Þreytir frumraun sína í uppistandi fyrir fullum sal á Hard Rock Sylvía Hall skrifar 8. október 2018 12:45 Jakob segir móttökurnar hafa verið vonum framar. Vignir Daði Valtýsson Jakob Birgisson, tvítugur stjórnmálafræðinemi og fjöllistamaður, mun halda sitt fyrsta uppistand á Hard Rock Café í lok þessa mánaðar. Það þykir kannski ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að sýningin er frumraun Jakobs í uppistandi og seldist upp á sýninguna á aðeins tveimur dögum. Fyrr í sumar vakti Jakob athygli þegar hann gaf út lagið sitt „Sumarsmellur“ sem hljómaði á hinum ýmsu útvarpsstöðvum og hefur verið spilað hátt í tíu þúsund sinnum á Spotify. Sjálfur segist hann þó hafa meiri áhuga á uppistandinu. „Ég hef skemmt í minni einkasamkvæmum og líka á viðburðum þegar ég var í menntaskóla. Mig hefur alltaf langað til þess að halda uppistand en ég hef nú aðallega bara talað um það frekar en að hrinda því í framkvæmd. Síðan ákvað ég í september að ég þyrfti að gera eitthvað í þessu,“ segir Jakob í samtali við Vísi. „Þetta var frekar mikil skyndiákvörðun“. View this post on InstagramKaupið ykkur miða (link í bio)! Hlakka til að sjá ykkur! A post shared by Jakob Birgisson (@jakobbirgis) on Oct 3, 2018 at 4:18am PDT Móttökurnar vonum framar Jakob segir móttökurnar hafa gengið vonum framar, líkt og áður sagði seldist upp á sýninguna á tveimur dögum eftir að miðar fóru í sölu og því hefur verið ákveðið að setja aukasýningu í sölu í dag. Hann hafi þó sett markið töluvert lægra í upphafi. „Ég var búinn að ákveða að ég væri frekar sáttur með að selja hundrað miða en nú er ég búinn að selja tvöhundruð og aukasýning að fara í sölu,“ segir Jakob. Sýningin er með persónulegu sniði og mun hann reifa sínar helstu hversdagsáhyggjur og velta fyrir sér almennu dægurþrasi Íslendinga um strákana okkar, bankamenn og stjórnmálin líkt og kemur fram í auglýsingu fyrir viðburðinn. Þá er sýningunni lýst sem uppgjöri við áleitnar spurningar og æskuminningar. Sýningarnar verða þann 26. október og hægt verður að nálgast miða á aukasýningu Jakobs á tix.is. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Jakob Birgisson, tvítugur stjórnmálafræðinemi og fjöllistamaður, mun halda sitt fyrsta uppistand á Hard Rock Café í lok þessa mánaðar. Það þykir kannski ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að sýningin er frumraun Jakobs í uppistandi og seldist upp á sýninguna á aðeins tveimur dögum. Fyrr í sumar vakti Jakob athygli þegar hann gaf út lagið sitt „Sumarsmellur“ sem hljómaði á hinum ýmsu útvarpsstöðvum og hefur verið spilað hátt í tíu þúsund sinnum á Spotify. Sjálfur segist hann þó hafa meiri áhuga á uppistandinu. „Ég hef skemmt í minni einkasamkvæmum og líka á viðburðum þegar ég var í menntaskóla. Mig hefur alltaf langað til þess að halda uppistand en ég hef nú aðallega bara talað um það frekar en að hrinda því í framkvæmd. Síðan ákvað ég í september að ég þyrfti að gera eitthvað í þessu,“ segir Jakob í samtali við Vísi. „Þetta var frekar mikil skyndiákvörðun“. View this post on InstagramKaupið ykkur miða (link í bio)! Hlakka til að sjá ykkur! A post shared by Jakob Birgisson (@jakobbirgis) on Oct 3, 2018 at 4:18am PDT Móttökurnar vonum framar Jakob segir móttökurnar hafa gengið vonum framar, líkt og áður sagði seldist upp á sýninguna á tveimur dögum eftir að miðar fóru í sölu og því hefur verið ákveðið að setja aukasýningu í sölu í dag. Hann hafi þó sett markið töluvert lægra í upphafi. „Ég var búinn að ákveða að ég væri frekar sáttur með að selja hundrað miða en nú er ég búinn að selja tvöhundruð og aukasýning að fara í sölu,“ segir Jakob. Sýningin er með persónulegu sniði og mun hann reifa sínar helstu hversdagsáhyggjur og velta fyrir sér almennu dægurþrasi Íslendinga um strákana okkar, bankamenn og stjórnmálin líkt og kemur fram í auglýsingu fyrir viðburðinn. Þá er sýningunni lýst sem uppgjöri við áleitnar spurningar og æskuminningar. Sýningarnar verða þann 26. október og hægt verður að nálgast miða á aukasýningu Jakobs á tix.is.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira