Bókanir komnar á fullt fyrir næsta sumar Karl Lúðvíksson skrifar 24. september 2018 10:59 Veiðimenn eru þegar farnir að bóka fyrir sumarið 2019 Þrátt fyrir að veiðisumrinu sé ekki ennþá lokið eru veiðimenn þegar farnir að bóka fyrir næsta sumar. Eðlilega er meiri aðsókn að sumum ám en öðrum og finna veiðileyfasalar mikið fyrir því sem og þeir veiðimenn sem renna hýru auga í leyfi á besta tíma í minni ánum. Það hefur verið mikil aukning í eftirspurn eftir leyfum í tveggja til þriggja stangá árnar þar sem veiðimenn sjá um sig sjálfir en eins og gefur að skilja er takmarkað framboð. Helst eru það innlendir veiðimenn sem sækja í þessi leyfi en það er líka nokkur aukning af erlendum veiðimönnum sem vilja komast að. Í óformlegri könnun um hvað veiðimenn ætluðu sér að eyða í veiðileyfi á komandi ári kemur í ljós að flestir eru að eyða um 120.000 krónum í leyfi á ári en það eru margir að eyða mun meira en það. Mikil aðsókn hefur verið í góð silungsveiðileyfi og það eru nokkrar ár sem eru alltaf vinsælar eins og silungasvæðin í Vatnsdalsá en það má líkja sjá merkjanlegan mun á aðsókn á ákveðin vatnasvæði eins og Skagaheiði og Arnarvatnsheiði en síðan standa Veiðivötn auðvitað alltaf fyrir sínu. Mest lesið Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Stundum vill hann bara Frigga Veiði Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Aukið samstarf Veiða.is og Norðurár Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði
Þrátt fyrir að veiðisumrinu sé ekki ennþá lokið eru veiðimenn þegar farnir að bóka fyrir næsta sumar. Eðlilega er meiri aðsókn að sumum ám en öðrum og finna veiðileyfasalar mikið fyrir því sem og þeir veiðimenn sem renna hýru auga í leyfi á besta tíma í minni ánum. Það hefur verið mikil aukning í eftirspurn eftir leyfum í tveggja til þriggja stangá árnar þar sem veiðimenn sjá um sig sjálfir en eins og gefur að skilja er takmarkað framboð. Helst eru það innlendir veiðimenn sem sækja í þessi leyfi en það er líka nokkur aukning af erlendum veiðimönnum sem vilja komast að. Í óformlegri könnun um hvað veiðimenn ætluðu sér að eyða í veiðileyfi á komandi ári kemur í ljós að flestir eru að eyða um 120.000 krónum í leyfi á ári en það eru margir að eyða mun meira en það. Mikil aðsókn hefur verið í góð silungsveiðileyfi og það eru nokkrar ár sem eru alltaf vinsælar eins og silungasvæðin í Vatnsdalsá en það má líkja sjá merkjanlegan mun á aðsókn á ákveðin vatnasvæði eins og Skagaheiði og Arnarvatnsheiði en síðan standa Veiðivötn auðvitað alltaf fyrir sínu.
Mest lesið Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Stundum vill hann bara Frigga Veiði Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Aukið samstarf Veiða.is og Norðurár Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði