Óli Stefán vildi ekkert segja um sína framtíð: Algjört aukaatriði núna Smári Jökull Jónsson á Grindavíkurvelli skrifar 29. september 2018 16:37 Óli Stefán vildi engu svara um sína framtíð. vísir/ernir „Þetta er kannski svolítið takturinn í liðinu síðustu 5-6 vikurnar. Það er búið að vera ótrúlega erfitt og ég var að vona að við myndum finna gleðina og taktinn því við lögðum vikuna þannig upp, styttum æfingar og höfðu þær snarpari. Því miður skilaði það sér ekki og við vorum og höfum verið hálf loftlausir,“ sagði Óli Stefán Flóventsson eftir 5-2 tap gegn ÍBV í dag en þetta var síðasti leikur hans með Grindavíkurliðið. Grindavík endar tímabilið í 10.sæti eftir að hafa verið á toppnum snemma í mótinu. „Afskaplega svekkjandi og lélegt hjá okkur. Við vorum komnir í ágætis stöðu og höldum ekki takti. Það er eitthvað sem ég þarf að skoða fyrst og síðast því þetta er svipað og gerðist í fyrra í seinni umferðinni,“ sagði Óli Stefán og bætti við að það gæti haft áhrif á liðið að tilkynnt var fyrir skömmu að hann yrði ekki áfram þjálfari liðsins. „Svo má velta því fyrir sér hvort þessi stormur í kringum mín mál og óvissan með framhaldið hafi haft eitthvað að segja. Auðvitað tek ég það á sjálfan mig, þetta er mér að kenna og ég bið fólkið og félagið afsökunar á því. Við eigum samt að geta gert betur.“ Grindavík náði fínum árangri í fyrra en missti markahrókinn Andra Rúnar Bjarnason eins og mikið var rætt um fyrir tímabil. „Við hefðum þurft að hafa hópinn breiðari, við missum leikmenn úr kjarnanum síðan í fyrra og einnig eftir gluggann í ár. Við vorum að spila mikið á sama mannskapnum og lítið hægt að dreifa álaginu. Það þarf að stuða hópinn og vera á tánum.“ „Þegar maður hallar sér aftur og er búinn að svekkja sig á úrslitum síðustu vikna, búinn að knúsa strákana og gera þá ballklára þá þurfum við að horfa í það að við erum áfram í Pepsi-deild og það er eitthvað til að byggja á. Það er augljóst að það þarf eitthvað ferkst og nýjar áherslur. Tímasetningin á þessum breytingum er góð, það sést langar leiðir,“ sagði Óli Stefán og bætti við að það væru tækifæri til staðar í Grindavík að byggja á. „Menn þurfa að vanda til verka og staðsetja liðið og hvað á að gera í framhaldinu. Það er tækifæri á því hér í Grindavík. Það þarf að taka þessa góðu hluti sem við höfum gert, alveg frá stjórn, stuðningsmönnum og að þjálfun hjá strákunum og halda áfram að byggja í kringum það.“ Óli Stefán hefur mikið verið orðaður við KA undanfarið og einhverjir gengið svo langt að segja að ráðning hans þar sé svo gott sem frágengin. „Þetta er algjört aukaatriði núna. Ég get ekki farið að tala um mína framtíð strax eftir að strákarnir liggja svona. Við þurfum á hvor öðrum að halda núna og ég lít svo á að mínu verki hér sé ekki lokið af því að við þurfum að hjálpa hverjum öðrum á fætur.“ „Við þurfum að taka utan um hvern annan og finna gleðina. Þetta eru miklir keppnismenn og þeir hafa gert allt sem hefur verið beðið um og það hefur ekki virkað. Ég veit að þeir liggja í sárum núna og það er meiri einbeiting á því núna áður en mín framtíð liggur fyrir, það er algjört aukaatriði núna,“ sagði Óli Stefán að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - ÍBV 2-5 | Gunnar Heiðar kvaddi með þrennu ÍBV vann stórsigur á Grindavík á heimavelli Suðurnesjamanna í dag en lokatölur urðu 5-2. Gunnar Heiðar Þorvaldsson endaði ferilinn með þrennu en hann hefur gefið það út að hann ætli að leggja skóna á hilluna. 29. september 2018 16:45 Óli Stefán efstur á blaði hjá KA KA vill fá Óla Stefán Flóventsson sem næsta þjálfari en þetta staðfesti framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar félagsins í samtali við Morgunblaðið í kvöld. 27. september 2018 19:23 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
„Þetta er kannski svolítið takturinn í liðinu síðustu 5-6 vikurnar. Það er búið að vera ótrúlega erfitt og ég var að vona að við myndum finna gleðina og taktinn því við lögðum vikuna þannig upp, styttum æfingar og höfðu þær snarpari. Því miður skilaði það sér ekki og við vorum og höfum verið hálf loftlausir,“ sagði Óli Stefán Flóventsson eftir 5-2 tap gegn ÍBV í dag en þetta var síðasti leikur hans með Grindavíkurliðið. Grindavík endar tímabilið í 10.sæti eftir að hafa verið á toppnum snemma í mótinu. „Afskaplega svekkjandi og lélegt hjá okkur. Við vorum komnir í ágætis stöðu og höldum ekki takti. Það er eitthvað sem ég þarf að skoða fyrst og síðast því þetta er svipað og gerðist í fyrra í seinni umferðinni,“ sagði Óli Stefán og bætti við að það gæti haft áhrif á liðið að tilkynnt var fyrir skömmu að hann yrði ekki áfram þjálfari liðsins. „Svo má velta því fyrir sér hvort þessi stormur í kringum mín mál og óvissan með framhaldið hafi haft eitthvað að segja. Auðvitað tek ég það á sjálfan mig, þetta er mér að kenna og ég bið fólkið og félagið afsökunar á því. Við eigum samt að geta gert betur.“ Grindavík náði fínum árangri í fyrra en missti markahrókinn Andra Rúnar Bjarnason eins og mikið var rætt um fyrir tímabil. „Við hefðum þurft að hafa hópinn breiðari, við missum leikmenn úr kjarnanum síðan í fyrra og einnig eftir gluggann í ár. Við vorum að spila mikið á sama mannskapnum og lítið hægt að dreifa álaginu. Það þarf að stuða hópinn og vera á tánum.“ „Þegar maður hallar sér aftur og er búinn að svekkja sig á úrslitum síðustu vikna, búinn að knúsa strákana og gera þá ballklára þá þurfum við að horfa í það að við erum áfram í Pepsi-deild og það er eitthvað til að byggja á. Það er augljóst að það þarf eitthvað ferkst og nýjar áherslur. Tímasetningin á þessum breytingum er góð, það sést langar leiðir,“ sagði Óli Stefán og bætti við að það væru tækifæri til staðar í Grindavík að byggja á. „Menn þurfa að vanda til verka og staðsetja liðið og hvað á að gera í framhaldinu. Það er tækifæri á því hér í Grindavík. Það þarf að taka þessa góðu hluti sem við höfum gert, alveg frá stjórn, stuðningsmönnum og að þjálfun hjá strákunum og halda áfram að byggja í kringum það.“ Óli Stefán hefur mikið verið orðaður við KA undanfarið og einhverjir gengið svo langt að segja að ráðning hans þar sé svo gott sem frágengin. „Þetta er algjört aukaatriði núna. Ég get ekki farið að tala um mína framtíð strax eftir að strákarnir liggja svona. Við þurfum á hvor öðrum að halda núna og ég lít svo á að mínu verki hér sé ekki lokið af því að við þurfum að hjálpa hverjum öðrum á fætur.“ „Við þurfum að taka utan um hvern annan og finna gleðina. Þetta eru miklir keppnismenn og þeir hafa gert allt sem hefur verið beðið um og það hefur ekki virkað. Ég veit að þeir liggja í sárum núna og það er meiri einbeiting á því núna áður en mín framtíð liggur fyrir, það er algjört aukaatriði núna,“ sagði Óli Stefán að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - ÍBV 2-5 | Gunnar Heiðar kvaddi með þrennu ÍBV vann stórsigur á Grindavík á heimavelli Suðurnesjamanna í dag en lokatölur urðu 5-2. Gunnar Heiðar Þorvaldsson endaði ferilinn með þrennu en hann hefur gefið það út að hann ætli að leggja skóna á hilluna. 29. september 2018 16:45 Óli Stefán efstur á blaði hjá KA KA vill fá Óla Stefán Flóventsson sem næsta þjálfari en þetta staðfesti framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar félagsins í samtali við Morgunblaðið í kvöld. 27. september 2018 19:23 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - ÍBV 2-5 | Gunnar Heiðar kvaddi með þrennu ÍBV vann stórsigur á Grindavík á heimavelli Suðurnesjamanna í dag en lokatölur urðu 5-2. Gunnar Heiðar Þorvaldsson endaði ferilinn með þrennu en hann hefur gefið það út að hann ætli að leggja skóna á hilluna. 29. september 2018 16:45
Óli Stefán efstur á blaði hjá KA KA vill fá Óla Stefán Flóventsson sem næsta þjálfari en þetta staðfesti framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar félagsins í samtali við Morgunblaðið í kvöld. 27. september 2018 19:23