Túfa: Ætlaði að kveðja Akureyrarvöll með sigri Arnar Geir Halldórsson skrifar 23. september 2018 17:03 Hvað tekur við hjá Túfa? Vísir/Eyþór „Þetta er held ég furðulegasti leikur sem ég hef stjórnað síðan ég tók við KA. Ég held að það hafi verið 8-10 dauðafæri á báða bóga. Oft gerist þetta þegar það er ekki mjög mikið undir en samt settum við þetta upp sem úrslitaleik um 6.sætið,“ sagði Túfa eftir 4-3 sigur KA á Grindavík í 21.umferð Pepsi-deildar karla í dag. Oft er talað um svona markaleiki sem martröð fyrir þjálfara en var þetta ekki bara draumaendir fyrir Túfa hjá KA? „Nákvæmlega. Það eina sem var á hreinu og ég sagði það við strákana að ég ætlaði ekki að kveðja Akureyrarvöll með öðru en sigri og þeir gáfu mér sigur með fullt af mörkum og fullt af færum. Skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur,“ sagði Túfa. Hann hefur starfað fyrir KA undanfarin 13 ár og gengið í ýmis störf fyrir félagið á þeim tíma. Hann var því eðlilega kvaddur með virktum í leikslok. „Það eru miklar tilfinningar í gangi. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka stuðningsmönnunum fyrir þennan stuðning. Þeir hafa stutt við liðið og mig líka. Þetta er rosalega erfitt og búin að vera erfið vika fyrir mig. Fótboltinn er þannig að þjálfarataskan þarf alltaf að vera klár og mín er klár svo við sjáum bara til eftir tímabil hvað verður næsta skref hjá mér,“ sagði Túfa. Óvíst er hvað tekur við hjá Túfa en hann hefur meðal annars verið orðaður við andstæðinga KA í dag; Grindavík. Eins eru margir Akureyringar norðan Glerár sem renna skyndilega hýru auga til Túfa þessa dagana en Inkasso-deildarlið Þórs er í þjálfaraleit eftir að Lárus Orri Sigurðsson hætti í Þorpinu á dögunum. Hann fékkst þó ekki til að gefa það upp hvort hann hefði átt í viðræðum við Þór, Grindavík eða önnur félög á undanförnum dögum. „Það er ein vika eftir hér sem ég vil klára. Ég vil klára síðasta leikinn vel; fyrir félagið mitt, mig sjálfan og leikmennina. Svo kemur bara í ljós eftir tímabilið hvað verður,“ segir Túfa. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA 4-3 Grindavík | Markasúpa í kveðjuleik Túfa Það var boðið upp á markasúpu á Greifavellinum á Akureyri í dag þegar KA og Grindavík áttust við í 21.umferð Pepsi-deildar karla. 23. september 2018 17:00 Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira
„Þetta er held ég furðulegasti leikur sem ég hef stjórnað síðan ég tók við KA. Ég held að það hafi verið 8-10 dauðafæri á báða bóga. Oft gerist þetta þegar það er ekki mjög mikið undir en samt settum við þetta upp sem úrslitaleik um 6.sætið,“ sagði Túfa eftir 4-3 sigur KA á Grindavík í 21.umferð Pepsi-deildar karla í dag. Oft er talað um svona markaleiki sem martröð fyrir þjálfara en var þetta ekki bara draumaendir fyrir Túfa hjá KA? „Nákvæmlega. Það eina sem var á hreinu og ég sagði það við strákana að ég ætlaði ekki að kveðja Akureyrarvöll með öðru en sigri og þeir gáfu mér sigur með fullt af mörkum og fullt af færum. Skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur,“ sagði Túfa. Hann hefur starfað fyrir KA undanfarin 13 ár og gengið í ýmis störf fyrir félagið á þeim tíma. Hann var því eðlilega kvaddur með virktum í leikslok. „Það eru miklar tilfinningar í gangi. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka stuðningsmönnunum fyrir þennan stuðning. Þeir hafa stutt við liðið og mig líka. Þetta er rosalega erfitt og búin að vera erfið vika fyrir mig. Fótboltinn er þannig að þjálfarataskan þarf alltaf að vera klár og mín er klár svo við sjáum bara til eftir tímabil hvað verður næsta skref hjá mér,“ sagði Túfa. Óvíst er hvað tekur við hjá Túfa en hann hefur meðal annars verið orðaður við andstæðinga KA í dag; Grindavík. Eins eru margir Akureyringar norðan Glerár sem renna skyndilega hýru auga til Túfa þessa dagana en Inkasso-deildarlið Þórs er í þjálfaraleit eftir að Lárus Orri Sigurðsson hætti í Þorpinu á dögunum. Hann fékkst þó ekki til að gefa það upp hvort hann hefði átt í viðræðum við Þór, Grindavík eða önnur félög á undanförnum dögum. „Það er ein vika eftir hér sem ég vil klára. Ég vil klára síðasta leikinn vel; fyrir félagið mitt, mig sjálfan og leikmennina. Svo kemur bara í ljós eftir tímabilið hvað verður,“ segir Túfa.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA 4-3 Grindavík | Markasúpa í kveðjuleik Túfa Það var boðið upp á markasúpu á Greifavellinum á Akureyri í dag þegar KA og Grindavík áttust við í 21.umferð Pepsi-deildar karla. 23. september 2018 17:00 Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA 4-3 Grindavík | Markasúpa í kveðjuleik Túfa Það var boðið upp á markasúpu á Greifavellinum á Akureyri í dag þegar KA og Grindavík áttust við í 21.umferð Pepsi-deildar karla. 23. september 2018 17:00