FIT. „Brimborg hefur gert allt sem í sínu valdi hefur staðið til þess að tryggja hag erlendra starfsmanna og hvetur Vinnumálastofnun og aðrar opinberar stofnanir til þess að sinna eftirlitshlutverki sínu með heimsóknum og skoðun gagna. Við hjá Brimborg munum fagna slíkum heimsóknum,“ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22 Lögmaður starfsmannaleigu sakar Kveik um ranga umfjöllun Halldór Heiðar Hallsson, lögmaður Starfsmannaleigunnar Menn í vinnu ehf., sem fjallað var um í Kveik í gær segir miklar rangfærslur koma fram um fyrirtækið í umfjölluninni. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringarþáttarins, segir að þátturinn tali fyrir sig sjálfur. 3. október 2018 20:00 Fullyrða að hótelstarfsmaðurinn hafi verið með 615 þúsund í mánaðarlaun Northstar Apartments hafnar fréttaflutningi um að fyrirtækið sæti lögreglurannsókn vegna mansals, eins og kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. 3. október 2018 15:30 Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Bílaumboðið Brimborg hafnar alfarið þeirri mynd sem dregin var upp af fyrirtækinu í fréttaskýringaþættinum Kveik, sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu á þriðjudagskvöld. Forstjóri fyrirtækisins, Egill Jóhannsson, segir að fréttamenn Kveiks hafi vísvitandi sjónvarpað röngum fullyrðingum og brotið með því siðareglur Ríkisútvarpsins. Umfjöllunin hafi verið ámælisverð og lævís. Í þætti Kveiks var fjallað um launakjör og aðbúnað erlendra starfsmanna á Íslandi, sérstaklega þeirra sem vinna hjá starfsmannaleigum. Í Kveik kom fram að starfsmaður Brimborgar, sem var á vegum starfsmannaleigu, hafi fengið greidd laun sem væru lægri en þau sem starfsmenn með sömu menntun og reynslu á sama vinnustað fengu greidd. Brimborg hafi þannig mismunað starfsmanninum miðað við íslenska starfsmenn á sama vinnustað. Þessari staðhæfingu hafnar Brimborg í tilkynningu sem forstjórinn undirritar. Hann segir fullyrðinguna ranga og að fréttamanni Kveiks hafi verið kunnugt um það áður en þátturinn var sendur út.Menntun ekki sannreynd „Umræddur starfsmaður kom til Brimborgar á vegum starfsmannaleigu á þeirri forsendu að hann væri bifvélavirki með reynslu. Slíka menntun og reynslu þarf hins vegar að sannreyna frá aðilum sem koma erlendis frá enda þarf að gæta jafnræðis á milli innlendra starfsmanna og erlendra. Þetta ferli heitir „Viðurkenning á erlendu starfsnámi“ og er ferlið aðgengilegt á netinu á íslensku, ensku og pólsku,“ útskýrir forstjórinn og bætir við að starfsmanninum hafi hins vegar skort þessa viðurkenningu. Þrátt fyrir það hafi laun hans verið 14,1% hærri en taxti Eflingar verkalýðsfélags fyrir ófaglærða með 5 ára starfsreynslu, að sögn forstjórans. „Aðrir starfsmenn Brimborgar, sem hann vildi bera sig saman við, voru bæði með viðurkennda menntun og lengri starfsreynslu,“ segir í tilkynningunni.Brimborg er með umboð fyrir Volvo, Ford, Mazda, Citroën og Peugeot á Íslandi.Fréttablaðið/stefánFréttamanni sendar upplýsingar Forstjórinn segir að fréttamanni Kveiks hafi verið sendar „upplýsingar um ofangreint fyrir útsendingu þáttarins en engu að síður er fullyrt í þættinum að viðkomandi starfsmaður hafi haft menntun og reynslu sem bifvélavirki.“ Það þyki fyrirtækinu ámælisvert. Þar að auki þyki Brimborg lævíst af Kveik að setja Brimborg í samhengi við misnotkun og brot á réttindum erlendra starfsmanna, hælisleitenda, mansalsfórnarlamba og svarta atvinnustarfsemi, sem var umfjöllunarefni þorra þáttarins. „Með lævíslegum hætti með notkun á myndmáli og klippingum var Brimborg spyrt við þessi brot þó að það hafi ekki verið nefnt með orðum að Brimborg hafi brotið af sér. Í raun var myndefnið alls ekki í samræmi við umfjöllun þáttarins,“ segir í tilkynnningu Brimborgar.Sjá einnig: Lögmaður starfsmannaleigu sakar Kveik um ranga umfjöllun Brimborg telur að með þessum fréttaflutning hafi fréttamaðurinn brotið siðareglur RÚV og vísar þar sérstaklega til regla um úrvinnslu heimilda og leiðrétta skuli staðreyndavillur og mistök eins fljótt og mögulegt er. „Það er fjarri sanni að Brimborg tengist þeim alvarlegu brotum sem fréttaskýringarþátturinn fjallar um enda er slík háttsemi algerlega í ósamræmi við lög í landinu og gildi félagsins. Af þeim sökum er umfjöllun þáttarins ámælisverð, einkum notkun á myndefni.“ Forstjóri Brimborgar segir þar að auki að fyrirtækið hafi „nýlega fengið staðfest frá þremur af stærstu verkalýðsfélögum starfsmanna að engin mál tengd Brimborg séu á borðum þeirra,“ og á þar við verkalýðsfélögin VR, Eflingu og FIT. „Brimborg hefur gert allt sem í sínu valdi hefur staðið til þess að tryggja hag erlendra starfsmanna og hvetur Vinnumálastofnun og aðrar opinberar stofnanir til þess að sinna eftirlitshlutverki sínu með heimsóknum og skoðun gagna. Við hjá Brimborg munum fagna slíkum heimsóknum,“ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22 Lögmaður starfsmannaleigu sakar Kveik um ranga umfjöllun Halldór Heiðar Hallsson, lögmaður Starfsmannaleigunnar Menn í vinnu ehf., sem fjallað var um í Kveik í gær segir miklar rangfærslur koma fram um fyrirtækið í umfjölluninni. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringarþáttarins, segir að þátturinn tali fyrir sig sjálfur. 3. október 2018 20:00 Fullyrða að hótelstarfsmaðurinn hafi verið með 615 þúsund í mánaðarlaun Northstar Apartments hafnar fréttaflutningi um að fyrirtækið sæti lögreglurannsókn vegna mansals, eins og kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. 3. október 2018 15:30 Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22
Lögmaður starfsmannaleigu sakar Kveik um ranga umfjöllun Halldór Heiðar Hallsson, lögmaður Starfsmannaleigunnar Menn í vinnu ehf., sem fjallað var um í Kveik í gær segir miklar rangfærslur koma fram um fyrirtækið í umfjölluninni. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringarþáttarins, segir að þátturinn tali fyrir sig sjálfur. 3. október 2018 20:00
Fullyrða að hótelstarfsmaðurinn hafi verið með 615 þúsund í mánaðarlaun Northstar Apartments hafnar fréttaflutningi um að fyrirtækið sæti lögreglurannsókn vegna mansals, eins og kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. 3. október 2018 15:30