Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 20. september 2018 10:42 Nú loka laxveiðiárnar hver af annari og þær lokatölur sem voru birtar í gær gefa til kynna að ágætt veiðisumar sé að verða um garð gengið. Landssamband Veiðifélaga birtir nýjar tölur úr ánum í gær og þar af lokatölur úr nokkrum ám. Það hafa þegar verið birtar lokatölur úr Norðurá en hún endaði í 1.692 löxum á móti 1.719 löxum í fyrra. Lokatölur sem síðan hafa bæst við eru hér upptaldar með lokatölu sumarsins fyrir aftan ána og lokatölu síðasta árs í sviga þar fyrir aftan. Haffjarðará - 1.545 laxar (1.167) Elliðaárnar - 960 laxar (890) Laxá í Aðaldal - 608 laxar (709) Straumfjarðará - 349 laxar (352) Búðardalsá - 331 lax (255) Straumarnir - 215 laxar (277) Laugardalsá - 198 laxar (175) Topp fimm listinn hefur ekki breyst síðan í síðustu viku að öðru leiti en að Miðfjarðará er komin upp fyrir Þverá og Kjarrá. Eystri Rangá trónir ennþá á toppnum og Ytri er skammt á hæla hennar og það er eflaust smá keppni milli þessara tveggja á lokavikunum um hvor þeirra verður aflahærri þegar tímabilinu lýkur. Topp fimm listinn er hér að neðan en listann í heild sinni má finna á www.angling.is1. Eystri Rangá - 3.733 2. Ytri Rangá - 3.593 3. Miðfjarðará - 2.602 4. Þverá og Kjarrá - 2.455 5. Norðurá - 1.692 Mest lesið Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Kavíar er nýja flugan sem þú þarft að prófa Veiði
Nú loka laxveiðiárnar hver af annari og þær lokatölur sem voru birtar í gær gefa til kynna að ágætt veiðisumar sé að verða um garð gengið. Landssamband Veiðifélaga birtir nýjar tölur úr ánum í gær og þar af lokatölur úr nokkrum ám. Það hafa þegar verið birtar lokatölur úr Norðurá en hún endaði í 1.692 löxum á móti 1.719 löxum í fyrra. Lokatölur sem síðan hafa bæst við eru hér upptaldar með lokatölu sumarsins fyrir aftan ána og lokatölu síðasta árs í sviga þar fyrir aftan. Haffjarðará - 1.545 laxar (1.167) Elliðaárnar - 960 laxar (890) Laxá í Aðaldal - 608 laxar (709) Straumfjarðará - 349 laxar (352) Búðardalsá - 331 lax (255) Straumarnir - 215 laxar (277) Laugardalsá - 198 laxar (175) Topp fimm listinn hefur ekki breyst síðan í síðustu viku að öðru leiti en að Miðfjarðará er komin upp fyrir Þverá og Kjarrá. Eystri Rangá trónir ennþá á toppnum og Ytri er skammt á hæla hennar og það er eflaust smá keppni milli þessara tveggja á lokavikunum um hvor þeirra verður aflahærri þegar tímabilinu lýkur. Topp fimm listinn er hér að neðan en listann í heild sinni má finna á www.angling.is1. Eystri Rangá - 3.733 2. Ytri Rangá - 3.593 3. Miðfjarðará - 2.602 4. Þverá og Kjarrá - 2.455 5. Norðurá - 1.692
Mest lesið Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Kavíar er nýja flugan sem þú þarft að prófa Veiði