Hólmar Örn: Ætlum ekki að mæta og gera okkur að fíflum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. september 2018 11:00 Hólmar Örn í einum af mörgum leikjum sínum með Keflavík. vísir/valli Hinn 37 ára gamli Hólmar Örn Rúnarsson spilar á morgun sinn síðasta leik fyrir Keflavík eftir glæstan feril. Hann fékk ekkert draumatímabil til að kveðja og flestir búast við því að Keflavík fái stóran skell á morgun. Þá sækir Keflavík lið Vals heim sem er á toppi Pepsi-deildarinnar og með níu fingur á bikarnum. Keflavík hefur ekki unnið leik í allt sumar og aðeins skorað tíu mörk í 21 leik. Það er því ekkert skrítið að Valsmönnum sé spáð stórsigri og Íslandsmeistaratitlinum.Líklega síðasti leikurinn „Þetta verður minn síðasti leikur nema ég reimi skóna eitthvað á mig hjá Víði,“ segir Hólmar Örn en hann mun taka við þjálfun 2. deildarliðs Víðis á næstu dögum. „Það er alltaf gaman að spila fótboltaleiki og tilfinningin er ekkert öðruvísi þannig séð þó svo þetta sé lokaleikurinn með Keflavík. Ég get samt viðurkennt að það verður gott þegar þetta tímabil er búið,“ segir Hólmar og hlær við. „Þetta er eins og það er.“ Umræðan fyrir leik Vals og Keflavíkur snýst meira og minna um hversu stóran sigur Valur muni vinna og hversu mörg mörk Patrick Pedersen skori. Hvernig er að hlusta á svona í aðdraganda leiksins?Þarf ekkert að peppa okkur upp „Það þarf ekkert aukalega til að peppa okkur upp og það verður örugglega gaman að spila leikinn fyrir framan fullan völl. Við erum með fullt af ungum strákum sem vilja sanna sig og við ætlum ekki að mæta og gera okkur að fíflum,“ segir Hólmar Örn og bætir við að hann sé lítið að fylgjast með umræðunni. Það er viljandi gert. „Þegar gengur svona þá kúpla ég mig bara frá fjölmiðlunum. Ég hef ekki horft á nema 2-3 þætti af Pepsimörkunum. Ég hef því ekki orðið mikið var við neikvæða umræðu.“ Leikur Vals og Keflavíkur verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 á morgun. Lokaumferð Pepsi-deildarinnar verður svo gerð upp í löngum þætti af Pepsimörkunum sem hefst klukkan 19.15. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Hinn 37 ára gamli Hólmar Örn Rúnarsson spilar á morgun sinn síðasta leik fyrir Keflavík eftir glæstan feril. Hann fékk ekkert draumatímabil til að kveðja og flestir búast við því að Keflavík fái stóran skell á morgun. Þá sækir Keflavík lið Vals heim sem er á toppi Pepsi-deildarinnar og með níu fingur á bikarnum. Keflavík hefur ekki unnið leik í allt sumar og aðeins skorað tíu mörk í 21 leik. Það er því ekkert skrítið að Valsmönnum sé spáð stórsigri og Íslandsmeistaratitlinum.Líklega síðasti leikurinn „Þetta verður minn síðasti leikur nema ég reimi skóna eitthvað á mig hjá Víði,“ segir Hólmar Örn en hann mun taka við þjálfun 2. deildarliðs Víðis á næstu dögum. „Það er alltaf gaman að spila fótboltaleiki og tilfinningin er ekkert öðruvísi þannig séð þó svo þetta sé lokaleikurinn með Keflavík. Ég get samt viðurkennt að það verður gott þegar þetta tímabil er búið,“ segir Hólmar og hlær við. „Þetta er eins og það er.“ Umræðan fyrir leik Vals og Keflavíkur snýst meira og minna um hversu stóran sigur Valur muni vinna og hversu mörg mörk Patrick Pedersen skori. Hvernig er að hlusta á svona í aðdraganda leiksins?Þarf ekkert að peppa okkur upp „Það þarf ekkert aukalega til að peppa okkur upp og það verður örugglega gaman að spila leikinn fyrir framan fullan völl. Við erum með fullt af ungum strákum sem vilja sanna sig og við ætlum ekki að mæta og gera okkur að fíflum,“ segir Hólmar Örn og bætir við að hann sé lítið að fylgjast með umræðunni. Það er viljandi gert. „Þegar gengur svona þá kúpla ég mig bara frá fjölmiðlunum. Ég hef ekki horft á nema 2-3 þætti af Pepsimörkunum. Ég hef því ekki orðið mikið var við neikvæða umræðu.“ Leikur Vals og Keflavíkur verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 á morgun. Lokaumferð Pepsi-deildarinnar verður svo gerð upp í löngum þætti af Pepsimörkunum sem hefst klukkan 19.15.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira